Held áfram að vera leiðinleg, að sumra mati.
18.9.2008 | 08:21
það er eins og ég kom inn á í gær, þetta eru manneskjur,
og það þarf að flýta afgreiðslu þeirra sem fyrst.
Ég er nú í algjöru losti eftir að vera búin að sjá myndband
það sem með þessari frétt fylgir.
Sóðaskapurinn er þarna í hávegum hafður, segir sig sjálft
það eru engar reglur,
hvernig væri að þessu yrði snúið við, já snúið við með smá
leiðbeiningum, aðhlynningu í bland við kærleikann.
Yfirleitt er þetta fólk bara að reyna að halda lífi, á engan að
og vantar eitthvað annað en fordóma.
Málið snýr þannig að mér, að eftir að búið er að koma fólkinu
inn í þessi hús er fólki alveg sama hvernig allt veltur,
bara ef það veit sem minnst af því, þetta er nú að mínu
mati staðreynd.
Veit ég vel að flóttamannabúðir erlendis eru hræðilegar, en
höfum við ekki ævilega sett út á þær aðstæður og framkomu
sem erlendis er viðhöfð við hælisleitendur?
Það höfum við gert stórum, þess vegna ættum við að hafa
þetta eitthvað betra hér hjá okkur.
Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsþjónustunnar segist
ekki verða mikið vör við slíka gagnrýni en heimilismenn beri ábyrgð
á umgengni að mestu leyti sjálfir. Hún segir að mennirnir fái
strætókort og sundkort frá bænum og reynt sé að gera dvöl þeirra
bærilega. Það væri þó æskilegt að einhverjir þeirra hefðu tímabundin
atvinnuleyfi meðan þeir væru að bíða.
Vel mælt hjá Hjördísi, auðvitað væri betra að menn hefðu vinnu á
meðan þeir væru að bíða, en biðin yrði ósköp stutt ef að lausn finnist
á þeirra málum. Þætti nú gaman að vita hvað margir klukkutímar færu
í það á dag að sinna málum þessa fólks.
held bara að það sé ekkert verið að gera í þessu.
Til hvers er þá verið að hleypa þeim inn í landið?
Nú stóra málið að mínu mati eru fordómar á báða bóga, þeir eru ekki
síst frá þeirra hendi og af hverju eru fordómar, jú af vanþekkingu og
hræðslu við við hið óþekkta.
Það þarf að vinna vel í þeim málum bæði með okkur og þeim sem koma
inn í okkar land, það þarf að kenna fólki að,
ÞAÐ ER Í LAGI AÐ VERA ÖÐRUVÍSI
Hælisleitandi kostar 6500 á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auður mín ég veit að þú ert ekki rasisti, reyndar finnst mér þetta ljótt orð.
veit að þú hefur reynslu af þessu.
En er nú eiginlega ekki sammála því að aðbúnaðurinn eigi ekki að vera góður
Ekki að hann eigi að vera lúxus en allavega þannig að þú fáir ekki á tilfinninguna að pöddurnar og mýsnar skríði um allt.
Ég segi en og aftur finnst við erum að hleypa þessu fólki inn í landið
þá skulum við gera það með sóma.
Það er nefnilega hægt að senda það tilbaka, þó að ég sé ekki hlynnt því.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 08:57
Ég tek undir hér með Auði. Það er ekki alltaf affarasælast að vera aumingjagóður. Ég hef ekki góða reynslu af innflytjendum sem komu inn í Tékkland í þúsundavís. Við vorum svo ,,græn" gagnvart þessu fólki og reyndum allt til að gera þeim lífið auðveldara og mannneskjulegra.
Ég get sagt þér margar ófagrar sögur en læt það ógert hér. Í dag dettur okkur ekki til hugar að hjálpa þessu fólki. Því miður er þetta staðreynd.
Ía Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 09:00
Af hverju er fólkið svona eitthvað öðruvísi? Þarf ekki að hjálpa þessu fólki að farnast vel í öðrum löndum, kunna þau þá eitthvað annað en að vera það sem þau eru? Og frá hvaða löndum erum við að tala um?
En stelpur ég er ætíð að segja að við eigum ekki að taka á móti fólki sem við erum ekki tilbúin að taka á móti, svo auðvelt er það.
Ef ríkisstjórnin ákveður að taka á móti hvort sem það eru hælisleitendur,
flóttafólk eða þeir sem koma hér til vinnu og vilja ílengjast, þá gerum við það með sóma. Við getum ekki tekið á móti fólki sem einhverjum þurfalingum ef við ákveðum að taka á móti þeim.
Allar þjóðir hafa sína galla, en við þurfum að læra að bera virðingu fyrir hvort öðru.
Ég er eigi að tala um ólánsfólk eða harða glæpamenn, en gefum hvort öðru tækifæri.
Við höfum allar vondar sögur að segja um okkar reynslu í lífinu hvort sem það er vegna Íslendinga eða erlends fólks.
Mín versta reynsla er vegna Íslendings, þær eru til verri en mín en mín var samt afar slæm.
Knús til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 10:20
Góð færsla Milla mín. "flóttamenn" og "innflytjendur" eru gjörólíkir hópar og við eigum að sjá sóma okkar í að afgreiða mál flóttamanna fljótt og með sóma.
Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 10:33
Takk fyrir þitt innlegg Sigrún mín
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 11:19
Auður mín ekki ætla ég að svara fyrir Sigrúnu, en trúlega er hún að meina að það sé munur á þeim sem við bjóðum landsvist og hælisleitendum.
Það skiptir nú engu máli hvað honum finnst um aðbúnað sinn þessum manni
sem viðtalið var haft við, málið er eigi það hvað hverjum og einum finnst
Heldur hvernig við tökum á því.
Við eigum ekki að taka við hælisleitendum nema við séum tilbúin til þess.
Mín skoðun er sú að flestu þessu fólki finnist ekkert gaman að vera á bótum hafa enga vinnu og láta líta niður á sig.
Tek það enn og aftur fram að ég er eigi að tala um þá sem eru glæpamenn,
En það að vera með falsað vega bréf er kannski leið sem flóttamenn þurfa að nota, að sögn lögreglunar í kef.
Það eru nú svo margir sem lifa á okkur og eru útigangsmenn og hælisleitendur, okkur ekki dýrasta fólkið.
Það eru sko ráðherrar og þingmenn sem eru ekki alls ekki að vinna vinnuna sína, það veit nú alþjóð að er satt.
Hallgerður mín þú segir: við lestur annarra hatursbloggara sér maður að oft bylur hæðst í tómum tunnum. Er ég hatursbloggari? og þar af leiðandi tóm tunna? Þú ert nefnilega að lesa bloggið mitt þess vegna liggur fyrir að ég álýti það.
Eitt en mitt álit er það að húsnæði það sem um ræðir í Njarðvík er ekki hundum bjóðandi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 12:27
Hæ Milla mín, komdu í heimsókn! www.blekpennar.com Við Auður höfum upplifað að sjá þetta með eigin augum á Englandi. Þessvegna erum við sammála með að svona getur þetta ekki gengið á Íslandi. Má bara ekki verða!
Knúzáðig!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 12:46
Ég er öryrki sjálf og lifi eiginlega ekki á mínum launum.
er með 152.000. eftir skatta.
Það er afar mikil skömm að því hvernig komið er fram við þá sem eru
svokallaðir útigangs menn, hreynasta skömm.
það er svo merkilegt Langbrókin mín að yðulega hef ég ritað um þessi og önnur mál sem lúta að þeim sem minna mega sín og maður fær varla komment á það, hreynlega vegna þess að fólk hefur ekki áhuga eða er í afneitun og vill ekki vita af því sem er óþægilegt í þeirra eyrum.
Jæja er að fara niður í Setrið að undirbúa smá föndur sem á að vera á þriðjudaginn. þið viti Setrið er geðræktarfélag, og aldrei hef ég verið í því að liðsinna yndislegra fólki og er ég nú búin að kenna í mörg ár.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 12:59
Auður, þetta er svo nákvæmlega rétt sem þú ert að segja. Við erum búin að reka okkur á nákvæmlega sömu hlutina hér. Vona að þinn maður hafi nú fengið vinnu við sitt hæfi. Þú ert hetjan mín!
Knúz á línuna.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 15:07
Brynja skordal, 18.9.2008 kl. 15:35
Ég er bara mikið sammála henni Auði
Erna, 18.9.2008 kl. 15:55
Ætli endi ekki bara með að við "makaskiptum" (á húsnæði) í fríunum okkar. Er voða treg að lána kallinn sko!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 16:12
Sigga er það ekki .að sem ég er að segja tökum ekki á móti þeim nema við séum tilbúin til þess. það mundi spara heilmikið.
Svo er ég svo sem ekkert dugleg mér finnst bara vanta virðingu fyrir hvort öðru í landinu yfirleitt.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 16:17
Úbs. ég lagði mig eftir hádegið, er bara alveg að drepast í skrokknum eftir erfiða vinnutörn síðustu daga, svo ég var ekki búin að kíkja hér inn.
Án þess að ég ætli að blanda mér í deilur (sem mér finnst allajafna leiðinlegt) þá er svar mitt til Auðar (sem ég get verið sammála að mörgu leiti!) svona;
Hvort varst þú "innflytjandi" eða "hælisleitandi" í Bretlandi á sínum tíma?
Það er að sjálfsögðu misjafnt fé í báðum þessum hópum eins og hjá mannkyninu almennt en það gilda alþjóðlegar reglur um "hælisleitendur" og allar þjóðir ættu að sjá sóma sinn í að afgreiða þeirra mál fljótt og vel.
Sjálf bjó ég í Englandi í 5 ár á 8. áratug síðustu aldar, var gift Englending og varð mjög vör við "innflytjenda" vandamál þeirra tíma í Bretlandi. En Bretar voru þá og eru kannski enn að uppskera "Herraþjóðar" nýlendustefnu sína og átti það að sjálfsögðu við um Frakkland líka.
Læt þetta duga í bili og segi "peace". Skrifaði líka færslu inn á sama link og Milla mín, og fékk alveg skínandi viðbrögð.
Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 16:26
Auður mín gleymdi að taka fram að 152 er með húsaleigubótum sem eru rúm 13.000. Við gætum örugglega skipts á mörgum sögum um það hvernig við börðumst við að verða ekki öryrkjar, gerum það seinna.
Knús knús Milla
**********************************************
Hér hafa farið fram einhliða umræður á þeim grunni að engin hefur skilið rétt það sem ég er að segja.
Ég hef ekki neitt á móti því að fá fólk af erlendu bergi inn í landið.
Ég vill lög um þessi mál og ég vill að þau verði afgreidd uppi í flugstöð, ekki að fólki sé hleypt inn í landið nema að það geti gert grein fyrir sér.
Það á ekki að halda fólki í einhverjum búðum í allt upp í 3 ár.
Það skiptir engu máli þó að við höfum það slakt, við fáum þetta fólk inn hvort sem er.
Hvernig er það í öðrum löndum eru engir á götunni þar, jú en samt er tekið á móti flóttafólki og er það ekki til sóma víðast hvar.
Hverjum er það að kenna að við þurfalingarnir eins og stór maður sagði einhverju-sinni í viðtali, erum ekki með mannsæmandi laun?
Það er ríkisstjórninni að kenna sem við borgum launin.
Brynja mín knús til þín
Milla.
Erna mín ertu ekki líka sammála mér?
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 16:35
Sigrún mín takk og ég kom inn á hjá þér og sagði að það væri víst ekki sama hvernig maður talaði um þessi mál.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 17:18
Sæl Auður, hvaða spurningu, þú ert með nokkrar.
Er það munurinn á "hælisleitanda" og "innflytjanda"? Mikill munur að mínu mati. Sjálf tel ég mig hafa verið "innflytjanda" í Bretlandi, þótt ég hafi strax við giftingu fengið þar öll bresk réttindi. Minn fyrrverandi var ekki eins "heppinn" þegar við fluttum hingað til lands, þótt hann væri kvæntur mér. Hann þurfti að sækja um landvistarleyfi árlega, þar til hann fékk ríkisborgararétt og vinnuveitandi hans þurfti að sækja um atvinnuleyfi fyrir hann. Hann var þó alltaf "innflytjandi" og útlendingur þótt hann fengi ríkisborgararéttinn. Þannig að þarna vorum við Íslendingar með strangari reglur en Bretar.
Bróðir minn hefur búið í Ástralíu í 28 ár og er giftur Ástralskri konu, hann lýtur á sig sem "innflytjanda" og konan hans talar um sig sem annarrar kynslóðar "innflytjanda", en foreldrar hennar fluttu til Ástralíu frá Skotlandi áður en hún fæddist.
"Hælisleitendur", sækja um inngöngu á öðrum forsemdum. Flestir gera það vegna þess að þeir hafa verið ofsóttir í sínu heimalandi, vegna t.d. pólitískra eða trúarlegra skoðana og þá af þarlendum stjórnvöldum og um á gilda eins og ég sagði alþjóðlegar reglur.
Eflaust eru einhverjir "hælisleitendur" hér og annars staðar á röngum forsemdum.............en þá er bara að ganga úr skugga um það, eins fljótt og skilmerkilega og það er hægt.
Nóg í bili, takk fyrir afnot af síðunni þinni Milla mín og bestu kveðjur Auður
Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 17:20
Já þetta eru milar umræður :) Mér finst auðvitað að við eigum fyrst að hugsa um okkar eigið fólk hér á Íslandi svo það geti nú lifað ´nokkuð sómasamlegu lífi verð ég að segja........Ef við höfum svo mikið auka fjármagn hér á Íslandi , hví er það þá ekki notað til að hjálpa Íslendingum ?? Ríkisstjórnin tekur þessa ákvörðun með flóttafólk (enda þau líklega á nokkuð góðum launum og með einhverja bittlinga).........en eins og staðan er í dag í okkar þjóðfélagi , þá spyr ég mig alveg að því hvort að ríkið hafi hreinlega efni á að vera að taka á móti flóttamönnum ?? Og bjóða því fólki þá uppá sómasamlegt líf ? Knús á þig Milla
Erna Friðriksdóttir, 18.9.2008 kl. 18:27
Ekkert að þakka Sigrún og Auður,
Knús knús
Milla.
Erna mín við höfum efni á öllu sem við viljum,, erum ekki einu sinni spurð hvort við höfum efni á að kosta ríkisstjórnina í allt sem henni dettur í hug
það var heldur ekki hugsað um okkar fólk er við eftir stríð tókum á móti fullt að bæði hælisleitendum og þeim sem komu hér til að vinna, þá voru nefnilega líka til útigangsmenn.
Knús knús Erna mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 19:17
Góða nótt stelpur mínar og takk fyrir hitadag mikinn.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 21:01
Stelpurnar mínar. Ekki get ég fullþakkað ykkur fyrir að hafa fengið að fylgjast með ykkur ræða þessi viðkvæmu mál án upphrópana og hatursfullra fordóma. Þessi málefni innflytjenda eru ekki eins svarthvít eins og þau sýnast vera í augum þeirra sem benda á góða menn og vonda. Allar hraðar breytingar á innviðum samfélags eru varasamar ef ekki stórhættulegar. Að læra af reynslunni er góð og gild regla á sjálfu sér. En stundum er dýrara að læra af eigin reynslu en reynslu annara og varla afsakanlegt þegar skýr dæmi um slæma reynslu annara eru tiltæk.
Það er ósköp tilgangslítið að segja ljóninu að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. En afar oft sýnist mér sú kenning vera uppistaðan í málflutningi þeirra sem ganga af göflunum ef óskað er eftir skýrum reglum um búsetu og innstreymi fólks af erlendum uppruna.
Og aftur: Kærar þakkir!
Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 00:12
Þakka þér fyrir að láta heyra í þér,Þú mælir af visku að vanda.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.