Hvað verður um þessi elsku börn?
21.9.2008 | 08:41
Já hvað verður um þau? það er góð spurning.
Það verður hent í þetta einhverjum peningum,
Hjálp mun berast í formi einhvers grautar sem þau fá.
En hvað með framhaldið?
Sameinuðu þjóðirnar segja að tugir þúsunda barna séu
orðnar munaðarlausar á Haítí í kjölfar þriggja fellibylja
sem gengið hafa yfir landið.
Hvað verður svo um þau börn sem, er upp er staðið eiga
engan að til að ala önn fyrir þeim,
sem trúlega verður engin vegna fátæktar í landinu.
Verða þessi börn þá bara götubörn?
Ég þarf svo sem ekki að spyrja flestum er alveg sama.
Yfir 800.000 manns eru á vergangi á Haítí,
þar af er talið að a.m.k. 300.000 séu börn.
Er ekki hægt að gera eitthvað róttækt?
Er engin á Íslandi sem mundi vilja ættleiða barn í nauð?
Ég vísa endilega til myndbandsins sem fylgir þessari frétt,
Þá sér fólk það svart á hvítu hvernig ástandið er þar í landi.
Haítí er fátækasta land á vesturhveli jarðar, og hefur orðið
verst úti í náttúruhamförum afvöldum fellibylja.
Ég bara græt yfir þessu ástandi og gleymi því ekki, en það
er akkúrat það sem alþjóðasamfélagið gerir það gleymir
svona málum, vegna anna hjá sjálfum sér.
Enda hugsa flestir hvað er svo sem hægt að gera.
Eigið svo góðan dag með fjölskyldunni.
Kveðja Milla.
Mikil neyð barna á Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já og þau þarfnast svo umhyggju, þú yrðir góð í það elsku dóttir mín.
Knúsýknús
Mamma
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2008 kl. 10:10
Þú hefur átt notalega helgi sé ég Það er til fullt af fólki sem að getur ekki átt sín eigin börn og langar til að ættlriða börn,,, en kerfið hér á Íslandi er nú ekki það auðveldasta í heiminum, frekar en annað það sem það er að gera....
Auðvitað á að leyfa fólki að ættleiða þessu litlu börn
Erna Friðriksdóttir, 21.9.2008 kl. 10:56
Það er örugglega fullt af fólki sem myndi vilja ættleiða þessi börn en pappírsvinnan tekur upp í þrjú ár og hvað verður um þessi blessuð börn á meðan, þetta þyrfti að gerast með hraði að það væri hægt að ættleiða þau en Það er líka svo misjafn tilgangur hjá fólki sem vill fá börn þannig að það þarf að skoða fólkið vel sem er að fá börnin svo að þau lendi ekki í verri aðstöðu en þau væru í á götunni.
Knús til þín inn í daginn Milla mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 11:09
Erna mín það er ekki bara kerfið hér á landi sem er erfitt heldur kerfið í þessum löndum sem er kannski eðlilegt, en þetta á þarna við um börn sem eiga engan að. maður getur ekki hugsað þá hugsun til enda ef eitthvað svona kæmi fyrir okkar börn.
Knúsýknús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2008 kl. 11:12
Sammála þér í þessu Jónína mín, það er engin leikur að gefa börn í burtu frá sínu heimalandi, en þau lenda bara á götunni og ég vorkenni þeim svo mikið.
Knúsýknús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2008 kl. 11:19
Hvað mín bara búin að breyta útlitsniðinu aftur?
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:10
Elsku Milla mín
á Íslandi eru um það bil 5-10 samtök sem eru akkúrat í þeim bransa að aðstoða börn í heiminum sem eiga ekkert. Þetta veit ég því ég er búin að kynna mér þetta efni mjög vel því hugur minn liggur einnig hjá þessum börnum sem eiga ekkert og líður manni ansi illa vitandi af þeim þarna úti þegar maður er að kvarta yfir að geta ekki átt betri bíl en maður á eða eitthvað álíka....
En æltaði nú bara að kasta á þig kveðju elsku milla mín, og láta þig vita að ég hugsa til þín og vona að allt gangi vel hjá þér og þinni fjölskyldu :)
Bið að heilsa öllum
Kv Jórunn
Jórunn Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:42
Þakka þér fyrir innlitið Nina Margrét mín og já svo sannarlega ef maður gæti hreyft sig peningalega þá mundi maður gera eitthvað, en veistu við getum gert svo margt með því að vekja fólk til umhugsunar.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2008 kl. 14:46
Elsku Jórunn mín ég veit allt um það en samt langar manni svo til og klæjar í puttana að geta gert eitthvað, en það er líka gott að vera á blogginu og vekja fólk til umhugsunar um hvað það á gott.
Hvernig gengur hjá ykkur í Danaveldi?
eruð þið ekki bara sæl og fín, ertu í námi eða ertu að vinna.
Sakna þín og takk fyrir að láta heyra í þér elsku snúllan mín.
Knús til ykkar Bjarna og kveðjur frá öllum.
Milla frænka.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.