Gullach súpan mín.
22.8.2008 | 09:06
Þetta er nú meira ruglið, af hverju get ég ekki farið að sofa lengur
svona í ellinni? Bara skil það ekki, jæja þýðir ekkert að fást um það.
Brynja var að falast eftir gullach súpu uppskrift og hér kemur hún.
Sko þetta er bara gamla uppskriftin mín og hefur hún ætíð vakið lukku,
en sjálfsagt eru til einhverjar betri.
1 kg nautakjöt í litlum bitum, steikið vel á pönnu og allt kriddið með
síðan er það sett í pott.
1/2 st kúrbít
2 st sellerý-stöngla
1 pk gulrætur
1 pk perlulaukur( líka til frosinn en ekki eins góður.)
3 st Chilly
2 st paprikur
Grænmetið er allt skorið í bita og steikt smá á pönnunni
sett svo smá vatn út á til að ná öllu kriddinu, svo í pottinn.
Kriddið er, svartur og rauður pipar, kóríander, paprika, salt,
Og góður nautakjötskraftur.
Ég mundi setja 1/2 tesk af öllu á pönnuna síðan kryddið þið
eftir ykkar smekk og það má líka setja Chillý duft ef þið viljið,
en allt þetta þarf að smakkast til.
Síðan eru settir 2 l af vatni og ein dós af tómatpaste.
Má setja þeyttan rjóma út á hvern disk og svo er gott brauð
afar gott með, til dæmis olífu osta brauð, til í bakaríinu.
Ég geri er mikið liggur við, snittubrauð sem ég sker eftir endilöngu
fylli með smurosti, hvítlauk, svörtum olífum og sólþurkuðum tómötum.
gott er að saxa niður hráefnið og blanda því í smurostin og fylla
svo brauðið, hitað í ofni.
Bon apetit.
Kveðjur
Milla.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Milla,,,ég á eftir að prófa þessa
Ég er alltaf að reyna að skera niður fituna,,og set bara syrðan rjóma út í súpu í rest,,,það er ekki síðra
Knús á þig mín kæra
Ásgerður , 22.8.2008 kl. 09:21
Milla mín, mikið vildi ég vera í fæði hjá þérUMMMM, þetta ættla ég að prófa.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 09:43
Þetta hljómar mjög vel, takk fyrir
Sigrún Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 10:14
Takk fyrir þetta Milla mín ég ætla að prófa þetta ég geri allt til að hjálpa mér.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2008 kl. 11:32
Ástarþakkir fyrir þessa milla mín líst vel á hana og ætla ég að skella þessu öllu í pott sem fyrst skrifa hana niður í kvöld þegar ég hef tíma barnabörnin að koma til mín svo það verður nóg að gera að knúsast og leika hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 22.8.2008 kl. 15:55
Verði ykkur að góðu og rjómanum má sleppa.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.8.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.