Vitið þið að ég er bara leið.

Sko fór í þjálfun í morgun rosa fjör, síðan heim að fá mér millibita
var sagt í gær að ég mætti ekki sleppa þeim, veit þetta bara svo
vel, en var samt að sleppa þeim nú verð ég að vera góða stelpan.
Átti svo að fara til næringarfræðings kl 11. en hún var veik,
ekkert við því að gera.
Ætlaði á fyrirlestur í hádeginu en treysti mér ekki upp alla þessa
stiga sem þar voru. þetta var fyrirlestur um hvernig maður á að
lesa úr merkingum á vörum sem þú ert að kaupa.

Svo skal ég segja ykkur að ég er bara sorgmædd.
Ég er bara ekki að sætta mig við að missa svona góða penna út
af blogginu eins og hana Hallgerði mína.
Hvað gerðist eiginlega? eru bloggstjórnendur að gera eitthvað,
eða geta þeir ekkert gert?

Bara farin í frí, farin út að hitta góða vinu.
Takk fyrir mig.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það, kæra Milla, ég er rosalega leið út af þessu líka. Ef það er reyndin að hún hafi verið hrakin út af blogginu með óhróðri og viðbjóði, þá finnst mér að bloggstjórnendur eigi að gera eitthvað í því. En það er spurning eins og þú segir, geta þeir eitthvað gert?

Stórt knús á þig

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín það er líka það að hún þarf að kæra sjálf ef eitthvað á að ganga upp.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2008 kl. 16:42

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já hvert fór hún Hallgerður okkar eiginlega?

Knús á þig Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.9.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Ragnheiður

Veit nokkur nema hún hafi bara hætt ? Ég veit ekkert, ég missi af helming þess sem gerist á þessu bloggsvæði og veit yfirleitt ekki af átökum nema mér sé hreinlega bent á það.

Það er kannski bara ágætt í sjálfu sér.

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rósin mín hún Langbrókin okkar er bara hætt
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2008 kl. 18:47

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Auður mín skrapp bara í te til vinkonu hér niður í bæ.
Knús knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2008 kl. 18:48

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er líka bara best að vita ekki af þeim, nei hún hætti bara út af einhverju leiðinlegu sem gerðist á hennar síðu sá það bara ekki.
Knús knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2008 kl. 18:50

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Leiðinlegt samt að Hallgerður okkar kvaddi okkur ekki - ef þú ert í einhverju sambandi við hana Milla, þá máttu láta hana vita að hún má vel senda mér svo til einn tölvupóst eða svo.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.9.2008 kl. 19:05

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hún mun örugglega gera það Rósin mín, hafðu ekki áhyggur
Rósin mín kæra
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.