Fyrir svefninn.
17.9.2008 | 20:26
Teitur og Sigga. Árið 1404
Þegar svarti dauði kom í Ólafsfjörð voru þar smalar tveir,
sem hétu Teitur og Sigga.
Það var einn morgun snemma, að þau voru að smala uppi
í fjöllum. Sýndist þeim þá ókennilega þoku leggja inn allan
Ólafsfjörð og réðu það af að halda ekki ofan til byggða fyrri
en þokunni létti af. Þoka þessi hélst mjög lengi og héldust
þau alla þá stund við á fjöllum uppi.
En er þokunni létti af, héldu þau til byggða.
Var þá allt fólkið í firðinum dáið.
Er Ólafsfjörður fór að byggjast aftur, var stundum ágreiningur
um jarðir og landamerki. var þá jafnan leitað vitnisburðar hjá
þeim teiti og Siggu.
Er hér sprottinn málshátturinn: Þá kemur til Teits og Siggu.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
Hér logar Maríuljós á þúfu. Árið 1404
Á bæ einum var það kvöld eitt seint, að bóndi þóttist viss um
að svartidauði væri aðeins ókominn.
Tendrar hann þá þrjú kertaljós og setur út í náttmyrkrið.
Síðan heyrir hannað sagt er: Skal hér heim?--- Nei, hér logar
Maríuljós á þúfu. Á þennan bæ kom svartidauði ekki.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
Tíu ára gömul stúlka, sem setið hafði og horft á svonefndar
hringborðsumræður kvöldið fyrir síðustu Alþingiskosningar
orti um það bil er umræðunum lauk:
Og grátbólgnir karlar kalla
" kjósið þið mig.
Því ég geri allt fyrir alla
og allt fyrir þig."
Og kynni nú einhver að segja að bragð sé að þá barnið finni.
Athugasemdir
Sé þau fyrir mér ein upp á fjöllum, bíðandi eftir að þokunni létti. Mikil hefur angistin verið þegar heim kom. Góða nótt Milla mín
Erna, 17.9.2008 kl. 21:27
Góða nótt mín kæra Milla
Helga skjol, 17.9.2008 kl. 21:38
LAG AF RYKI VERNDAR VIÐINN UNDIR ÞVÍ...
LAG AF RYKI VERNDAR VIÐINN UNDIR ÞVÍ...
ÉG VAR VÖN AÐ EYÐA MINNST 8. TÍMUM HVERJA HELGI TIL ÞESS VERA VISS UM
Manstu þegar við töluðum um að húsin okkar framleiddu ryk???
Eigum við ekki bara gera gott úr þessu og hafa það svona?? Kv Hindin
LAG AF RYKI VERNDAR VIÐINN UNDIR ÞVÍ...:
Hindin (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:21
Jesús minn !! Þetta átti nú ekki að koma svona með myndum og öllu... Var búin að gera þetta agalega fínt og með litlum stöfum. En vonandi hefur þú gaman af þessu kv Hindin
hindin (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:24
OG TVISVAR Í ÞOKKABÓT!!!!! THÍ HÍ
hindin (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:26
Kærar kveðjur og góða nótt til þín
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:54
Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 23:23
Góðan daginn Milla mín, altaf gaman að lesa kvöld eða morgunsöguna þína
Kristín Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 07:49
Góðan daginn snúðar og snældur, ja hérna þetta er nú alveg frábært komment Hindin mín og ekki eru myndirnar síðri, veistu er bara alveg sammála þér og þetta á svo vel við það hvernig ég var, en ekki lengur.

Hingað kemur fólk bæði lítið og stórt á hverjum degi og er mér nú nokk sama um
hvernig umhorfs er, ekki að ég sé að drukkna í skýt en það er ekki alltaf verið að laga til.
Takk ljúfust þú ert æði.
Milla
Takk fyrir innlitin kæru bloggvinir vona að sem flestir lesi þetta komment frá Hindinni minni.
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.