Sannleikurinn um líf fólks.

Verð eiginlega alltaf meira og meira undrandi.
Það leita að manni hugsanir eftir samtöl við fólk,
Um hvað? Jú það er um svo margt,
til dæmis samskipti manna yfirhöfuð.
Við sem köllumst með þroska út úr lífsins skóla,
höfum eiginlega öll sömu sögu að segja.
okkur er sýndur dónaskapur, vanvirðing, yfirráð og
bara nefnið það.

Börnin , ættingjarnir, vinirnir og ekki vinirnir fyrtast.

Yfirlýsingar:

Ástæður tilteknar, vegna samskiptaslita.

Vegna þess að þú ert vond manneskja.
Vegna þess að þú villt eigi lifa eftir mínu höfði.
Vegna þess að ekki er hægt að passa er þeim hentar.
Vegna þess að sumum er boðið í mat ekki hinum.
Vegna þess að þú gerir eitthvað sem þeim ekki líkar.
Vegna þess að þú lokar fyrir peningaveskið.
Vegna þess að þú heldur að aðrir fái meira en þú ef um
arf er að ræða.

Svona væri hægt að telja endalaust upp atriði sem ég hef
heyrt frá fólki og hvað eigum við að kalla þetta?
Jú frekju og afbrýðisemi á afar háu stigi.

Hver gefur fólki leifi til að ákveða hvernig þú átt að lifa lífinu?
Engin, og ég segi hiklaust við það fólk sem mér líkar vel við,
hunsið þetta og lifið ykkar lífi að vild.

Nú um stundir eru að gerast vonandi stórir hlutir, stofnað
hefur verið félag, Líf án eineltis,
ADHA félagið er 20 ára um þessar mundir.
Hugarafl  er á fullu að kynna í skólum að það að vera með
geðröskun, er ekki hættulegt öðrum, eins og svo margir halda.


Á meðan allt þetta góða er að gerast þá fjandask fólk út í annað
fólk fjölskyldu og vini og ekkert er þeim heilagt.
Held að gerendur í þannig málum ætti að vakna til lífsins og bæta
sína hegðun, og nota orkuna sína til betri verka.


Þetta á við um flest fólk það vilja bara svo fáir hætta að vera meðvirkir
í vitleysunni
.

Knúsí dull í daginn
Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Já það væri betra að hver bara einbeitti sér að sjálfum sér og sinni hamingju í stað þess að horfa sífellt yfir garðinn og agnúast og öfundast í garð nágrannans. 

Hver er sinnar gæfu smiður og ég smíða mína gæfu algjörlega og nenni nú ekki að vera að öfundast yfir hvort aðrir hafi það betra eða ekki.  Er bara sátt við mitt - nú ef ég er ekki sátt þá breytir því enginn nema ég sjálf.

Dísa Dóra, 20.9.2008 kl. 13:44

2 identicon

Elsku Milla mín hvar fékkstu allar þessar setningar? Ég kannast nú við sumar en ég held að þetta séu oft lexía fyrir okkur um það hvort við náum að stjórna okkar eigin lífi sem sagt látum ekki ráðskast með okkur vegna þess að einhver sagði að við ættum frekar að gera þetta svona en ekki hinsegin. Þetta er sennilega lærdómur í því að standa með sjálfum sér á móti fjöldanum ef þarf og láta skoðanir annarra ekki hafa áhrif á sig. Það er ekki alltaf auðvelt, það þekki ég á eigin skinni, sérstaklega þegar fólk er mjög nákomið manni. Þessar setningar spegla líka stundum eitthvað sem við erum viðkvæm fyrir hið innra, tökum sem sagt nærri okkur það sem sagt er ef við  getum á einhvern hátt láti þetta sem vind um eyru þjóta gefum því ekki neina athygli þá hafa svona setningar engin áhrif á okkur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góða ljúfa helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar ég er alveg að segja satt er ég segi að ég hef heyrt þessar setningar frá vinum og vandamönnum og það er akkúrat vegna þess að ég er hætt að vera meðvirk að ég get ritað um þetta.


Ég er búin að vera meðvirk í svo mörg á, en sú síðasta sem ég hætti að vera meðvirk með  er dóttir mín, ekki Dóra eða Milla.
Lokksins er hægt var að koma mér í skilning um að ég væri meðvirk henni,
Þá bara ákvað ég að nú yrði hún að fá sér hjálp, ég gæti ekki hjálpað henni.

Ég færði þetta í orð vegna samtals í gær við tvær persónur, því það datt alveg af mér andlitið við þau samtöl.

Og til þeirra sem ekki þora skal ég segja:,, Þetta er þvílíkur léttir að vera búin að opna sig hér á blogginu, sem ég hef gert smásaman."
En það er samt mikið eftir.

Knús Linda mín.


Dóra kletturinn minn

Og Auður mín ef eitthvað er að bögga þig þá láttu það koma hvar sem þú gerir það. þú munt eiga betra líf á eftir.

Jónína mín ég kannast nú við flestar af þessum setningum og margar fleiri og allar hafa þær þroskað mig til þess sem ég er í dag.
Ég segi nú iðulega:" Ekki elta ólar við vitleysuna."

Dísa Dóra mín ég skapa mér líka mína hamingju og aldrei hef ég verið með öfundsýki út í aðra, það setur engan niður nema mann sjálfan.


Langbrókin mín þessi bók er góð sem þú nefnir og takk fyrir það,
ertu komin heim aftur?

Knús knús til ykkar allra.
millaguys.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband