Ræða þarf starfstíma barna.

Ég mundi nú frekar kalla þetta viðverutíma, en skiptir engu.

Tæplega 90% barna dvelja sjö klukkustundir eða lengur í
leikskólum á degi hverjum, og vitað er um börn sem dvelja
mun lengur eða allt að níu klukkustundir á dag. Viðverutími
barna hefur lengst mikið á undanförnum árum og telur
umboðsmaður barna nauðsynlegt að huga að starfstíma
barna í leik- og grunnskólum.


Löngu komin tími til, það er ekki eðlilegt fyrir barn að vera
með viðveru allt upp í níu stundir á dag.
Þá eru þau orðin úrvinda úr þreytu, síðan er farið með þau
að versla í matinn, þau svöng og allt verður vitlaust vegna
þess að barnið vill fá þetta, hitt og bara allt.
Kannist þið ekki við þetta?

Umboðsmaður hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem
segir að mikilvægt sé að umræða hefjist milli þeirra sem eiga
hlut að máli, s.s. stjórnvalda, atvinnurekenda, foreldra og skóla
„með það að markmiði að tryggja börnum rétt til að fá notið
bernsku sinnar og samskipta við foreldra".

Samskiptin eru nefnilega engin á kvöldin er allir eru orðnir þreyttir.
Það næst varla að elda kvöldmat áður en litlu skinnin eru hreinlega
sofnuð, fyrir framan sjónvarpið, þeim er nefnilega oftast plantað
þar á meðan eldað er, sett í þvottavélina tekið úr þurrkaranum
uppvöskunarvélinni og ég veit ekki hvað og hvað.

Að mati umboðsmanns er um að ræða mikilvægt hagsmunamál sem
ekki er á færi hans eins að ráða fram úr.
Aðkomu ólíkra aðila innan samfélagsins þarf til.

Það er það sem þarf að koma til að fólk geti lifað af á mannsæmandi
vinnutíma.
Fyrst og fremst þurfa foreldrarnir að vilja breytinguna, allavega
að hafa val
.
                               
Eigið góðan dag í dag sem alla daga.
                                          Milla
.


mbl.is Ræða þarf starfstíma barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góður pistill og svo réttur. Góðan daginn Milla mín.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 08:02

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það þykir mér. knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 22.9.2008 kl. 09:18

4 Smámynd: Hulla Dan

Þetta er rosalegt.
Hlýtur að hafa verið gott að alast upp þegar mömmurnar voru en heimavinnandi  

Hulla Dan, 22.9.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hvernig heldur þú þa´að næstu mánuðir og ár verði þegar staða fólks er vinna, vinna, skuldafen og meiri vinna.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:15

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

já mínum fannst allavega notalegt að koma heim og jafnvel með vinina
og það er meira að segja ennþá verið að tala um það, en ég var bara svo lánsöm að geta verið heima.

Ég býð nú ekki í næsta ár hjá fólki vona bara að það haldi að sér höndunum um jólin.

Knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 10:45

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Börnin hafa sko fullan "vinnudag" og meira en það. Ég vinn vaktavinnu og naut þess oft þegar minn strákur var lítill að hafa hann bara heima þegar ég var á kvöldvakt. Þá var kvartað yfir því í leikskólanum að hann dytti út úr "prógraminu". Ég hélt samt áfram að njóta þess að eiga með honum dag og dag.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var rétt hjá þér að gera það helga mín maður á að njóta þeirra stunda sem koma með englunum okkar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 11:16

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín þetta var bara yndislegur tími auðvitað skrapp maður í síld og rækju en það var þá á næturnar er börnin voru sofandi heima.
Milla mín og fúsi voru á leikskóla hálfan daginn, en það var nú bara að því að þau vildu það.
Manstu á sumrin fóru þau upp í heiði sem var nú bara rétt fyrir ofan okkur þar áttu þau sér búaleik og strákarnir bjuggu til vegi og voru með trukkana sína þar, stundum fóru þau með nesti þó að maður gæti bara kallað í þau þetta var svo stutt.
Það var gott að ala börnin upp í Sandgerði.
Það er rétt hjá þér sum börn máttu ekki koma með vini sína inn.
Knús vinkona.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 11:23

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það var aðeins lengra að fara þangað en í búaleikinn samt sá maður í þau þar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 12:26

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Flottur pistill hjá þér hér í dag Milla.

Ía Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:35

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín ég er sammála þér þarnaEn þessi vinnudagur hjá börnum í skóla er orðinn allt of langurOg annað við Rugludallar eigum að fá mat og snúða Rugludalla kveðja frá gömlu

Ólöf Karlsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:36

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott skref hjá umboðsmanni (barna, væntanlega).  Takk fyrir að vekja athygli á þessu Milla mín.

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:41

14 Smámynd: Anna Guðný

Nú er ég svo heppin að geta unnið heiman frá mér. Áðan koma litla stelpan mín sem er í öðrum bekk heim. Skólinn búinn í dag en hún fór beint upp á skólalóð aftur til að leika við krakkana. Þannig að þar er nú samt fjörið. En ég veit, hún hefur val.

Anna Guðný , 22.9.2008 kl. 14:03

15 Smámynd: Elías Theódórsson

Það þarf gefa foreldrum möguleika á að vera heimavinnandi eins og var áður fyrr. Í dag ar það ekki á færi flestra að leyfa sér að ala upp sín börn sjálf/ur. Opinbera greiðir fyrir stofnanauppeldi en ekki fyrir heimauppeldi, þessu þarf að breyta. Vistun hluta úr degi þarf síðan að vera möguleiki á leiksskólum.

Elías Theódórsson, 22.9.2008 kl. 14:04

16 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Svo sammála þér Milla !!!! En eitt er að geta og annað að vilja.   Sumir vilja koma sínum börnum á leikskóla strax við ca 1 árs aldur, mér dettur stundum í hug hvort fólk hafi hreinlega tíma til að eiga börn ???  Ekki það að í þessu þjóðfélagi eins og það er hjá okkur núna , þá dugir það ekki til að annað foreldrið vinni úti... til að ná saman endum, kanski við íbúðarkaup og auðvitað annara neyslu sem að kanski mætti bíða með, ég veit það ekki ????  Ég naut þeirra forréttinda að hafa mömmu sem oftast heima   nú ef ekki þá var það amma.... ég kom aldrei að auðum kofanum......... ég er með 13 ára gutta, hann fór í skólan kl 8 í morgun og ég á von á honum heim í dag kl 19 :00 væntanlega ,, því eftir skóla er fermingarfræðsla eftir það er knattspyrnu og körfuboltaæfingar........   Í kvöld á hann eftir að læra ( sem að ég fordæmi því að ég vil að kennsla fari fram í skólanum með öllum sérmenntuðum kennurum sem að kunna námsgreinarnar) en ekki að láta barnið mitt koma með ýmis verkefni sem að ég kann ekki boffs í enda ekki sérmenntuð..........Enda mundi ég ekki nenna að taka vinnuna með mér heim, hví eiga börnin þá að nenna að taka með sér heimanámið sem þau eru búin að puða við góðan tíma úr deginum??????  Þetta er amk mín skoðun

Erna Friðriksdóttir, 22.9.2008 kl. 14:48

17 identicon

Takk Milla fyrir að koma þessari  umræðu á bloggið, og ég tek sérstaklega undir orð Ernu Friðriks með það að börnin eiga ekki að koma með vinnuna með sér heim.

En svo er annað mál að það er fjöldi foreldra sem þurfa ekki bæði að vinna en láta börnin samt vera í allt að 9 tíma vistun, og það er mér alveg fyrirmunað að skilja. 

(IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 15:26

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þér Milla mín, ég var ánægð að lesa ábendingu umboðsmanns barna í morgun. Ég bloggaði um þetta líka fyrir einhverju síðan - svo ég kópípeista það hér og set í athugasemd:

http://jogamagg.blog.is/blog/jogamagg/entry/465253/

Kveðja og knús - og kærar þakkir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.9.2008 kl. 16:01

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk og knús Ía mín

Kærleik til þín Auður mín

Rugludallur ef þið komið saman norður þá yrði slegið upp stórveislu.
Knús frá rugludalli til rugludalls


Sigrún mín vonum að þetta sé bara byrjunin

Anna Guðný mín þau þurfa að vita af örygginu heima

Elías það þarf að breyta því að fólk hafi mannsæmandi laun til að
lifa af. Kveðjur

Erna mín þessa upptalningu þína kannast ég við, enda fór ég að vinna í Íþróttahúsinu er minn var 10 ára því hann átti heima þar öllum stundum  ég er svo hjartanlega sammála þér að heimanám á ekki að eiga sér stað eftir að þau eru komin í 5 bekk.
Og sumir foreldrar mega ekki vera að því að eiga börn,
Kærleik til þín Erna mín
Milla

Sigurlaug rétt er það foreldrar telja sér trú um að börnin hafi svo gott af því að vera á leikskóla, er það kannski vel upp að vissu marki., en ekki allan daginn.
Kveðja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 16:02

20 identicon

Orð í tíma töluð og þótt fyrr væri, ég er bara ánægð með að það skuli þó einhver sem er í stöðu til að vekja athygli á málinu og hlustað er á (vonandi) gera það.  Orð eru til alls fyrst og ég vona að þetta verði ekki kæft í fæðingu hjá henni.  

Katala (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 18:08

21 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já Milla mín, ég held að sumir amk eigi að hugsa sig um áður en þau eignist börn...... hmmmmmmmmmmmmmmm

Auðvitað er ég stollt af mínum börnum að velja frekar íþróttir enn eitthvað annað kanski fremur slæmt

en með heimanámið þá ættu þessir fordekrurðu kennarar á sínum launum að sjá um það..   ekki foreldra sem eru ekki háskoámenntaðir íúr kennara háskóal Íslands !!!!!!!!!!

Erna Friðriksdóttir, 22.9.2008 kl. 18:26

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín ég er ekki sammála þér með fordekraða kennara.
Það eru nefnilega ekki þeir sem ákveða hvort heimanámið á að vera í skólanum eður ei það er menntamálaráðuneytið, þeir eru að spara.
En í sumum tilraunaskólum er þetta þannig að það er lítið sem ekkert heimaverkefni. góðir kennarar eru á fullu einnig eftir skólatíma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 19:25

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhanna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 20:11

24 identicon

Ég hef nú svo gamaldags hugsun um þetta Milla mín að ég held bara að ég hafi bara sem fæst orð um það hvað mér finnst um þetta mál.

Knús til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband