Við verðum að berjast!
3.10.2008 | 07:14
Bubbi Morthens. mbl.is/Ómar
Bubbi boðar til mótmæla
Bubbi Morthens, tónlistarmaður hvetur almenning til að koma saman
á Austurvelli klukkan 12 á miðvikudaginn og láta ráðamenn vita að
þjóðin vilji að þeir geri eitthvað.
Eða eigum við að láta krónuna og ráðamenn leiða okkur sem lömb
til slátrunar. ...þið munuð öll, þið munuð öll deyja, ef ekkert verður gert,"
segir í tilkynningu frá Bubba.
Ég veit að þetta er frétt síðan í gær, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Þetta er sko góð vís, það er löngu orðið tímabært að mótmæla.
Viljum við láta koma svona fram við okkur?
Viljum við þola það misrétti sem okkur er sýnt?
Viljum við missa allt sem við eigum?
Viljum við láta tala við okkur eins og þurfalinga?
Þá meina ég ekki bara húsin, bílana og ef við eigum aðrar eignir
eða fyrirtæki, þá það líka.
Ég er að tala um sjálfsvirðinguna því hana missum við er maður getur
eigi rönd við reist þeirri hrikalegu aðför sem er að dynja á okkur núna
ef við gerum ekki neitt.
Þeir sem eiga ekki neitt eins og við þessi lægst launuðu munum samt
missa æruna, flest erum við með einhver lán og er við eigi getum borgað
þau þá verðum við gerð gjaldþrota allavega förum í árangurslaust fjárnám
og um leið á svarta listann og þá erum við úti með allar fyrirgreiðslur.
Fólk sem er á þessum lista er talið ÚRHRAK.
Ég skora á alla sem eitthvað hugsa (og komin tími til að hugsa)
að mæta fyrir sjálfan sig á Austurvöll með Bubba.
Og svo á bara að halda áfram, ekki að gefast upp.
NEMA AÐ ÞIÐ VILJIÐ DEYJA OFAN Í KLOFIÐ Á YKKUR.
Eigið góðan dag.
Milla.
Bubbi boðar til mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég myndi mæta ef ég væri á landinu ...Fremst í flokki.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 3.10.2008 kl. 07:27
Alveg rétt hjá þér með sjálfsvirðinguna, ég ætla að mæta og vona að fólk drífi sig, þó innst inni, óttist ég að meðan það hefur sjónvarpið sitt, þá sitji það bara við tækið og leiti huggunar í rugli.
molta, 3.10.2008 kl. 07:51
Ég verð með í anda.
Hafðu það gott Milla mín.
Anna Guðný , 3.10.2008 kl. 07:58
Gott blogg og þörf orð í tíma töluð.
Það er líka gleðilegt að Bubbi er að vakna til lífsins og leitar nú uppruna síns er á bjátar. Þetta er það jákvæðasta sem ég hef heyrt frá kónginum í áratug eða meira. Myndi glaður styðja hann með nærveruminni væri ég á landinu.
Það er nefninlega sorglegt ef við missum sjáfsvirðinguna og viljan til að bjarga okkur. Því miður opinberaði einn formaður stjórnmálaflokkanna í umræðunum í gærkvöldi að hann hefur þegar misst trúna sjálfum sér. En ég er ekki sammála Guðna Ágústssyni að íslenska þjóðin sé hnípin þó hann sé það.
Hingað til höfum við getað bitið í skjaldarrendur og klárað okkur í erfiðleikum og við gerum það líka núna. Jafvel þó við verðum að draga 1. fjósamann í farmsóknarfjósinum með okkur.
Dunni, 3.10.2008 kl. 08:10
Ég líka nafna mín í Danaveldi, ef ég ætti ekki heima norðan heiða.
En það verða allir að rísa upp annars er maður bara aumingi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 08:10
Molta, efast nú um að fólk hafi gaman að sjónvarpinu ef allt er hrunið í kringum það. Kannski verðum við eins og kanarnir hjólhýsi og sjónvarp.
Takk fyrir innlitið
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 08:27
Anna Guðný mín þú sem ert norðan heiða eins og ég ferð eigi langt,
enda með börn og buru.
Knús knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 08:29
Gott innlegg hjá þér Dunni, það er ætíð væll í Guðna og satt er það að við verðum víst að draga hann upp með okkur hann hefur eigi getu til þess sjálfur.
En ég get sagt þér af svo mörgum sem eru komnir í þrot með lífið og þess vegna verðum við að gera eitthvað strax.
Kveðja til þín á erlendri grund.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 08:34
Ég mæti.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.10.2008 kl. 09:21
Milla mín, ég mundi svo sannarlega mæta ef að ég ætti fyrir flugmiðanum og það væri mín síðasta króna, það er á hreinu. Það verður að gera eitthvað í þessu ekki seinna en STRAX.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 3.10.2008 kl. 09:42
Og hverju hafa mótmæli skilað okkur hingað til?
Knús inn í daginn þinn Milla mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:43
Ég mæti það er nokkuð ljóst ég er alveg búin að fá nóg af þessu öllu saman nú verðum við Íslendingar að standa saman og bara gera allt vitlaust á Austurvelli ( Ekki allt vitlaust samt, heldur sína samstöðu )
Guðborg Eyjólfsdóttir, 3.10.2008 kl. 09:52
Bubbi er bara góður og flotturég mæti á staðinn með Berglindi vínkonu
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.10.2008 kl. 09:53
Sömuleiðis stelpan mín, var að kommenta hjá þér duglega stelpa.
knús knús Dóra mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 10:15
Gott hjá þér Fjóla mín
Ég veit að þú mundir mæta Stína mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 10:16
Jónína mín engu hingað til, hvers vegna ekki jú það er að því að fólk kann ekki að mótmæla. Það er komin tími á að allir mótmæli og það nokkuð kröftuglega. Hvenær var mótmælt síðast á Íslandi ég meina
mótmælt. Var það ekki 1949, er landsmenn mótmæltu aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og sagt var að allir kommúnistar landsins væru samankomnir á Austurvelli, þeir hafa nú aldeilis verið margir því einnig var sagt að nær allir bæjarbúar væru þar á stað.
Nei smávægileg mótmæli duga aldrei en núna er kominn tími á eitthvað rótækt. Við leysum þetta ekki með umburðarlyndi því það er löngu búið.
Knús til þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 10:28
Bubbi er bara frábær En veit ekki hvort ég kemst en sjáum til með það hafðu ljúfa helgi milla mín Elskuleg
Brynja skordal, 3.10.2008 kl. 10:29
Góður hugsunargangur hjá þér Guðborg mín það er ekki algeng hjá ungu fólki held að það fatti bara ekki hvað er að gerast.
Knús til þín Milla
Linda ég vildi að ég gæti verið með ykkur, en verð með hugann við málefnið.
Knús knús Linda mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 10:31
Baráttukveðjur til ykkar allra, með eða án Bubba
Ía Jóhannsdóttir, 3.10.2008 kl. 10:39
Mótmæli skila allavega samkennd meðal þeirra sem mótmæla og góðir tónleikar spilla nú ekki fyrir á þessum síðustu og verstu
Sigrún Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 12:52
Takk Ía mín og svo mikið rétt Sigrún mín okkur vantar samkenndina og einhvern hug til að berjast saman, ekki bara hér á netinu því þá gerist ekki neitt.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 13:11
Fólk má brjálast við mig ... en mér finnst grátbroslegt að sjá Bubba vera með einhver mótmæli...
knús á þig Milla mín ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:42
Doddi minn það verður einhver að gera þetta við skulum sjá til, hann á nú til mikið skap eins og allir vita.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 18:51
HEYR HEYR.
Knús á þig Milla mín
Helga skjol, 3.10.2008 kl. 19:50
Knús til þín Helga mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.