Fyrir svefninn.
1.9.2008 | 21:47
Í dag er engillinn búin að vera á fullu, skipti á rúmunum þvoði,
þurrkaði og gekk frá, hann þreif viftuna fyrir ofan eldavélina, þið
vitið þetta apparat sem ætíð er fitugt oj, oj, á meðan tók ég ísskápinn
að innan og utan, reyndar bara lauslega, þurrkað var af öllum borðum
og slíku í eldhúsinu.
Nú ég þurrkaði af öllu og gerði svaka fínt og svo kom ryksugan á fullu
og tók allt ryk, eða næstum því mér finnst alltaf ég þurfa að moppa yfir
parketið þó það sé búið að ryksuga, maður er náttúrlega bilaður.
Nú ég var búin að fara í morgun og kaupa allskonar te og keypti mér
eina Eriku, var búin að ákveða að baka ávaxtabrauð (heilsubrauð)
æðislega gott á morgun ætla ég að baka brauð með miklum fræjum í.
Eitt ætla ég að segja ykkur, það eru ca mánuður síðan ég byrjaði á
lífstílsbreytingunni minni, hann bróðir minn var búin að sega mér að
ég yrði undrandi á svo mörgu eftir smá tíma, það reyndist rétt, ég
er undrandi og afar glöð yfir öllum þeim krafti sem komið hefur í
mig, ég er öll miklu léttari áræðnari í því að treysta mér í eitt og annað
sem ég hélt að ég gæti ekki gert, núna læt ég bara vaða og það verður
bara að hafa ef ég verð þreyt,Um helgina var svo áhugavert og gaman
að ég gleymdi bara að vera þreytt. það er að koma niður á mér núna
en tekst á við það.
Þetta þakka ég breyttu matarræði og ekki síst reglulegum matartímum
og að hafa tekið þessa ákvörðun og mér er að takast að standa við hana.
Vornótt.
Hvort ertu vakandi ennþá?
heyr, álftirnar svífa hjá
syngjandi um vonsælu vorsins;
hún vaknar-- mín sæluþrá.
Hún er svo furðuleg, ástin,
vermd æskunnar fornu glóð,
að jafnvel í hálfgömlu hrói
hoppar hún sælurjóð.
Og nú meðan svanirnir syngja
um seinfundið ævilán,
við mætumst í heimför hjartans,
sem hvorugt gat verið án.
Bjarni M. Gíslason.
Ég vildi að það væri vor. Góða nótt
Athugasemdir
Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 21:54
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 22:09
Já ég vildi líka að væri vor.... Og svo verður þú bara að setja inn uppskriftir af þessum girnilegu heilsubrauðum. Ég bíð í ofvæni. Gaman að heyra hvað þér líður vel. En ofgerðu þér nú ekki við heimilisverkin. Þau fara ekki frá manni en það veistu nú sjálfsagt :=) góða nótt
hindin (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:55
Sigrún Jónsdóttir, 1.9.2008 kl. 23:50
Góðan daginn skjóðurnar mínar, vitið þið að mér finnast það vera byrjun á jólahaldinu að kaupa Eriku, en ég er náttúrlega stórskrítin.
Klukka mig hvað?
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 07:06
Þú ert bara eins og stormsveipur Milla mín, þvílíkur dugnaður í þér og Góðan daginn elsku vinkona
Kristín Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 07:12
Góðan daginn Stína mín, já veistu að þú átt eftir að finna mikinn mun,
bara að hætta öllum unnum kjötvörum, gosi, pakkasúpum,
þetta er nóg í bili.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.