Einræðismóðir.
1.10.2008 | 16:56
Hef oft hugleitt, hvernig móðir sem hefur tögl og haldir á öllum
fjölskyldumeðlimun sé innrætt. Er hún með svo háa stjórnunaráráttu
að hún ráði ekki við sig eða er hún eitthvað veik?
Mér dettur í hug mynd sem ég sá fyrir margt löngu um Kónguló eina
afar sérstaka og baneitraða, hún kom sér fyrir í útihúsi á bæ einum,
ungaði út tugþúsundum af þjónum sem gerðu allt sem hún skipaði
þeim að gera, og það var aðallega fólgið í því að drepa fólk.
Ég ímynda mér einræðismóðurina sitjandi inni í sínu virki skipandi fyrir
allt eftir sínum hentugleikum, það skipti hana engu máli hversu miklu
hún tortímir bara ef hún fær sínum hvötum fullnægt.
Hennar hvatir eru aðallega hefnd og við hverja hefnd fær hún fullnægingu
sem ekki varir lengi, og eftir stundarkorn er hún farin að huga að næstu hefnd.
Þjónarnir standa inni í sínum básum og bíða eftir skipunum dagsins,
er þær koma eru þeir eldsnöggir að uppfylla skipanir Einræðismóðurinnar,
því annars eru þeir úti í kuldanum.
Það er hægt að drepa fólk á svo margan hátt, nú bara hreinlega að drepa það
og síðan er hægt að gera það atvinnulaust, taka af því æruna, húsið, bílinn og
fyrir rest fjölskylduna og kærleikann, þá er allt farið.
Verst er með Einræðismóðurina að hún breytist aldrei.
Athugasemdir
Milla mín nú sef ég ekki í nótt kóngulær samt sumar sætarKnúsí knús rugludalladós suður með snjó Ég er ekki að fara að sofa bara svo þú vitir það bæó
Ólöf Karlsdóttir, 1.10.2008 kl. 18:06
Svo sannarlega er hægt að taka af okkur æruna, hver sem er getur fengið sér lögfræðing sótt mál á hendur okkur sem að ekki er hæfa fyrir og farið fram á að gert verði eignanám ef við töpum málinu erum við eignalaus þó saklaus séu.
Ef aftur á móti við vinnum málið þá er samt búið að flekka mannorð okkar.
Þetta er það sem mun gerast á Íslandi í ár og sennilega næstu árin.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 1.10.2008 kl. 18:19
Óla manstu ekki eftir þessari mynd, hún var nú svo vitlaus að ég gat ekki orðið hrædd þó ég sé skíthrædd við kóngulær.
Knús til þín Milla.
Það er verst ef við missum allt og alla skítt með húsin.
Knús til þín Milla
Lady Vallý takk fyrir bréfaskrifin í dag, reyni að hringja á morgun,
ætla að biðja þig að gera smá fyrir mig er þið hittist á mánudaginn
Knúsý knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 19:27
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:42
Einræðismóðirin, hé ég vil vera slík, sitja í mínu hásæti og garga á alla mína þjóna hlýðið umyrðalaust, enda er eg Ynja svo það er ekkert skrítið
Kær Kveðja Gleymmerei
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 1.10.2008 kl. 20:00
Þú ert nú örugglega þannig að þú mundir velja sterkustu konurnar þér við hlið, svo ég mundi vilja vera í þínum her, nema við færum að rífast um völdin
Knús knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.