Fyrir svefninn.
19.9.2008 | 20:39
Ég fór niður í bæ með Dóru minni, eftir að Gísli minn var
búin að sækja þær fram í Lauga.
Englarnir mínir fóru strax í litun og klippingu, en Dóra mín
þurfti að fara í kaskó, húsasmiðjuna, blómabúðina, tákn
sem er sportvörubúðin, þið vitið nú alveg hvað það tekur
langan tíma að stoppa, spjalla og versla er maður kemur
í kaupstað. Nú við enduðum svo á því að sækja englana,
þær eru æðislega fínar með tvílitt hár.
Fórum heim höfðum okkur til, vorum nefnilega boðin í fiskiveislu
til Millu og Ingimars, en Ingimar minn eldaði og það er aldrei neitt
slor á boðstólnum hjá honum.
Ég fékk að sjálfsögðu þorsk, borða ekki ýsu.
Englarnir urðu eftir svo ég er að flýta mér í tölvunni áður en þær
koma heim, verða nefnilega hjá ömmu og afa um helgina.
Ég leifi þeim alveg að vera í tölvunni eins og þær vilja því þær
ná ekki öllum síðum sem þær vilja fara inn á heima hjá sér á Laugum.
Smá grín úr Íslenskri fyndni.
Á rauðsokkafundi á Hótel Sögu lauk ein kona ræðu sinni
með þessum orðum:
,, Svo lengi sem við konur höldum áfram að vera ósammála
í réttlætisbaráttu okkar, mun maðurinn halda sérréttindum
sínum og vera ofaná."
Sex ára gamall snáði, sem hafði aðeins kynnst því að farið
væri til kirkju á jólunum, spurði pabba sinn á jóladag:
" Pabbi hvar geyma þeir prestinn til næstu jóla?"
Maður nokkur fór með konu sína til læknisskoðun.
Að henni lokinni sagði læknirinn: Í hreinskilni sagt þá
líst mér ekkert á konuna þína."
" Ekki mér heldur sagði eiginmaðurinn,
" en hún er góð við börnin."
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 22:47
Góða helgi, dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:21
Góða nótt - flottir brandarar
Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:35
Milla mín frábæra Góða nótt
Erna, 20.9.2008 kl. 01:17
Knús á þig elsku Milla mín
Helga skjol, 20.9.2008 kl. 07:49
Snilld
Hulla Dan, 20.9.2008 kl. 10:09
Góðan daginn er hann ekki yndislegur?
Knús knús til ykkar allra
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.