Dregur þessi frétt einhvern út úr glerhúsinu?

Einelti tekur á sig ýmsar myndir. Myndin er sviðsett

Einelti tekur á sig ýmsar myndir. Myndin er sviðsett Ásdís Ásgeirsdóttir

Ætlaði að pynta þau og drepa

„Ég ætlaði að ræna helstu höfuðpaurunum í eineltinu og fara með þau í yfirgefinn kofa úti í óbyggðum og beita þau hræðilegum pyntingar aðferðum og halda þeim nær dauða en lífi í marga daga áður en ég loks dræpi þau... og mér fannst þau SAMT vera að sleppa mjög vel miðað við það sem þau gerðu mér. Eftir á ætlaði ég síðan að fremja sjálfsmorð."

Þetta ritar ungur maður, sem varð fyrir einelti í skóla, en fjallað er ýtarlega um einelti í grein sem birt er í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Ég græt yfir því hvernig vansæl börn geta eyðilagt gjörsamlega
líf annarra barna. Tekur engin eftir þessum óhugnaði eða heldur
fólk að þetta sé bara í lagi?

Fylltist hatri gegn gerendunum

Sjálfsmynd hans var lengi brotin, en eftir að hann leit aði sér hjálpar fór hann að byggja líf sitt upp að nýju. Á tímabili fylltist hann miklu hatri út í gerendurna í eineltinu.

„Eina niðurstaðan sem ég gat fundið þá var að þetta væru gjör samlega siðlausar, illar manneskjur sem væri best að fjarlægja af þessari jörð. Þannig væri ég að hjálpa bæði heiminum í dag, og í framtíðinni með því að koma í veg fyrir að þau gætu alið upp illa innrætt börn sem myndu leggja annað saklaust fólk í einelti. Og fyrir utan að hjálpa heiminum, þá myndi ég ná fram einhverju réttlæti fyrir að líf mitt og möguleikar voru eyðilögð strax í barnæsku. Þegar ég les um skólamorðingja og bakgrunn þeirra og les skilaboðin sem þeir skildu eftir sig til að út skýra það sem þeir gerðu þá sé ég óhugnanlega margt líkt með þeim og mér þegar mér leið hvað verst."

Þó maður hafi hlustað á og lesið um einelt af verstu gerð.
þá verður manni um og ó er maður les þetta og er saga
þessi ekki ein það eru margar eins ef ekki verri.
En athugið að allar eru þær verstar fyrir þolandann í hvert skipti.
Vona til guðs að þessi þolandi sem um ræðir nái sér að fullu,
þó ég viti að erfitt sé.

Eigið góðan dag
InLove


mbl.is Ætlaði að pynta þau og drepa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vid einelti myndast sár sem seint eda aldrey gróa.

Í minni fjölskyldu var stúlka beitt ofbeldi í mörg ár vegna tess ad hún gekk ávallt í ítróttafatnadi(rán dýrum) En ekki  tískufatnadi eins og hinar stelpurnar í bekknum.

Tessi stúlka stundadi mikklar ítróttir en hékk ekki med hinum stelpunum byrjadi seint ad mála sig  og snúa sér ad srákunum, var mjög nátturuleg og heilbrigd.

Tessi stúlka er fullordin núna en bídur tessa seint eda aldrey bætur.

Svona tarf oft lítid til ad byrja einelti sem  verdur ad múæsing og er komid til ad vera.....

Eigdu gódann dag kæra Milla.

Gudrún Hauksdótttir, 28.9.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta hefur verið í Keflavík Nafna mín.
Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín við erum svo sammála og vonandi fer þjóðfélagið að vakna til lífsins.
Knú í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 08:33

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tessi árás átti sér stad í Kópavogi ekki lélegri bæ en tad.

