adhd samtökin tuttugu ára.
5.9.2008 | 08:36
Mikið hefur trúlega gerst síðan þau voru stofnuð, en hægt
hefur það gerst að samhæfa alla þætti sem að barninu lúta.
Ég vona að þetta fari nú að fæðast allt saman.
Sandra Rief kennari og höfundur margra velþekktra bóka segir.
Börn með athyglisbrest og ofvirknistanda oft frammi fyrir miklum
áskorunum í skóla til að mynda hvað varðar nám, hegðun og
félagsleg samskipti. hvort upplifun nemanda í skóla er góð eða
slæm er mikið undir kennaranum komið.
hefur kennarinn þekkingu á adhd?
Býr kennarinn yfir nægri þekkingu til að geta komið til móts hvern
og einn svo hægt sé að ná til ALLRA nemanda, einnig þeirra sem eiga
við námserfiðleika, athyglisbrest og hegðunarvanda að stríða?
Er kennarinn tilbúin að vinna með opnum hug í samvinnu við aðra
( foreldra, meðferðaraðila, starfsfólk skólans og nemendur sjálfa)
til að tryggja að nemandinn upplifi vellíðan í skóla? En síðast en ekki síst,
býr kennarinn yfir nægilega mikilli jákvæðni, vilja og sveijanleika til að
mæta þörfum nemandans? Er kennarinn tilbúin til að leggja að mörkum
þann kraft og tíma sem þarf til að sinna þessum störfum?
Ja hérna gott fólk bara þessar setningar frá þessari frábæru konu
snertu við mér og minntu mig á mýmörg dæmi sem ég þekki til úr
skólakerfinu, sem neikvæð eru.
Ekki er ég að tala um þá kennara sem liðsinna þessum elskum
af lífi og sál, þeir eiga heiður skilið. Og þekki ég þá marga.
Að sinni ætla ég ekki að tala um þessi mál, spurningarnar hér
að ofan ættu að vekja alla til umhugsunar um hvað allt gæti verið
betra ef allir mundu huga að þessu og munið að þetta tengist afar
mikið eineltinu.
Ef fólk er ekki tilbúið til að takast á við að börnunum okkar líði vel
þá skal heldur engin verða hissa þó þau komi illa út í samfélaginu.
Það eru nefnilega allt of margir sem hugsa þetta kemur mér ekki við.
Raddir barna með adha.
,,Ég veit að það eru margir foreldrar sem bara geta þetta ekki...Sumir
foreldrar treysta sér ekki í þetta og sumir krakkar fá enga hjálp
og það er auðvitað miklu erfiðara"
,, Foreldrar vita ekkert að börnin séu hrædd við að tala um og að það
sé litið niður á þau, því að margir haldaörugglega að foreldrar manns
líti líka niðurá mann fyrir það sem maður gerir."
,,Ég eyði eiginlega engum tíma með.. mömmu minni eða pabba mínum.
eiginlega er eina manneskjan sem ég eyði miklum tíma með,
það er( þögn)... þannig að fjölskylda manns.. hleypir mér alveg inn,
en það er samt svona, eins og þau vilji ekkert voðalega mikið með
mig hafa... Ég er hætt að hafa samband við fjölskylduna hans pabba.
Ef hérna ég myndi ekki hringja í pabba minn af og til, þá mundi ég
örugglega hætta að hafa samskipti við þau... Það sem mér finnst
eiginlega hjálpa mér mest .. er sko... hérna að eyða tíma með mömmu
minni og pabba mínum.. ekkert annað."
Það kemur meira seinna af nógu er að taka.
Góðar stundir
Góðar stundir
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Milla. Málefni sem vert er að leiða hugann að.
Ía Jóhannsdóttir, 5.9.2008 kl. 08:44
Takk fyrir þetta Milla mín og hjartans kús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:30
Ía mín það er ekkert að þakka ég hef áhuga og hef hagsmuni af því að læra sem mest um þessi mál, þar sem ég á einn lítinn 8 ára prins sem er adhd.
Ég vissi af þér Langbrókin mín, var ekki viss um þín börn, en sammála er ég þér að mikið vantar uppá að rétt sé farið að í þessum málum og hef ég reynt það sjálf með minn litla prins.
Ég vill meina eftir að hafa verið á fræðsludögum um geðrækt, sem voru frábærir, og vitneskju mína í adhd og eineltis málum að þetta tengist allt þó sérhvert mál sé. Og það þarf að hlú að þessum málum í heild sinni, það gerist ekki nema með kynningum um málin.
vona ég að félagið Líf án eineltis muni áorka einhverju með okkar hjálp um land allt.
Til dæmis stendur Hugarafl fyrir fræðslu í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldskólum og nemendur fræddir um geðheilsu og geðsjúkdóma. Farið verður út í hver eru fyrstu einkenni geðrænna veikinda og hvert er best að leita er einkenni gera vart við sig.
Einn af þeim sem fara í skólana er notaendandi og heitir
Steindór J. Erlingsson, Vísindasagnfræðingur. alveg frábær ungur
maður.
Þetta er liður í því að uppræta fordóma og að þó að fólk sé veikt geti það lært og plummað sig í þjóðfélaginu.
Það er margt líkt með öllum þessum hópum og sérstaklega hef ég tekið eftir því að kommen sens aðferðin er mikið notuð við meðferð allra þessa hópa.
Allavega núna seinni árin.
Við hjálpum okkur sjálfum með því að hjálpa öðrum.
Knús til þín prinsessan mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2008 kl. 12:04
Góður og athygliverður pistill Milla mín, eins og þín er von og vísa
Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 13:51
Takk Sigrún mín, þetta mun nú bara vera byrjunin.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2008 kl. 15:27
Hér fyrir ofan átti að standa, knús til þín prinssan mín Katla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2008 kl. 15:28
Takk fyrir Milla að skrifa um þessi mál. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að ADHD samtökin voru stofnuð 7. apríl 1988 undir nafninu Foreldrafélag misþroska barna.
Vil minna á ADHD ráðstefnuna hér á landi 25. og 26. september.
Linkur á heimasíðu samtakanna er hér.
Heidi Strand, 5.9.2008 kl. 23:23
Þetta er þarft efni að skrifa um og aldrei of mikið talað um það að mínu mati, verst að ég skuli ekki komast á ADHD ráðstefnuna hefði haft áhuga á því, en mun fylgjast með málum á síðu og í blöðum.
Knús kveðjur Heidi mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.9.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.