Er bara ráðamönnum alveg sama?

Það hlýtur að vera, er það eigi skilið að þetta eru ungviði
okkar, litlar viðkvæmar sálir.
Eiga þau bara sí svona að hugsa un sig sjálf.
Vita ráðamenn borgarinnar ekki hvað getur gerst,
og hversu alvarlegar afleyðingar, allskonar gjörningar
geta haft.

Það þarf að borga fólki góð laun sem eru að hugsa um börnin
okkar, svo við getum unnið fyrir viðurværi okkar.

Það þarf einnig að velja það fólk vel, það þarf að geta talað við
börnin af visku og hafa fullt af þolinmæði.

Ég segi ekki annað en það við hina nýju borgarstjórn.
Leysið málið og það strax, þetta er eigi hægt að setja í nefnd.                
                                        Góðar stundir.

mbl.is Lyklabörn vegna manneklunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Emilía.

Styð þig heilshugar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 07:09

2 identicon

160 þúsund á mánuði. Hvar er verkalýðshreyfingin, sem á að berjast gegn lágum kjörum fólks, er hún alveg máttlaus og gagnslaus? Ég held að verkafólk ætti, að fara að breyta áherslum sínum hvað varðar val á forustu og velja hæft fólk, sem nennir, vill og getur sinnt skyldu sinni.

Kveðja, Kolbrún 

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 07:38

3 Smámynd: Anna Guðný

Já , ég held að ég treysti mér ekki út í þessa  umræðu. Ég verð svo reið þegar ég byrja. Ég veit nefninlega að það er til fólk til að vinna þessa vinnu. Það er bara of upptekið í öðru.

Á sama tíma þakka ég fyrir þau forréttindi að geta unnið heiman frá mér og verið til staðar þegar börnin mín koma heim úr skólanum. Fleiri börn fylgja þeim og það er allt í góðu.

Hafðu það gott Milla mín.

Anna Guðný , 27.8.2008 kl. 08:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þinn stuðning í þessu máli ekki veitir af.

Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 08:43

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

160.000 á mánuði er sko eigi í lagi, það er mikil ábyrgð lögð á starfsfólkið í svona störfum og það ætti að fá miklu hærri laun.
Enginn lifir á 160.000 krónum.

Ég er með 141.000 sem öryrki, enda er ég í mínus um hver mánaðarmót, hef ekki fyrir neinum að sjá nema sjálfri mér, en get aldrei leift mér neitt, hvað þá þeir sem eru með börn á framfæri.

þetta er til skammar eins og svo margt annað í þjóðfélagi voru.

Takk fyrir þitt innlegg Kolbrún Bára.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 08:50

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín ég skil vel að þú viljir eigi fara út í þessa umræðu
vegna reiði, ég er meira að segja reið þó ég eigi ekkert barn í skóla.
En ef við höfum ekki öll afskipti þá gerist ekki neitt.

Ég var líka svona lánsöm eins og þú að geta verið heima er mín börn komu úr skólanum, og fleiri fylgdu með eins og þú segir.
Því miður eru ekki allir sem geta verið að vinna heima.
Knús til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 08:55

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er sorgleg staða og ráðamönnum til skammar

Sigrún Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 10:30

8 Smámynd: Halla Rut

Svarið er JÁ. Það sjá það allir.

Kannski eru þeir að spara þarna! Skrifaði líka um þetta á minni síðu enda fórnarlamb í þessu eins og aðrar 1700 fjölskyldur.

Halla Rut , 27.8.2008 kl. 10:37

9 identicon

Það er hlýtur að vera hræðilega erfitt að þurfa að treysta því að börnin manns sjái um sig sjálf. Það er enginn rólegur í vinnunni sinni í þeirri aðstöðu.

Ég skil ekki af hverju að allir sem sjá um börn, aldraða og sjúka þurfi að vera á þvílíkum láglaunum að engin leið er að sjá fyrir sér á þeim. Mín hugmynd er sú að það sé mjög áríðandi að til þessa starfa veljist þeir sem eru hæfastir til þess, en það virðist ekki allir vera á þeirri skoðun.

Peningarnir í bankanum hafa miklu meira vægi heldur en börn, aldraðir og sjúkir það er bara nokkuð ljóst, við fáum að minnsta kosta mjög skýr skilaboð um það í okkar þjóðfélagi.

Eigðu góðan dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 10:51

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigrún, svo sannarlega rétt ráðamönnum til skammar.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 11:26

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svarið er já það er rétt Halla Rut.
kannski eru þeir að spara, hittir naglann á höfuðið, en fyrir hvern, jú svo þeir geti eitt meiru í vita-vitleysu.
Vonandi finnur þú lausn á þessu hjá þér.
Eru virkilega ekki til neinar góðar ömmur sem mundu vilja taka þetta að sér nokkra tíma á dag.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 11:32

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta hjá þér Jónína mín, peningar í banka eru meira virði en börnin okkar og að þeim líði vel.
Svo ég tali nú ekki um eldri borgara, þar vantar sárlega fólk.

Ég mundi vilja sjá að fólk gæti farið í starfsþjálfun og fengi mannsæmandi laun, þá yrði þetta í lagi.
Kveðjur til þín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 11:37

13 Smámynd: Anna Guðný

Kannski ég leiðrétti mig. Auðvitað ræði ég þessi mál mikið en meinti þarna að ég treysti mér ekki með þau í bloggheima.

En hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 27.8.2008 kl. 12:30

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég skildi þin Anna Guðný mín.

var ekki kaffið gott Sigga mín?
alveg sama 160.000 fyrir kannski einstæða móður, er bara ekki neitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 18:35

15 Smámynd: egvania

Halló ég vil svo gjarnan vera bloggvinur þinn. Ég hef ekki áður fengið beiðni frá þér ég var aðfara yfir póstinn minn og fann ekki aðra.

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 27.8.2008 kl. 19:36

16 identicon

Æ Mill-jónin mín!! gaman að þú skulir kíkja inn á síðuna mína og að sjálfsögðu kíki ég áfram á þína síðu. Hafðu það gott og mundu að sukka á laugardögum:=)Kv Hindin

hindin (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:19

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 21:27

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er búin að skrá þig í Bookmarks, hjá mér.
Já mun taka einn dag í viku í sukk og ég er svo lánsöm að sælgæti er ekki mitt sukk.
Knús kveðjur
Milla,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.