Knús knús

Gudrún Hauksdótttir, 28.9.2008 kl. 09:17

5 identicon

Mér datt strax í hug þegar ég las um morðin í skólanum í Finnlandi að þetta hafi  verið einhver sem hafi lent í einelti og hann hafi ákveðið að taka gerendurnar með sér áður en hann færi sjálfur. Held að einelti sé mjög oft orsök fyrir þessum skólamorðum sem hafa verið að koma upp í USA. Þessi atburður í Finnlandi og frásögnin í morgunblaðinu í dag ætti kannski að vekja fólk hér á landi til umhugsunar um það hvernig þetta er í raun og veru fyrir þolendur eineltis og að það þarf að taka á þessum málum af fullri alvöru.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Jónína mín.

Mér finnst svo mikill óhugnaður í þessum málum að við hljótum að fara að vakna til lífsins.
Knús knús í daginn þinn
Milla.

Það eru reyndar allir bæir eins nafna mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 10:03

7 identicon

Ég er fórnarlamb mjög grófs eineltis og það er eins og ég hafi skrifað þessa grein. Ég hef óskað gerendunum ítrekað ómældra þjáninga og geri enn þrátt fyrir að ég hefi leitað mér og fengið einhverja hjálp. Það sem hefur þó hjálpað mér mest er ómældur stuðningur (ekki kannski skilningur því hver skilur svona nema sa sem hefur lennt í því) vina minna. Ég þori alveg að segja frá því í dag að einn af gerendunum missti bróður sinn sem framdi sjálfsmorð. ÉG GLADDIST. Er einhver sem heldur að það sé eðlilegt. Ekki ég allavega og ég er ekki alveg viss hvað ég myndi gera ef ég kæmist að því að einhver væri að beita systra börn mín sama ofbeldi og ég var fyrir. Ég vona að fólk gagnrýni mig ekki fyrir að skrifa þetta, þetta er bara satt og sárin mín eru ekki gróin þótt liðin séu 20 ár og ég vinni í mínum málum enn. Einelti er ofbeldi sem ég held að ætti að falla undir sama refsiramma og nauðgun. Refsilög er samt þannig á Íslandi að gerendum á barnsaldri er ekki refsað, en ég segi bara fyrir mína parta að ég er stórskemmdur einstaklingur. Verst er að þrátt fyrir framfarir er enn verið að beita einelti og margir stjórnendur skóla og vinnustaða líta framhjá því og taka jafnvel þátt. Að leifa eineldi að viðgangast er að vera meðsekur í að skila út í þjóðfélagið einstaklingum sem tolla illa í vinnu, þurfa marga veikindadaga og eru mun afkasta minni en stjórnendur hafa hugmynd um. Einnig kosta þessir einstaklingar okkur öll miljaraða. Svo ég hvet þá sem hafa minnsta grun um að einhverjum líði illa vegna eineltis til að leggja fram hjálparhönd. Það væri meiri greiði fyrir alla þjóðina en flestir gera sér grein fyrir. Stoppum einelti, veitum gerendum geðhjálp og verndum þolendur. Margir þolendur verða nefninlega gerendur í framtíðinni. Ég veit alveg hvað ég er að segja! Reundar finnst mér að ég ætti ekki að þurða að borga fyrir sálfræðihjálp, en það er efni í annan pistil. Takk fyrir að lesa þetta.

E. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:36

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér fyrir að segja okkur frá þinni upplifun og þrautum vegna ofbeldis sem margir kalla smávægilegt, en er að mínu mati eitt það óhuggulegasta sem framið er gegn öðrum.

Allt sem þú segið er satt og vel mælt og ég dæmi þig ekki fyrir að úttala þig um þessi mál af hjartans einlægni.

Þú talar um að jafnvel stjórnendur skóla og vinnustaða líti framhjá því og taki jafnvel þátt, en ég segi: ,, Þeir taka þátt og kennarar og þeir sem eru á vinnumarkaðnum stunda einelti, hvenær átti það svo sem að hætta er aldrei var tekið á þeirra málum."

Þú talar um að þú hafir fengið stuðning en ekki kannski skilning að því hver á að skilja svona nema sá sem hefur lent í því.
Mín skoðun er sú að allir þeir sem hafa lennt í einelti, kynferðislegu ofbeldi, andlegu og líkamlegu, skilja sorgina, heiftina, hatrið, því niðurlægingin er algjör við svona glæpi sem framdir eru á þeim sem lenda í þeim.
Og sammála er ég í því að það þarf að hjálpa gerendum ekki síður en þolendum.
Takk fyrir þitt innlegg og guð veri með þér. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 12:01

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þessi eineltismál eru skelfileg , það er eitthvað sem ég er ennþá að kljást við varðandi mína dóttir. Verst þótti mér á sinum tíma að ég reyndi  eins og fífl að tala við foreldra gerenda, eina sem ég hafði upp úr því var öskur og formælingar, ekki skritið svona efir á að hyggja af hverju börnin þeirra voru svona til að byrja með..............sorglegt barnanna vegna.

Huld S. Ringsted, 28.9.2008 kl. 12:42

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég þekki konu sem varð fyrir alvarlegu einelti sem barn af því að hún var bústin. Hún hætti að borða og varð alvarlega veik af næringarskorti og það eyðilögðust í henni meltingarfærin. Hún er öryrki í dag og hefur aldrei náð sér. Til dæmis var hún einu sinni flæmd niður í kjallaratröppur þar sem hún lá í hnipri á meðan krakkarnir hræktu á hana og hentu í hana grjóti. Það eru ekki heilbrigðir einstaklingar sem gera svona.

Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 15:50

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei þetta er engan vegin heilbrigt og svo hryllilega sorglegt.
Knús til ykkar allra Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 16:09

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knúsý knús

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2008 kl. 17:17

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst alveg svakalegt að lesa þetta, svona hlutir meiga bara alls ekki líðast lengur.  kveðja í norður 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 18:16

14 Smámynd: egvania

Einelti er ofbeldi sem að allir foreldrar ættu að skammast sín fyrir að láta viðgangast, einnig finnst mér alltof mikið hugsað um að gerandinn sleppi vel frá málinu.

Dóttir mín var fyrir alveg hroðalegu einelti og það sem ömurlegast var að foreldrarnir studdu það og skólastjórinn líka, mér hefði sko ekki liðið illa þótt að þessir krakkar svæfu ekki fyrir samviskubiti.

Ég sjálf á erfiða reynslu frá mínum vinnustað þar sem að ein starfsmanneskjan kom endalaust inn og truflaði mig við vinnu mína gekk í mínar skúffur og skápa og kórónaði svo allt með því að rægja mig við manninn minn og þetta var nú bara veturinn 2006 og 2007 ekki er lengra síðan.

Ég get ekki hugsað hlýlega til míns fyrrverandi yfirmanns og starfsfélaga sem svona gerði.

Ásgerður Einarsdóttir.

egvania, 28.9.2008 kl. 18:21

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já sammála það þarf að uppræta þetta Ásdís mín

Ásgerður mín þetta er ekki gleðilegt að heyra og vona ég að umrætt fólk lesi þetta sem þú segir.
Hverskonar yfirvalt og einelti er þetta eiginlega?
Við tölum saman seinna vinan mín.
Kærleik til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 19:17

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Linda mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 19:17

17 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já það þarf að fara að hugsa alvarlega um þessa hluti.þetta í finnlandi Bandaríkjunum og Danmörk og Svíþjóð er öruglega vegna eineltis Og ég held að fólk geri sér ekki 

grein fyrir alvöruni .það er ekki einelti nema sjái á viðkomadi sagði 

einn skólastjóri og handavinnukennari var með einelti og ég lenti

í henni Og sjálfsvíg eru vegna eineltis mörg hver

Ólöf Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 19:53

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Óla mín, verum öll á varðbergi.
Knús á rugludall no. 3 frá no1

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 20:20

19 Smámynd: egvania

Knús inn í nóttina

egvania, 28.9.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband