Fyrir svefninn.

Vitið hvað er mest um vert er maður hefur sig í að
byrja nýjan lífsstíl?
Fyrst og fremst að maður sé tilbúin til þess, síðan að
vera meðvitaður um það sem maður er að gera, fylgist
með hvað maður lætur ofan í sig og hvað er í því sem maður
borðar.
Það sem mér fannst skemmtilegast var hvað þetta reyndist
vera gaman stúdera fræðibækur um mat og gildi hans, huga
að kryddum og hver voru best fyrir mann, baka sjálfur sín eigin
brauð og vinna hellst allt frá grunni sjálfur, með því að gera það
veistu hvað er í matnum og hvað hann er gamall í raun og veru.

Skipulagning er að sjálfsögðu nauðsynleg í öllu sem við gerum,
já sumir eru nú ekki hrifnir af, er maður byrjar á tali um það.
En að skrifa niður það sem þið borðið, bara gaman.
halda öllu þema sem þið setjið ykkur, bráðnauðsynlegt.
Ef maður heldur sér ekki við sett mark, þá hrinur allt.
Þá verður maður svo svekktur og jafnvel gefur skít í allt.

Nei nei bara að nota góða skapið og fólk breytist smá saman
yfir í það þema sem er nauðsynlegt til að ná árangri sem varir
um alla framtíð, því lífstílsbreyting er eilíf.

                   Þetta skal ég segja þér
                   sama á hverju gengur
                   allt sem lífið í þér sér
                   kallast góður fengur.

Vini marga á ég hér
sem hef ei augum litið.
Við stöndum ekki ein og sér
saman gjöldum, greiðvikið.

                                  Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín og vonandi smakkaðist súpan vel

Erna, 14.9.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ester allan sólarhringin nema mig dreymir ekki um hann, en smá saman
hættir maður að hugsa í öðrum stíl það er bara ekki inn eins og ég segi stundum.
Takk fyrir innlitið og góða nótt.

Erna mín knús kveðjur og góða nótt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín gleymdi að tala um súpuna hún var æði að vanda, stútfull að grænmeti og chilli og hvítlaukurinn allsráðandi, bara gómsætt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég rataði þó allavega hér inn fyrir svefninn.  Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Hulla Dan

Og nú ættiru ad sofa rótt

Hulla Dan, 15.9.2008 kl. 01:21

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóðurnar mínar, vitið þið hvað þær eru flottar'
skjóðurnar mínar, þær eru svartar, gulllitaðar, silfur, silki, og leður með pallíettum, perlum og glingri sem glittir á.

Knús knús í daginn.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.