Náttúruhamfarir.

Hvað er eiginlega að gerast í heiminum?
Er verið að fækka mannfólkinu svo hinir geti lifað góðu lífi?
Er hægt að bjarga fleirum undan hörmungunum,
hafa menn vitneskju um sumar hörmungar, en gera lítið í því.

Það var Kína hér á dögunum, nú er það  Egyptaland.
merkilegt með það að þetta dynur mest á fátæku fólki sem
býr í ónýtum húsum sem hrynja eins og spilaborgir.

Fellibylirnir vaða um og eyðileggja eins og þeim sé borgað fyrir það ,
og þeir eru óútreiknanlegir, útsmognir og stórhættulegir.

Flóðin vaða yfir og engin getur rönd við reist, og skógareldar brenna
og brenna og erfitt reynist að hefta þá.
Einnig má tala um óeirðir og stríð um allan heim.

Allt þetta drepur og það á hinn ógeðfelldasta hátt því það bitnar mest á
þeim sem minna mega sín, sem sagt hinum almenna borgara.

Það versta er að yfirleitt koma æðstu menn þjóða þar sem hörmungarnar
gerast,fram í sjónvarpi og segjast munu bæta þetta allt, en minna verður
um efndir af þeirra hálfu. þeim er nefnilega alveg sama.

Ég gæti farið okkur nær, en læt vera með það að þessu sinni,
hef áður talað um þau mál.
                                                 Góðar stundir.

 


mbl.is Hundruð grafin undir grjóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 8.9.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Anna Guðný

Já Milla mín. Stundum er maður aveg gáttaður á því sem er að gerast í heiminu.Sem þýðir líka að ansi oft gleymum við því hvað við hörum það gott.

Hafðu það gott í dag Milla mín.

Anna Guðný , 8.9.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar ég hugsa um það á hverjum morgni hvað ég á gott,
því einstaka amstur á eigi að skipta máli.
Eigið góðan dag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 09:43

4 identicon

Það er alveg satt, við höfum það mjög gott, hér á Íslandi.

Ég held að það sé málið, þó að það sé hræðilegt að segja það, að móðir náttúra er að nota sín úrræði til að halda fólksfjöldanum í skefjum. Það er orðið allt of mikið af fólki sumsstaðar og við erum að eyðileggja jörðina undir fótum okkar. Það hræðilega í þessu er, eins og þú bendir á Milla mín, að þessar náttúruhamfarir bitna á þeim sem minnst mega sín, þar sem lífskjörin eru verst og húsakosturinn lélegur.

Eigðu góðan dag, mín kæra

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, ég er svo sammála ykkur, þetta lendir mest á þeim sem hafa það verst

Kristín Gunnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:49

6 Smámynd: Hulla Dan

Sammála þér.
Þetta gerist með reglulegu millibili að það verður einhverskona hreinsun. Ömurlegt og mér liði ekkert skár með það þó að það mundi bitna á einhverjum öðrum en þeim sem minnst meiga sín.
Bara ömurlegt.

Knús

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 10:58

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna mín takk fyrir þitt innlegg við erum á sama máli, og þetta er bara hrikalega sorglegt.

Stína mín til þín sömuleiðis

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband