Fyrir svefninn.

Uss þessi dagur, fór í þjálfun í morgun, var enn þá stíf eftir
mánudaginn, gerði mínar æfingar í 9 mínútur, síðan á bekkinn.
þetta var bara fjandi erfitt, en ég gafst ekki upp, hugsið þið ykkur,
maður er eins og aumingi, eða þannig.

Fór aðeins heim síðan á Pósthúsið og aftur heim, var búin að hafa
til í speltbrauð kláruðum það og bökuðum.
Þetta brauð er bara gott, fyrir utan hvað það er holt.

Smá grín fyrir svefninn.


Miðaldra hjón lágu í rúminu er konan sagði við mann sinn.
"Hér í eina tíð varstu vanur að kyssa mig."
Hann teygði sig yfir til hennar og kyssti hana blíðlega.
"Þú varst líka vanur að halda í hönd mína."
Hann rétti henni hönd sína blíðlega.
" Stundum beistu í eyrnasneplana mína."
Maðurinn steig fram úr rúminu.
" Hvert ertu að fara?" spurði konan.
" Sækja tennurnar mínar," svaraði maðurinn.
                 *****************

                Von er þó að gremjist geð
                og gráti tíðum svanni.
                Hún hefur ekki sextug séð
                sívalning á manni.

                                Höf. ókunnur.

Góða nótt
.Sleeping



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla

Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 21:30

2 identicon

Góða nótt, Milla mín

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg að vanda og Bjarni hló að tönnslu brandaranum. Knús og GN darling

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Erna

 Frábær ertu að venju Milla mín. Góða nótt

Það er gott ráð að hafa tennurnar bara í glasi á náttborðinu, þá þarf ekkert að að fara frammúr til að sækja þær. Þið munið það bara næst

Erna, 27.8.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Erna

Alltaf erum við Dóra sammála kommentum á sömu mínútunni

Erna, 27.8.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 00:19

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn MIlla mín, góður brandari svona snemma að morgni dags.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 28.8.2008 kl. 06:56

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóður mínar. það er gaman að lesa kommentin í morgunsárið.
Þær eru nú alltaf svo huggulegar við mig, Dóttir mín og Erna vinkona hennar, enda búnar að vera vinur í 28 ár, finnst ykkur þær ekki vera orðnar gamlar? SKO ég er ekki gömul, NEIiiiiiiiii.
Ég ætla bara að segja ykkur ungarnir mínir að, miklu betra er að vera tannlaus við þetta nart, " ekkert sem meiðir"
Knús kveðjur til ykkar allra.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband