Fyrir Svefninn.

Það er búið að vera afar skemmtilegt í dag, við gamla settið
vorum að laga til í morgun, síðan fór ég um 12 leitið niður í
Setur með sýnishorn af jólaföndri það er ekki seinna vænna
að fara að versla í það. lenti í góðu samræðum við Rósu og
Stellu sem báðar eru í starfsþjálfun á staðnum.

Svo voru Kynlegir kvistir að flytja í annað húsnæði, kynlegir kvistir
er nytjamarkaður sem er rekin af þeim í Setrinu og er allur ágóði
gefin til þeirra sem minna mega sín.
Við fórum að sjálfsögðu þangað, þar var fjör að vanda.

Kom heim um sex, hringdi aðeins í Lady Vallý, borðuðum, og svo
heyrði ég í Gillu Hún er dóttir Gísla og búa þau á Ísafirði.
Hún á 3 yndisleg börn.

Munið þið eftir honum séra Bjarna? þeir sem ekki muna hann,
hafa heyrt um hann. Hér er ein góð um hann.

Séra Bjarni heitinn Dómkirkjuprestur var mikill sjálfstæðismaður.
Eitt sinn fyrir borgarstjórnarkosningar er sagt að sr Bjarni hafi
stigið í stólinn og haldið mikla og góða ræðu og beðið
sóknarbörn sín að vera á verði gagnvart hinu illa í heiminum.
Ræðuna hafði hann endað á þessum orðum:
" Kjósið D,- kjósið D,- kjósið Drottinn.

                          Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús á þig elsku Milla mín og góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Brynja skordal

Flottur dagur að baki hjá þér Milla mín Jólaföndur já það er gaman að gera eitthvað sætt fyrir hver jól Hafðu góða nótt Elskuleg

Brynja skordal, 25.9.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ef konurnar mínar ætla að til dæmis að gera jólagjafir þá er aldrei byrjað of snemma.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Anna Guðný

Milla mín, sérðu ekki dóttur þína í anda dúlla sér í jólaföndri í henni Ameríku, svona rétt á milli búðarferða?

Hafðu það gott í dag ljúfan

Anna Guðný , 26.9.2008 kl. 08:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þið eruð bara yndislegar.
nei Anna Guðný sé það ekki í anda en örugglega er heim kemur.

Dóra ég var sko ekki að byðja um buxur í XXXXXXXXl dónin þinn
Býddu bara tek í þig næst.

Eigið góðan dag elskurnar mínar en segi gleðileg jól við Lady Vallý.
Knúuuuuuuuuuuusý  knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband