Fyrir svefninn.
21.8.2008 | 21:42
Englarnir mínir frá Laugum komu í dag og ætla að vera hjá
okkur í nokkra daga áður en skólinn byrjar.
Við fórum saman í búð, versluðum kjúkling í kvöldmatinn,
og svínalundir til að hafa á sunnudaginn, með því ætla ég
að hafa kartöflusalat sem aldrei bregst.
Í því eru kartöflur, sólþurrkaðir tómatar, laukur, paprika,
maísbaunir, og dass af olíu. Og svo hef ég gott salat.
Engillinn minn fór í berjamó til að tína krækiber settum í
frystir, það er afar gott að eiga þetta út í hafragrautinn,
salat, skyr og bara allt mögulegt.
Ég hef ekki verið mikið að kommenta í dag hef bara ekki
komist yfir það, reyni að láta heyra í mér á morgun áður en
þær vakna englarnir, en ætíð er þær eru þá eru hin ljósin mín
hér líka, þær eru svo miklar frænkur og vinkonur, það er nóg að
gera og mjög gaman hjá mér.
Ein góð eftir hana Ósk.
Ef til mín fengi svo tignan gest
tæki ég sparifötin mín,
leiddi svo til hans lipran hest
og landakút meðan sólin skín,
svo þegar húmar hugur berst
að heimasætu með brosin sín,
því höfðingja slíka heillar mest
hestar, konur og brennivín.
Góða nótt.
okkur í nokkra daga áður en skólinn byrjar.
Við fórum saman í búð, versluðum kjúkling í kvöldmatinn,
og svínalundir til að hafa á sunnudaginn, með því ætla ég
að hafa kartöflusalat sem aldrei bregst.
Í því eru kartöflur, sólþurrkaðir tómatar, laukur, paprika,
maísbaunir, og dass af olíu. Og svo hef ég gott salat.
Engillinn minn fór í berjamó til að tína krækiber settum í
frystir, það er afar gott að eiga þetta út í hafragrautinn,
salat, skyr og bara allt mögulegt.
Ég hef ekki verið mikið að kommenta í dag hef bara ekki
komist yfir það, reyni að láta heyra í mér á morgun áður en
þær vakna englarnir, en ætíð er þær eru þá eru hin ljósin mín
hér líka, þær eru svo miklar frænkur og vinkonur, það er nóg að
gera og mjög gaman hjá mér.
Ein góð eftir hana Ósk.
Ef til mín fengi svo tignan gest
tæki ég sparifötin mín,
leiddi svo til hans lipran hest
og landakút meðan sólin skín,
svo þegar húmar hugur berst
að heimasætu með brosin sín,
því höfðingja slíka heillar mest
hestar, konur og brennivín.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
Helga skjol, 21.8.2008 kl. 21:48
Góða nótt Milla og kærar þakkir fyrir uppskriftirnar. Njóttu þín með yndislegu englunum þínum
Erna, 21.8.2008 kl. 22:07
Góða nótt Milla mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.8.2008 kl. 22:08
Það er svo fitandi að lesa bloggið þitt, verð alltaf svöng eftir heimsókn hér
Góða nótt og góðar stundir með dúllunum þínum.
M, 21.8.2008 kl. 23:03
Hafðu það ljúft með dúllunum þínum og góða nótt Milla mín
Brynja skordal, 21.8.2008 kl. 23:06
Góða nótt Milla mín og njóttu þess að vera með englana þína
Sigrún Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 00:19
Góda nótt og eigdu gódan morgunndag med snúllunum.
Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 02:07
Gódann daginn kæra Milla og takk fyrir uppskriftina.
Eigdu gódann dag og horfum svo á strákanna vinna næsta leik
Gudrún Hauksdótttir, 22.8.2008 kl. 03:39
Takk skjóðurnar mínar, þið eruð æði.
Af þessum súpum fitnar maður ekki og ef maður er í lífsstólsbreytingu eins og ég þá sleppir maður bara brauðinu.
Þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur.
Eigið góðan dag í dag.
Kærleikskveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.8.2008 kl. 07:37
Góðan daginn ,Milla mín, njóttu þess að vera með englunum þínum.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.