Hugleiðingar morgunsins.
21.10.2008 | 09:46
Maður er nú alveg hættur að kippa sér upp við hinar ýmsu fréttir.
Þetta verður örugglega árið sem maður gerðist öllu vanur.
En það er bara allt að gerast "Bingo"
Snjóflóð féll í múlanum, það er bara 20. okt.
Vona til guðs að engin hafi lent í því, ekki eru komnar
nánari fréttir af því.
Fastir bílar teppa Vikurskarð, á bara ekki til orð, en þetta er
svo sem allt í stíl við það sem er að gerast.
Aukin skjálftavirkni í upptyppingum (skemmtilegt orð)
norðan Vatnajökuls. Vísindamenn fylgjast spenntir með,
því þarna eru að gerast hlutir sem ekki hafa sést áður gerast.
Skjálftarnir gerast grynnra í jarðskorpunni en í fyrra samkvæmt
mælingum. við megum svo sem búast við öllu á þessu ári vanans.
Fleiri fá nú hjartaáfall en áður og er ég eiginlega ekkert hissa á því
frekar en öðru.
Glöð varð ég er ég las að Friðrik Sophusson hugði halda áfram sem
forstjóri landsvirkjunar.
Er nokkuð vert að skipta um í þeirri brú á þessu ári þar sem ekkert
kemur manni á óvart.
Gleðifréttir voru það að unga stúlkan skyldi koma í leitirnar
sem lýst var eftir.
Og hugsið ykkur ekki kom það mér á óvart að bora megi eins og áður
var ákveðið við Kröflu og þeystareikji. Var ætíð vitað mál.
Skildi nú aldrei þennan leikaraskap.
Komið gott í bili, fer til vinnu kl 12.
eigið góðan dag
Milla.
Athugasemdir
Var það ekki í ókt. sem snjóflóðið féll á Flateyri? Mig minnir það,sama ár í janúar féll snjóflóðið í Súðavík eða 1995. Ég man það eins og vil öll en minn fyrrverandi maður stjórnaði uppbyggingu þar. Þetta voru skelfilegir tímar. Allt þetta fólk sem dó. Hræðilegt.
Eigðu góðan dag Milla mín..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:02
Hlýjar kveðjur héðan frá Stjörnusteini
Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 10:05
Já ég held að það komi manni varla nokkuð á óvart lengur, jú kanski en ekki er maður nú svosem ánægður með alla þessa spillingu hér sem greinilega hefur riðið feitum hesti :( Vona að þessar manneskjur verði dregnar til ábyrgðar en líklega sitjum við almúgarnir eftir með skuldarhalann á eftir okkur. Knús á þig Milla mín
Erna Friðriksdóttir, 21.10.2008 kl. 10:21
´Hlýjar kveðjur frá mér. Ekki snjóar í danaveldi, langar pínu í snjó.
Kærleikur til þín Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 21.10.2008 kl. 10:52
Þetta verður örugglega árið sem kenndi okkur að ekkert kemur á óvart, það er reyndar bara þessi mánuðurinn sem allt hefur komið upp það er bara spurningin hvað gerist í þeim næsta. Ég sé að þú ert bara sallaróleg yfir þessu öllu saman Milla mín. Það kemur oft svona eitt snjóskot á þessum tíma og svo verður autt fram í febrúar.
Knús og kærleikur til þín, hér er enginn snjór bara fallegt haustveður.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:05
Eigðu góðan og ljúfan dag Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:38
Mér líkar ekki snjór..Tad er bara notalegt hérna 14 grádur í dag.
Fadmlag til tín kæra Milla
Gudrún Hauksdótttir, 21.10.2008 kl. 12:35
Mér finnst bara fínt að það sé farið að snjóa. Það er eðlilegt, miðað við árstíma. Svo vil ég bara að við fáum álvöru vetur í vetur. Því þá eru meiri líkur á því að við fáum alvöru sumar í sumar.
Hafðu það gott í dag Milla min.
Anna Guðný , 21.10.2008 kl. 13:29
Ég segji eins og Anna ,vil vetur yfir vetrartíman,og sumar yfir sumartíman Knús rugludósin
Ólöf Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 14:14
Sendi þér hér með smá hita og ljúfar hugsanir mín elskulegasta Millan. Ég er sammála þér, þetta verður örugglega ár alls þess sem við eigum eftir að muna um ókomna tíð. Það er satt að það er einhvern veginn allt og ekkert að gerast alls staðar - og hvergi.
Við getum víst ekkert annað gert en að vona og biðja fyrir þeim sem lenda hvað þyngst og verst í öllum þeim kreppuhremmingum þeim er ganga yfir okkur öll núna. Skelfilegt að geta ekki gert meira fyrir þá sem verst eru að verða undir ... ófyrirgefanlegt af stjórnvöldum og öðrum valdamönnum að hafa dregið lappirnar svona lengi án þess að hafa reynt að lyfta fingri - miklu fyrr!
Knús á þig ljúfa skott og hafðu það yndislegt ...
Tiger, 21.10.2008 kl. 14:48
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:11
Jú Hallgerður mín það var í okt. og svo mikil sorg sem var yfir okkur þá .
Ég kynntist því vel því konurnar sem misst höfðu komu í Stórar stelpur og Rósi gaf nokkra klæðnaði, það var heitt á könnunni allan daginn síðan flutti ég til Ísafjarðar 1997 og ennþá var allt eitt flakandi sár.
Knús til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 16:39
Knús til þín Ía mín
Erna mín það verður bara það sem verður og engu fáum við ráðið með þaðKnús Milla.
Lady Vallý oft hefur snjóðað mikið á þessum tíma en vonandi kemur góður kafli núnba fram yfif jól
Knús Milla
Nei þú sleppur við snjóinn Stína mín.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 16:44
Jónína mín hér dugar ekki að bogna hvað þá að brotna, mér líður bara vel og tek þessu öllu með jafnaðargeði.
Hafðu það gott í fallega haustveðrinu þínu
KnúsMilla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 16:46
Væri alveg til í smá snjó hér komu nokkur korn í gærkvöldi en þau eru nánast öll farin aftur...hefði verið fínt að borða slátrið í kvöld með stórhríð á gluggunum knús í kotið
Líney, 21.10.2008 kl. 16:51
Kveðjur ljúfust heirumst í kvöld. Mamma.
Sömuleiðis ljúfa Sigrún knús Milla.
Ég vildi að það væru 14% hér nafna mín. Knús Milla
Anna Guðný mín ég tek alveg undir þetta, en bara svo efir hjá mér með giktina á veturna. Knús Milla.
Knús til þín Suðurnesjarugla. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 16:51
Takk fyrir ylinn Tiger míó ekki veitir af já það er sárt að geta ekki hjálpað þeim sem minna eiga en við, ekki það að ég eigi afgang um hver mánaðarmót, en samt gæti maður örugglega gert eitthvað.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 16:54
Linda mín knús Milla.
Já mannstu veturna þar sem okkur fannst þetta svo gott að kúra inni og borða grautinn sinn með miklu súru slátri.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 16:56
Huld S. Ringsted, 21.10.2008 kl. 19:16
M, 21.10.2008 kl. 20:20
Huld mín knús Milla
Emmið mitt knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 20:50
Brynja skordal, 21.10.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.