Á nú eigi til orð, en set samt nokkur á blað.
3.9.2008 | 07:50
,,Ég þekki það af eigin raun að borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
fylgir hvorki sannfæringu sinni í þessu máli eða stendur yfirleitt við orð sín.
Það er ekkert að marka orð þín, borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
og ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða dúsu þú færð að launum fyrir hlýðni
þína við flokkinn og einstaka sviksemi við mig,"
sagði Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, í umræðum
um tillögu sína um atkvæðagreiðslu um framtíðarstaðsetningu flugvallarins í
Reykjavík.
Ég vill nú að flugvöllurinn verði í Reykjavík, en þvílíkur dónaskapur að láta
þetta út úr sér, og sama er við hvern hann væri að tala, þá er það lágkúra
af verstu tegund að væna menn um að taka við dúsum.
Ég spyr: ,,Er flugvöllurinn, Ólafs einka-draumabarn,eða hvað?"
Talar um sviksemi við sig, það er nú eitthvað sérkennilegt við svona orðalag.
Flugvöllurinn er í landi Reykjavíkur, en málefni allra landsmanna.
Vilhjálmur svaraði fyrir sig, sagði ummæli Ólafs dæma sig sjálf og bætti við að
hann ætlaði ekki að hreyta fúkyrðum í hann á móti.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kom jafnframt í pontu og sagðist ekki
ætla að fara niður á plan Ólafs og sagðist neita að svara ómaklegum spurningum
hans um menn og málefni.
Það er að sjálfsögðu alveg réttmaður eltir eigi ólar við skítkastið.
Hanna Birna lagði hins vegar til frávísunartillögu sem samþykkt var með öllum
atkvæðum borgarfulltrúa - utan Ólafs.
Eitt sem ég skil ekki, hver sem á í hlut.
Er hægt að hafa svona fólk í pólitík?
Ólafur hellti sér yfir Vilhjálm Þ. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei,hvorugan
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 07:55
Nei svona menn eiga ekkert erindi í pólitík. Svo er Reykjavíkurflugvöllur ekkert einkamál þeirra sem búa í Reykjavík og ef á að kjósa um staðsetningu hans þá verður sú kosning að ná til landsins alls. Það er fólkið á landsbyggðinni sem mest notar þennan flugvöll.
Jakob Falur Kristinsson, 3.9.2008 kl. 08:02
Þetta er algjör sandkassaleikur að láta svona eins og hann gerir óF auðvitað er þetta kosning allra landsmanna!!! Hafðu ljúfa dag Milla mín Elskuleg
Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 08:15
Þú kemur með það Birna hvorugan.Góðar kveðjur til þín Birna og takk fyrir innlitið.
Að sjálfsögðu eiga landsmenn allir að kjósa um staðsetningu flugvallarins Jakob, góðar kveðjur til þín.
Rétt Brynja mín Sandkassaleikur, knús til þín ljúfust
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 08:48
Þetta segir nú meira um þann sem mælir, heldur en um þann sem um er talað.
Knús á þig
Ásgerður , 3.9.2008 kl. 13:05
Ég segi nú bara "þessi pólitík" það er margt betra en hún til dæmist bara venjuleg hundstík. Það virðist vera alveg sama hver fer í pólitík og ætlar að gera góða hluti það fer einhvern vegin fyrir ofan garð og neðan, ekkert verður úr því og maður heyrir ekkert nema leiðindar þras sem ekkert kemur út úr. Við vitum svo sem minnst um það hvað fer fram á bak við tjöldin og ég segi enn og aftur ég vorkenni Ólafi F.
Knús til þín elskuleg, eigðu góðan dag.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:33
Það er rétt það sem þið eruð að segja allar hver á sinn hátt.
Ólafur er dónalegur, ósvífin og með mikilmennsku á háu stigi, ég hefði viljað sjá alveg nýtt fólk þarna inn og vonandi verður það næst.
Hef aldrei þolað fólk sem kann ekki mannasiði.
Nei Hanna Birna mun eigi standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, en ef einhver getur hrist upp í þessum flokk þá er það hún, það er að segja ef þeir eru ekki búnir nú þegar að heilaþvo hana.
Sigga mín þú segir að Ólafur hafi verið plataður, hefur hann þá enga greind þessi maður?
Ásgerður mín þú veist þínu viti með þennan mann.
þetta eru allt saman menn og konur sem kunna ekki að segja sannleikann, Æ ég er hætt þessu þusi.
Knús til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.