Fyrir svefninn.

Æ,Æ, mín synduga sál, þarf að viðurkenna brot sitt, það sem
sálartetrið braut af sér var að hlusta á afar lúmska rödd,
röddin spurði engilinn sinn hvort þau ættu ekki að veita sér
Laugardagsnammi í formi veronabrauðs bara með smurosti,
Jú, jú sagði hann, við fórum að versla í samkaup ég og
tvíburarnir mínir, ekki vantaði grænmetis og ávaxtakaupin,
en síðan var keypt Veronabrauð.
Farið heim og borðað., í miðjum kaffitíma hringir síminn, það
er Milla mín að bjóða okkur í kaffi og vöfflur, en segist jafnframt
hafa bakað heilsu-kryddbrauð.
Takk fyrir elskan við komum.
Nú það voru vöfflur, bláberjasulta og rjómi, einnig þetta fína
kryddbrauð, það þarf ekki að spyrja að því að ég datt enn þá
fastar niður í pyttinn.
Er við komum heim var eldað pasta, litla ljósið verður hjá okkur
í nótt, og eitthvað varð að búa til ofan í snúllurnar okkar.
Ég borðaði að sjálfsögðu smá pasta, hafði í raun enga list á mat,
var komin með hausverk og illt í maganum.

Þar sem ég er að leifa mér, að notast við ykkur sem stuðning við mig
þá verð ég einnig að segja ykkur frá brotunum sem ég frem.
Allt verður að vera upp á borðinu, og það hjálpar mér líka að segja
ykkur frá, þá er ég að opinbera fyrir sjálfri mér, og gera mér grein
fyrir að ég má aldrei gleyma mér, aldrei kaupa eitthvað sem ég
má ekki borða, stilla mig þó mér sé boðið í kaffi.
Það er ekki í boði að fá sér eitthvað sem er óholt fyrir mig.

En það var vigtunar-dagur í dag og hef ég lést um 1,5 kg á þessum
hálfa mánuði, ég tel ekki með þessi 6 sem ég léttist um í
veikindunum mínum.

Hér koma tvær góðar eftir hana Ósk.

              Á leið yfir Fljótsheiði.

              Svona mýrarfen og flóa
              er furðulegt að kalla "heiði".
              Eins og að ganga út í móa
              og ætla að stunda silungsveiði.

              Vandræði.

              Nú er ég enn þá komin í "krísu"
              kvöldið er liðið og búið gaman.
              Ég ætlaði að gera góða vísu
              en gat bara engu troðið saman.

                                    Góða nótt kæru vinir.
Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Áfram að settu marki Milla mín.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elskan mín yndislegust góða ljúfa nóttina mín kæra og takk takk fyrir yndisleg orð í mann garðþú ert FRÁBÆR

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:08

3 identicon

Til hamingju með þennan árangur Milla mín hvert gramm er sem af fer er mikill áfangi. Þú byrjar bara aftur á morgun í hollustunni og lætur engan bilbug á þér finna. Gangi þér vel

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þetta lofar góðu en syndin er lævís og laumast að manni. Alltaf gaman að svindla smá, eins og hef stundum sagt, freystingarnar eru til að falla fyrir þeim, sumum.  Knús og góða nótt á þig mín elskuleg

Bouncy 2  Bouncing Hearts Bouncy 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Milla fænka mín, ég kann engin ráð nema jú nú datt mér eitt í hug. Í hvert skipti sem þú ætlar að fá þér bita af óhollustu, þá skaltu hugsa...þessar kaloríur væru nú betur komnar ofan í hana Evu frænku og safna öllu saman í kassa og geyma hann í viku við húsgaflinn og vikta kassann og hann er svo þungur að þú hefur ekki efni á flutningsgjaldinu svo þú segir: ''Fari þetta rusl beint í tunnuna, ekki hef ég list á því og Evu sendi ég ekki svona rusl heldur''. - Ferð á viktina og sérð að 2kg eru horfin eftir vikuna og hvert fóru þau? Í tunnuna auðvitað. Sérðu Milla mín hvað óviti einsog ég þykist vera klár í þessu. En gangi þér rosalega vel, hvaða leið sem þú finnur. kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 24.8.2008 kl. 01:02

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er allt í lagi ad svindla stundum...tad geri ég allavega.Ég er sko í yfirvigt í meira lagi og verd ad passa mig og geri tad en sukk en gang imellem er helt i orden,det synest jeg.Gangi tér vel elsku Milla med allt titt.og stórt knús á tig mín kæra inn í góda helgi med strákanna okkar í broddi fylkingar.

Gudrún Hauksdótttir, 24.8.2008 kl. 07:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Linda mín takk fyrir að vera það sem þú ert.
Knús í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 07:51

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jónína mín, ég mun gera það, varð vör við aukaverkanirnar,
hausverkinn sem kom og allavega vanlíðan í nótt og enn þá er ég með smá hausverk, uppþembd og með bjúg drekk bara mikið brenninetlute í dag. En svo er annað sem er eigi gott, það er er maður fær ekki að vera í friði vegna árása á hugann minn, þarf að vera betur á varðbergi með það sem ég tek inn á mig.
þarf líka að orkustöða-hreinsa mig.

Knús kveðjur
Milla.

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 08:01

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín syndin er lævís og lipur inn um allt hjá manni,
verð bara að sjá við henni.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 08:03

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Hindin mín, það var bara akkúrat það sem ég ætlaði mér að sukka með einu verónabrauði, en allt fór úr böndunum að mér fannst.
En ég ætla ekkert að gefast upp. Áfram gakk.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 08:07

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva mín kæra frænka þú ert yndisleg, kannski ég fái mér bara spes sorpfötu úti á palli, en ég mun allavega ekki senda hana, en nú fer að hausta svo ég gæti fengið mýsnar í heimsókn, held að ég hafi þetta bara í hugsuninni.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 08:11

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk nafna mín ég skal láta þetta takast, þetta mun samt taka langan tíma, en hefst á endanum.
farðu vel með þig
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 08:13

13 Smámynd: Heidi Strand

Þú gerir bara eins og frönsku konurnar. Þegar þær hafa farið yfir einn daginn í mat , minnkar þær hitaeiningar þann næsta.
Fjölskylda og vinir verða að standa saman í átakinu, annars verður svo erfitt að standast freistingar.


Heidi Strand, 24.8.2008 kl. 08:43

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi það eru nefnilega allir í átaki, en allir hugsuðu það sama, að hafa nammidag ég var búin að fá mér verónabrauðið er Milla hringdi og þá átti ég að segja nei takk er búin að drekka, en nei ég sagði já takk, og vissi alveg innst inni að ég mundi fara yfir strikið.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 10:19

15 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Milla min, maður ma heldur ekki vera of harður við sig, þa er meiri likur á að maður gefist upp.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 10:20

16 Smámynd: Heidi Strand

Ekki vera of harður við sig, bara þrjósk.

Ég beitti þrjóskuna þegar ég hætti að reykja fyrir 29 árum. Þáð var ekkert mál.

Heidi Strand, 24.8.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband