Nýtt þema hjá mér. Og smá um lífstílinn
14.9.2008 | 14:57
Það eru allir að skipta um þema svo ég varð að prófa,
er ekki fullbúin á eftir að velja mér toppmynd.
Þessi litur er sá litur í litakortinu sem gefur hvað mesta hlýu
frá sér út í heimilið.
Eftir að ég málaði einn vegg í þessum lit reyndar aðeins brúnni,
þá er stofan allt önnur og ég fæ ekki leið, síður en svo.
Hér í tölvuherberginu er ég með antik grænan lit, yndislegan.
Var að undirbúa kvöldmatinn sem verður Gullach súpa, með engu kjöti
bara fullt af grænmeti, það tekur svolítinn tíma að skera niður allt
grænmetið svo gott er að vera búin að þessu, síð hana svo seinna í dag.
Gerði í stóran pott svo frysti ég í mátulegum boxum fyrir okkur, gott að
hafa til að grípa í.
En í dag eru bráðum 5 vikur síðan ég byrjaði mína lífstílsbreytingu og það
eru farin 5 kg og er ég afar ánægð með það, ég missti 2 kg í síðustu viku
mér finnst það of mikið en það bara fór, ég er ánægð ef ég missi 1/2 kg á
viku.
En mest um vert er þegar um svona breytingar er að ræða, er það sem
þú hefur hent út úr skápunum, ef þú ferð að skoða allan þann dulda
sykur sem ofan í þig lætur í öllum daglegum vörum sem þú ert að borða
og heldur að sé allt í lagi með, en það er það bara ekki.
Allar unnar kjötvörur, mjólkurvörur, pakkasúpur og sósur, niðursoðið allt
mögulegt, súrsæta sósan sem þú kaupir út í búð, já ég gæti talið endalaust
upp, en ef þið hafið áhuga á bættri heilsu þá kynnið ykkur málið.
Ég er ekki að segja að maður megi aldrei eitthvað, maður á að leifa sér
en ég segi fyrir mitt leiti ég vill frekar holt en óholt.
Knús kveðjur
Milla.
er ekki fullbúin á eftir að velja mér toppmynd.
Þessi litur er sá litur í litakortinu sem gefur hvað mesta hlýu
frá sér út í heimilið.
Eftir að ég málaði einn vegg í þessum lit reyndar aðeins brúnni,
þá er stofan allt önnur og ég fæ ekki leið, síður en svo.
Hér í tölvuherberginu er ég með antik grænan lit, yndislegan.
Var að undirbúa kvöldmatinn sem verður Gullach súpa, með engu kjöti
bara fullt af grænmeti, það tekur svolítinn tíma að skera niður allt
grænmetið svo gott er að vera búin að þessu, síð hana svo seinna í dag.
Gerði í stóran pott svo frysti ég í mátulegum boxum fyrir okkur, gott að
hafa til að grípa í.
En í dag eru bráðum 5 vikur síðan ég byrjaði mína lífstílsbreytingu og það
eru farin 5 kg og er ég afar ánægð með það, ég missti 2 kg í síðustu viku
mér finnst það of mikið en það bara fór, ég er ánægð ef ég missi 1/2 kg á
viku.
En mest um vert er þegar um svona breytingar er að ræða, er það sem
þú hefur hent út úr skápunum, ef þú ferð að skoða allan þann dulda
sykur sem ofan í þig lætur í öllum daglegum vörum sem þú ert að borða
og heldur að sé allt í lagi með, en það er það bara ekki.
Allar unnar kjötvörur, mjólkurvörur, pakkasúpur og sósur, niðursoðið allt
mögulegt, súrsæta sósan sem þú kaupir út í búð, já ég gæti talið endalaust
upp, en ef þið hafið áhuga á bættri heilsu þá kynnið ykkur málið.
Ég er ekki að segja að maður megi aldrei eitthvað, maður á að leifa sér
en ég segi fyrir mitt leiti ég vill frekar holt en óholt.
Knús kveðjur
Milla.
Athugasemdir
Flott nýja frontið en mér finnst þeir vera heldur frekir inná þitt space þessir hjá NOVA.
Svo er líka kannski í lagi að þakka hönnuðinum fyrir hve hlílegt er í kringum þig, knús kosssssssssssssss.
Milla jr (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 15:10
Elskan takk fyrir að mála hjá mér og hanna vegginn
Hvað getum við gamla settið án ykkar Ingimars og Dóru.
Ef maður ætlar að losna við auglýsingarnar hér til hliðar þá verður þú
að borga fyrir það. hef ekkert á móti þessu.
Knúsí knús
Mamma sem elskar þig.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 15:30
Ég er svo vanaföst, en þetta venst örugglega
Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:35
Til hamingju með nýja lúkkið, þetta er svo hlír litur, gott að lesa sem að þú skrifaðir Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:49
Hélt að ég væri að villast En þetta er sama góða Milla mín, alltaf gaman að breyta til flott hjá þér
Erna, 14.9.2008 kl. 16:39
Vá ég bara segi eins og Erna hélt ég væri að villast. Flott hjá þér. Heyrðu eitthvað eigum við sameiginlegt, bókaherbergið okkar er í grænum lit, veit ekki hvort ég á að kalla það antik, en dökk grænt er það og annað ég er líka að elda grænmetissúpu með engu keti kella mín. Skál í boðinu í vatni.
Ía Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:50
Æji Milla mín, ég bara verð að fá þig með mér útí búð næst þegar þú kemur í bæinn og fá þig til að kenna mér að versla svona hollt og gott, þú ert yndi mín kæra
Helga skjol, 14.9.2008 kl. 17:13
Helga mín við höfum bara samband ég skal kenna þér því ég veit þetta allt þó að ég hafi farið af brautinni í smá tíma.
knús til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 17:28
Nei hann er ekki dökkgrænn frekar fölur en samt grænn.
Dökk-skærgrænn var kallaður raising green hér á árum áður í
Bretlandi. manstu eftir fyrstu Raesing bílunum auðvitað ekki við vorum ekki einu sinni fæddar, en ég meina sko úr bómyndum, þeir voru oft svona grænir
eins og þú ert trúlega með, ég er með hann í ganginum hjá mér,
er ég fór að kaupa málninguna þá bað ég bara strákanna um Raising green málningu og fékk hana.
En við erum allavega að elda sama matinn.
Skál í vatni Ía mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 17:36
Takk Erna mín var fyrir löngu búin að fá leið á hinu þemanu.
Takk Stína mín gangi þér vel
Sigrún mín þú venst þessu, veit ekki hvort ég venst því sjálf.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 17:38
Flott hjá þér Milla mín ég er alltaf að brasa með toppmyndina mína en kem henni ekki á sinn stað.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 14.9.2008 kl. 18:33
Kærleiks kveðjur Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2008 kl. 19:34
Vá .. Flott lúkkið nýja og til hamingju með árangurinn þinn í breyttum lífstíl
ekkert smá dugleg!!!! Ha en härlig vecka vännen. Krammiz. Hindin
Hindin (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 19:58
Ásgerður mín ég kann ekkert á þetta heldur tvíburarnir mínir gera allt svona lagað þar til ég læri það, ef ég nenni.
Knús til þín
milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 20:00
Takk Langbrókin mín vina, þú ert nú eigi sem verst sjálf.
knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 20:02
Ég tel mig vera að rugla tóma þvælu með röðinni hér.
Takk Lady Vallý töff er ég það er rétt en þú ert nú Ladýin.
knús knús
Milla.
gengur ekki allt vel katla mín.
Knús knús
Milla.
Takk sömuleiðis Sigga mín.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 20:06
Til lukku með lúkkið OG ÁRANGURINN!!!!.. Verst að appelsínugulur er liturinn sem gerir mann svangan!..(MacDonalds veit af því og Hagkaup) ... en eflaust allt í lagi ef að maður borðar þá bara (appelsínugular) gulrætur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.9.2008 kl. 20:25
Hæ Milla og til lukku með nýja útlitið á síðunni, rosalega flott. Mér var sagt frá frábæri síðu í gær www.cafesigrun.com rosalega mikið af hollum og góðum réttum þar. Sem ég ætla að prófa þar sem ég má ekki borða neina fitu og alls ekki sykur.
Kærleiks kveðjur Vibba
Vilborg Auðuns, 14.9.2008 kl. 21:03
Þú drepur mig Jóhanna ertu búin að ná heilsu, það heyrist
Sigga mín nú er það eitthvað merkilegt framundan kannski ekki svo nýtt fyrir mig, en fyrir þá sem ég ætla að kenna er það allavega nýr blær.
takk fyrir að koma með þetta um litinn, beið eftir því að einhver mundi koma með skot um þetta. kynstöðin er jú heitasta stöð líkamans.
Þú veist að maður getur skapað bæði með höndunum og andanum, ég ætla að gera hvorttveggja.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 21:06
Vibba mí þér er óhætt að prófa þar þetta er sú besta síða sem ég hef séð lengi.
takk fyrir komplimenntið.
knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.