Hugleyðingar.
30.9.2008 | 09:08
Erfiðir gjalddagar framundan hjá Glitni alveg merkileg frétt
með tilliti til þess að allur þorri landsmanna er í erfiðleikum
með sínar afborganir og bara að lifa yfirleitt.
En var þetta nauðsynlegt, var ekki bara hægt fyrir ríkið að
ganga í ábyrgð fyrir þessu láni sem Glitnir fékk ekki frest á.
Og stór spurning hver átti það lán, hver neitaði þeim?
54 vilja stíra Landsvirkjun er nú ekki undrandi á því,
góð eru launin.
Og þar kom að því sem búið er að vera í loftinu mjög lengi
sameining Landsbanka Íslands og Glitnis, verða þeir ekki
sterkari við það? Bara spyr.
En hvað skildu margir missa vinnuna sína við þá sameiningu?
Vitið þið að ég tel að þarna sé um vel ígrundaða aðgerð að
ræða og sé fyrir löngu búið að undirbúa hana.
Eða er ég kannski svolítið græn?
Svo innilega ætla ég að vona að Stoðir haldi velli.
Við megum bara ekki við svona hruni endalaust þó að ég geri
mér alveg grein fyrir því að fækka þarf verslunum þá eigi á
þennan hátt.
Bónus verður að halda velli, hvað eigum við að gera án þeirra sem
hafa haldið í okkur lífinu með lágu vöruverði frá því að þeir byrjuðu.
Fyrirsjáanlega ruglið heldur áfram. Jón Magnússon orðin formaður
þingflokks frjálslynda flokksins og Kristinn H. að sjálfsögðu ekki
glaður með það. En hann Jón hefur verið glaður með þetta ætlunarverk sitt.
Að mínu mati þá áttu þeir báðir að víkja og breytingarnar í flokknum eru bara
rétt að byrja, sjáið bara til.
Já Já fyrsti snjórinn komin niður á tún og glittir á hann í smá sólarglætu
sem reynir að brjóta sér leið út úr muskuðum himni, smá rok er, en
það er ekkert miðað við það rok sem viðhelst í gjörningum hér á landi.
Eigið góðan dag góðir landsmenn.
Athugasemdir
Tek undir hugleiðingar þínar Milla mín, frá a - ö
Sigrún Jónsdóttir, 30.9.2008 kl. 09:27
Vissi það nú alveg Sigrún mín og takk og knús.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 09:31
Já ætli þetta sé ekki bara byrjunin því miður. Eigðu góðan dag
Ía Jóhannsdóttir, 30.9.2008 kl. 09:43
Þetta er allavega ekki búið.
Knús í daginn ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 10:32
Þetta er bara byrjunin á þessari banka kreppu og svo fáum við að svíða fyrir það.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.9.2008 kl. 10:52
Já við fáum sko að svíða, en þeir um það.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 11:31
Kærleikskveðja til þín. Falsið og lygarnar eru sem voma yfir landinu, eins gott að vera kærleiksríkur og senda góðar hugsanir út í loftið og vona að þær vegi upp ljótleikann.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 15:10
Þetta er nú bara byrjunin á krísunni Milla mín. Ég vill alveg fá smá snjó, kemur svo sjaldan hér.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 30.9.2008 kl. 15:17
Það verður engin samkepni Silla mín, Hræðileg hugsun eins og þú segir þá verum bjartsýn.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 18:36
Ásdís mín þær vega upp á móti ljótleikanum en því miður lifum við ekki af þeim.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 18:37
Stína mín veit að það er ekki auðvelt hjá þér þarna úti, en eins og við segjum verum bjartsýnar.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 18:39
Er hætt að geta fylgst með ...
..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 18:46
Þú kemur bara inn er þú hefur tíma.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 18:48
Púuufffffff,nenni bara alls ekki ad hlusta á frettir núna.farin í ræktina
Gudrún Hauksdótttir, 30.9.2008 kl. 18:49
Nafna mín best að hlusta ekki.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 19:01
Ég held með Bónus hvað sem á gengur. Hvað skyldi Davíð enda með að ganga langt til að koma höggi á þá feðga?
Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:35
Mjög langt það skal ég fullvissa þig um.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 20:07
Það var unnið myrkraverk í skjóli nætur.
Heidi Strand, 30.9.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.