Fyrir svefninn.

RADDIR BARNA MEÐ ADHD.

,, Það er ógeðslega pirrandi er fólk ekki skilur mann..ég er oft
ógeðslega pirruð.. og þá segi ég bara mömmu að ég sé pirruð..
og að hún eigi ekkert að vera að tala við mig neitt... út af því
að annars verð ég bara skömmuð...ef ég segi eitthvað...ég
kannski segi henni eitthvað sem gerðist í skólanum og hún
misskilur það, þá byrja ég bara að rífast við hana...og reyna
að fá hana til að skilja þetta.. og mér líður eins og hún skilji
mig aldrei... (þögn) en þú veist samt skilur hún alveg."


,,Að fá samverustund með mömmu sinni...og bara biðja um
að fá að kúra upp í rúmi með mömmu sinni og svo tala um
hvað var að ske um daginn og eitthvað svona,
það hjálpar oft mjög mikið... í staðinn fyrir að taka það út á
mömmu þá lagðist ég bara upp í rúm og við höfðum hljóð í
svona 10 mínútur og svo spurði mamma mig: Já hvað varstu
svo að gera í skólanum í dag? Og þá steingleymdi ég öllu þessu
vonda (sem hafði gerst í skólanum) og byrjaði bara að segja henni
frá öllu því skemmtilega og það virkaði alltaf. Ég held ég hafi hætt þessu
er ég var 12 ára eða eitthvað.( Hlátur).
"

Þörf fyrir þekkingu og skilning -- ekki fordóma.


,, Fólk, skilirðu, það veit ekkert hvað það er að segja og það bara heldur að
þú sért geðveik út af því að þú ert svona og einhverjir svona fordómar
skilurðu... Og líka bara ,, já æ hún, útaf því að hún er svo ofvirk ætla ég
aldrei að tala við hana út af því að hún gæti verið eitthvað klikkuð"
og eitthvað svona."


Lesið nú og hugsið aðeins um það að næst getur þetta gerst hjá
þínu barni. ekki láta þin engu skipta
.
                   *************************************

Ég ætlaði að segja ykkur líka frá orkunni minni, fyrst, þá fóru 500 gr. í síðustu
viku, og er ég bara ánægð með það.
En orkan, fyrir mánuði hefði ég ekki getað gert allt það sem ég gerði í gær
er ég fór á eyrina, labba  Bónus marga hringi Hagkaup marga hringi síðan
á Gerártorg það vita nú allir hvað þetta er mikið labb sem þekkja til.
ekki nóg með það ég varð að leggja bílnum í bílastæðið við listaskólann og
labba niður í kaffi Karólínu þar upp á loft, ekki allt búið enn þurfti að labba
til baka upp brekkuna að bílnum hélt ég mundi ekki hafa það af, en
ég gat það án þess að standa á öndinni í hjartslætti, Gísli ætlaði reyndar að
ná í bílinn, Huld langaði að sýna Hallgrími hundinn okkar, svo ég lét mig hafa það.
þetta er því að þakka fyrst og fremst að ég ákvað að breyta til, gerði það, léttist,
og svo öll orkan sem ég fæ úr því sem ég er að borða gerir mikið, en held
að ákveðni og góða skapið geri gæfumuninn.
                             Góða nótt.Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....Á einn 19 ára sem greindur er með athyglisbrest án ofvirkni. Þetta var oft erfitt en það sem ég gaf honum og gef honum enn er stórt og gott faðmlag og segi honum að ég elski hann reglulega. Það gefur honum mikið og hann minnir mig á knúsið reglulega ef honum finnst ég ekki hafa knúsað hann lengi. Sýndu barninu þínu ást og hlýju og hættu því ekki þó hann eða hún haldi að hann sé orðin of mikill töffari eða þú heldur að hann eða hún sé orðin of gömul fyrir slíkt. Það er ómetanlegt... G'oða nótt

hindin (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

7_5_137Gæti sagt margt hér en að þessu sinni góða nótt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt duglega, ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 7.9.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Rétt er það að ástin, faðmlagið og að bara að tala saman gerir allt fyrir bæði barnið og mömmuna.
Veit ég vel að ýmislegt er hægt að segja um þessi mál fram og aftur.
Ég er nú bara að minna á þetta þarfa verkefni í tilefni af 20 ára afmæli
ADHD samtakanna. Það mun koma meira.
Knús í daginn ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 06:58

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku Milla mín mikið er ég ánægð að þú skulir vera að minna á málefni þessara barna.....elsku sætagerpið mit er búin að glíma við ótrúlega hluti í gegnum skóla göngu sína......þegar ég tala um þessi mál á síðunni minni þá er ég að tala um hana....hún heitir þá "ég þekki dæmi" ég vil ekki nefna hana með nafni því margir í plássinu lesa síðuna mína og ég vil ekki að fólk fái ranghugmyndir........sem það er svo gjarnt að gera.

Got að heyra að orkan þín sé að aukast.

Solla Guðjóns, 8.9.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.