Fyrir svefninn.
23.9.2008 | 19:49
Dagurinn í dag var bara nokkuð góður.
Fór til læknisins í viðtal og vigtun,
hann vara bara nokkuð ánægður með mig,
Fór í vigtun síðast 28/8 og var þá 116 kg en í dag 23/9
er ég 110,2 svo á þessum tæpa mánuði hef ég lést um
5,8 kg. er það talið mjög gott.
Eins og ég hef sagt frá áður þá tek ég ekki með kílóin sem
ég missti meðan ég var veik, en það voru 6 kg.
Upphaflega var ég 121 kg.
Síðan var ég að vinna og var það bara rólegt og gott.
*******************************
Maður frá Selfossi kom nýlega til læknis í Reykjavík og
kvartaði undan þreytu og sleni.
Læknirinn reyndi að komast fyrir um orsakirnar og spurði
meðal annars hvað hann blótaði ástina oft í viku?
" Á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum,"
svaraði maðurinn.
" Þú ættir að reyna að sleppa sunnudögunum," sagði læknirinn.
" Nei það get ég ómögulega," svaraði maðurinn.
" Það er eina kvöldið sem ég er heima."
Karlmenn þola skammaskúr,
skvetti þeir í sig tári,
en konur mega taka túr
tólf sinnum á ári.
Jón Bergmann.
Góða nótt.
Fór til læknisins í viðtal og vigtun,
hann vara bara nokkuð ánægður með mig,
Fór í vigtun síðast 28/8 og var þá 116 kg en í dag 23/9
er ég 110,2 svo á þessum tæpa mánuði hef ég lést um
5,8 kg. er það talið mjög gott.
Eins og ég hef sagt frá áður þá tek ég ekki með kílóin sem
ég missti meðan ég var veik, en það voru 6 kg.
Upphaflega var ég 121 kg.
Síðan var ég að vinna og var það bara rólegt og gott.
*******************************
Maður frá Selfossi kom nýlega til læknis í Reykjavík og
kvartaði undan þreytu og sleni.
Læknirinn reyndi að komast fyrir um orsakirnar og spurði
meðal annars hvað hann blótaði ástina oft í viku?
" Á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum,"
svaraði maðurinn.
" Þú ættir að reyna að sleppa sunnudögunum," sagði læknirinn.
" Nei það get ég ómögulega," svaraði maðurinn.
" Það er eina kvöldið sem ég er heima."
Karlmenn þola skammaskúr,
skvetti þeir í sig tári,
en konur mega taka túr
tólf sinnum á ári.
Jón Bergmann.
Góða nótt.
Athugasemdir
Til hamingju elsku Milla mín með þennan árangur og knús til þín inn í nóttina mjúku
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.9.2008 kl. 19:51
Takk Linda mín og sömuleiðis knús í nóttina.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 19:53
Innilega til hamingju með þennan fína árangur, ég má til með að segja þér að ég dáist að þér fyrir að birta svo hispurslaust tölurnar þínar. Það gera ekki allar konur !
Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 19:59
Til hamíngju elsku Millla. Góða nótt
Kristín Gunnarsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:17
Ragga mín mér finnst það nú bara asnalegt að vera að fela það sem allir sjá að ég er feit, og takk elskan nú hef ég ákveðið þetta og mun standa við það.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 20:39
Takk Stína mín við höfum þetta af.
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 20:39
Til hamingju með þennan frábæra árangur Milla mín og góða nótt mín kæra
Sigrún Jónsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:49
Elsku Milla mín þú stendur þig vel. Innilegar hamingjuóskir með árangurinn. Hafðu það sem allra best þangað til við heyrumst næst og takk fyrir allt. Kveðja til Gísla og Neró. Góða nótt
Erna, 23.9.2008 kl. 21:10
Madam Milla ég er búin að blogga smá Svefnþurkan
Ólöf Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:59
Flott hjá þér
Ía Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:22
Frábær árangur og gangi þér áfram vel með nýjan lífsstíl ;-)
M, 23.9.2008 kl. 22:34
Vá þú duglega kona. Innilegar hamingjuóskir með þennan frábæra árangur... Góða Nótt..
Hindin (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 23:59
Takk allar mínar góðu skjóður já ég er á réttri leið og eins og Sigga segir er að standa með sjálfri mér, það er nefnilega málið að svíkja ekki það sem maður hefur ákveðið.
Gleði inn í ykkar dag
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2008 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.