Á þá að skammta matinn með ausu á tindisk?

Fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum vill að komið verði upp
lokuðum flóttamannabúðum eða flóttamenn verði settir í gæsluvarðhald á meðan mál þeirra séu skoðuð.  Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis komst að svipaðri niðurstöðu í áliti sínu um breytingar á útlendingalögum í vor.


Ekki ætla ég að deila á þá sem vilja koma upp lokuðum
flóttamannabúðum, þekki ekki þetta fólk og veit ekki
hvernig það hugsar.
Finnst það samt svolítið skondið þar sem við höfum löngum
sett út á aðfarir annarra landa í þessum málum, þar sem er
verið að loka fólk inn í búðum, en þær eru jú reyndar mismunandi
.

Fimm útlendingar, frá Pakistan, Erítreu, Angóla, Kína og Indlandi sitja nú í fangelsi í Keflavík eftir að hafa verið teknir með fölsuð vegabréf á leið sinni til Kanada. Refsing við slíku er vanalega um 30 til 40 daga fangelsi. Óski útlendingar hinsvegar eftir hæli við handtökuna er þeim sleppt lausum og þeir fá að dvelja í Njarðvík í umsjá Félagsþjónustu Reykjanesbæjar.

Vandamál það sem upp er komið í sambandi við aðgerðir lögreglu
þar sem þeir uppskáru þessi ólöglegu vegabréf, peninga og eitthvað
fleira á að leysa við komu hælisleitenda til landsins.
Það á að senda þá strax til baka ef upp kemst um misferli á
einhvern hátt. það á ekki að búa til vandamál fyrirfram.
og allir eiga heimtingu á virðingu og umhugsun, það er ef við
leyfum þeim inn í landið að fara.

Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjórans, segir að vissulega geti það verið neyðarréttur og hluti þess að vera flóttamaður að ferðast um með fölsuð vegabréf. Svona mál séu alltaf erfið þar sem margir eigi afar bágt. Svo séu líka dæmi um annað. Hér hafi dvalið franskur ríkisborgari í talsverðan tíma á meðan mál hans voru til meðferðar í kerfinu og maður sem var eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi sömuleiðis. Lögregla og íbúar í bæjarfélaginu hafi áhyggjur af því  þegar slíkir menn gangi lausir  bænum.

Að sjálfsögðu eru þessi mál viðkvæm.
En góðu menn ef eftirlýstur morðingi eða annar slæmur glæpamaður
sem er eftirlýstur af lögreglu um mestallan heim kemst hér inn í landið
þá er nú eitthvað að löggæslu þessa lands, já ég veit að það vantar fólk,
en við leysum þennan vanda aldrei með manneklu eða peningaskorti.
Ég held að menn ættu að tala minna og koma með lausnir.


mbl.is Vilja flóttamenn í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þeim er haldið uppi af félagsmálastofunun Reykjanesbæjar, en eigi veit ég hvort þeir fái einhvern ríkisstyrk, minnir samt ekki.
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er þannig hér að þetta blessaða fólk er haft í flóttamannabúðum í fjölda ára, þetta er bara fangelsi og er búið að gera margar manneskjurnar geðveikar, mér fynnst þetta ekki forsvaranlegt eins og þetta er hér, fólk hefur verið í þessum flóttamannabúðum  í alt upp í 9 ár

Kristín Gunnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Málið er að við hefðum aldrei átt að ganga í Sengen, eftir við gengum í það sá allskonar ólýður sér fært að koma til landsins og felast hér. En ég veit að innan um er fólk sem er yndislegt og kemur hingað til að hefja betra líf. En ég er alveg samála ráðamönnum þjóðarinnar það verður að koma böndum á þetta og hafa þessi mál undir kontról.

Knús til þín Milla mín

kveðja Vibba

Vilborg Auðuns, 17.9.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þetta innlegg frá þér Stína mín, ekki er Dannmörk versta landið hvað þetta varðar.
Knús kveðjur.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vibba mín það er það sem ég vill líka, en það þarf að gera þetta á siðferðislegan hátt. Í mínum pistli er ég að tala um hælisleitendur.

Aftur á móti með þá sem koma hingað á atvinnuleyfi, ílengjast, giftast hér og stofna heimili er yfirleitt allt gott með, þó eru undantekningar.

Síðan eru það farandverkamennirnir sem eru af ýmsum toga þeir koma og fara.

það er hægt að setja á fót betra eftirlit með því hvort menn eru glæpamenn eða bara allt í lagi.

Það hlýtur að vera hægt að afgreiða hælisleitendur miklu fyrr en gert er
veit ekki eftir hverju er verið að bíða.

Hvernig hefur þú það annars snúllan mín.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 12:20

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lady Vallý, það er ekkert skrýtið, ég skil það vel og eins og ég er að tala um það þarf að breyta þessu, en ekki með því að opna fangabúðir.
það er engin lausn.
Knús til þín Lady mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 12:24

7 Smámynd: Vilborg Auðuns

Ég er öll að hressast........ erfiðast er að breyta matarræðinu, sérstakleg þá meina ég að finna góðar uppskriftir sem sonur minn vill líka borða. Börn vilja ekki grasafæði. Allar breytingar taka tíma

Knús. Vibba

Vilborg Auðuns, 17.9.2008 kl. 13:03

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vibba mín þú þarft ekkert að borða bara gras, þú mátt borða fisk,
kjúkling, og bara allt magurt kjöt bara lítið því það er svo þungt í maga,
en fisk og kjúkling máttu borða að vild.
Ég lenti í þessu fyrir mörgum árum og var skorin í keflavík, eftir að búið var að taka mína 83 gallsteina gat ég bara borðað allt sem hugurinn girntist.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 13:19

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú Auður mín auðvitað eru þeir rasistar að haga sér svona.
Ég er einmitt að tala um að gera þetta af skynsemi og með sóma.
Við eigum að leysa þetta fljótt og vel vegna þess að við ráðum ekki við það lengur að fólk flytji inn í okkar kæra land, en við ráðum hverjir koma sem hælisleitendur, og alla á að skoða vel.

Ég tel að hroki og rasismi í fólki sé minnimáttarkeng, vankunnátta og hræðsla og það þarf að kenna okkur öllum að það sé í lagi að kynnast og breyta út af vananum, veit ég vel að það mun verða erfitt að kenna annarra trúar fólki að okkar trú sé jafn rétthá.

Segja þér sanna sögu sem gerðist í sumar. Frænka mín var að fara að gifta sig Múslima frá Marokkó, hans fólk kom foreldrar og systur, yndislegt fólk.
Giftingin var algjörlega upp á Íslenska vísu, pabbi hans sat með honum upp við altarið, móðir hans og tvær af systrunum sátu með Mágkonu minni eins og vera bar, en ein systirin kom ekki og sagði bróðir minn að það væri vegna þess að maðurinn hennar hefði bannað henni að fara í kirkjuna.
Hinar systurnar voru ógiftar þau tóku þátt í öllu sem gert var og höfðu bara gaman að og þau dönsuðu fyrir okkur sína þjóðdansa og hvöttu alla til að taka þátt. þær voru allar klæddar í þá yndislegustu síðkufla sem ég hef séð
þvílíkt bróderi og steinar og skórnir mamma mín og skartgripir.

Þessi fjölskylda er afar víðsýn brúðguminn var búin að vinna á vegum barnahjálpar sameinuðu þjóðanna út um allt jafnframt því að vera í lögfræðinámi. Enn ég er nú bara að segja þetta til að segja að það er hægt að breyta þessu, en varla verður það í minni tíð.

Guð hjálpi fólki til að vera gott við hvort annað.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 13:55

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þessi var nú góður
Auður mín við erum hvorki þú eða ég að predika, það heitir að segja sína skoðun
skal ég bara segja þér og ég ætla hreint að biðja þig að hætta því ekki.

En annars ef þú lest söguna eins og ég segi svo oft þá byrjuðu trúaróeirðir á dögum Krists og eru búnar að halda síðan.
Mér finnst nú eiginlega komin tími til að uppræta þennan misskilning í fólki að það sé ekki bara í lagi að vera vinir þó að maður sé eins og maður sjálfur.
En eins og ég sagði áðan þá verður það ekki í minni tíð, en það má byrja.

Bæta aðeins við brúðkaupið. Brúðguminn sem ég hafði oft hitt kom til mín og spurði mig hvað mér finnist um klæðnað og annað í fari fólksins hans.
Ég sagði að mér finnist fötin þeirra kvenna yndislega fögur og fólkið hans afar indælt og gott. hann tók utan um mig og sagði takk Milla frænka,
en þá sagði ég Kasam en hvernig líkar þér við fötin mín og okkur hann horfði á mig og hló síðan og ég fékk einn knús í viðbót, þið eruð smart og yndisleg.
Honum var mikið í mun að okkur líkaði við fólkið hans, eðlilega.

Auður mín mundu að við sem erum í þessum venjulega hóp erum aldrei að predika, við erum vinir og megum segja það sem okkur finnst.

Ég er heldur ekki alveg ókunnug þessu sem þú ert að tala um, bara vill breyta þessu.það gerist með börnunum okkar.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.