Fyrir svefninn.
3.10.2008 | 20:21
Frábær dagur að vanda, ég sótti ljósálfinn í skólann klukkan 12
síðan fórum við að versla í kvöldmatinn og fékk hún að velja,
valdi Tackó. afi sótti svo litla ljósið á leikskólann um tvö leitið.
Pabbi þeirra er að sjálfsögðu á sjávarútvegssýningunni og mamma
þeirra fór á Eyrina með vinkonum eftir vinnu.
Nú eru systur að horfa á eina mynd saman svo tek ég litla ljósið og
les fyrir hana eina sögu og hún sofnar eins og ekki neitt.
Ljósálfurinn ætlar að vaka eftir mömmu sinni.
*************************************
Þá kemur grín kvöldsins.
Fyrir nokkrum árum hóf Svavar Gestsson máls á því við
Ragnar Arnalds að hann væri að hugsa um að fara út á
land að kenna.
"Blessaður vertu, þú ferð nú ekki að hola þér niður á
einhverju krummaskuði úti á landi," sagði Ragnar.
" Nú en varstu ekki sjálfur að kenna á Siglufirði?"
spurði Svavar.
" Það er nú allt annað mál," Svaraði Ragnar.
" þar var eldgamall Þingmaður."
*******************************
Gamlar vinkonur sem búið höfðu í sitt hvorum landshluta
og ekki hist í 15 ár, hittust óvænt á Laugarveginum.
"Guð ég ætlaði ekki að þekkja þig," segir önnur.
"þú hefur elst svo mikið."
" Ég hefði nú aldrei þekkt þig nema bara af kápunni,"
svaraði sú sem að fyrri var til að heilsa.
Jósep aldrei finnur frið
fyrir kvenseminni.
Í gröfinni mun hann gugta við
götin í líkkistunni.
Höf. ókunnur. Engin furða.
Góða nótt
Athugasemdir
Góða helgi Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 3.10.2008 kl. 20:25
Góða nótt sæta!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 20:31
Þú ert alveg yndisleg Góða nótt
Unnur R. H., 3.10.2008 kl. 22:26
Gott að þú áttir góðan dag.
Á Óslóarsvæðinu eru ljósálfarnir nú í haustfríi.
Þetta með Ragnar og Svavar. Það gæti alveg verið satt.
Dunni, 3.10.2008 kl. 22:28
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 00:08
Kveðja og knús,er hrifinn af Bubba reyni að mætaHvar hef ég verið
Ólöf Karlsdóttir, 4.10.2008 kl. 00:10
Góðan daginn allar skjóður bestu í dag ætla ég að hafa ykkur Turkis, æðislegur litur.
Lady Vallý þú mitt fagra blóm
Ekki veit ég hvar þú hefur verið Óla mín, en nú ertu vöknuð.
Knús í daginn þinn Sigrún mín
Dunni ég á nú eiginlega alltaf góða daga, er ekkert að súta það þó heilsan sé að gera út af við mig það er bara til að minna mig á hvað ég á í raun gott og Veistu að hér á Húsavíkinni fara ljósálfarnir aldrei í frí. knús í daginn þinn í hinni fallegu borg Oslo.
Sömuleiðis Unns mín knús
Doddi minn þú ert nú sætur bæði að innan og utan
kveðja í daginn ykkar, njótið saman
Sömuleiðis Ía mín og gangi ykkur allt í haginn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.