Merkilegt, en ætla bara að segja smá.
22.10.2008 | 07:00
Góðan daginn kæru landsmenn, mér sýnist bara á því að horfa
út um gluggan að það sé gott veður í dag, en kannski ekki að
marka, það er myrkur.
Sé það á innlitinu í gær að margir hafa lesið Fyrir svefninn hjá
Mér, en fáir kvittað, enda allt í lagi engan er hægt að pína
til þess frekar en að leitast endalaust eftir bloggvinskap þar
sem manni er hafnað, en það vita nú allir.
Núna kl 8 er ég að fara í sjúkraþjálfun þar á eftir mun ég baka
rúgbrauð sem er uppurið í frystiskápnum bara alveg hissa.
á morgun munum við svo baka hin venjulegu brauð, eða
óvenjulegu því fáir vilja þessi heilsubrauð eins og þau kalla
þennan yndislega bakstur minn, en ég get ekki hugsað mér
önnur brauð.
Svo fer maður að undirbúa jólin með því að gera Karrý Chutny,
Chilli- paprikku hlaup svo ætlaði ég að prófa að gera
krækiberja-chutný það þykir afar gott með steik.
Ég átti yndislegan dag í vinnunni í gær, við byrjuðum að setja
myndir á viskuskikki, svona jóla og svo var aplikerað í kring
við notum að sjálfsögðu bútasaumsefni, það skapaðist góð
stemning og hún lofar góðu upp á jólastarfið.
Hlakka til að hitta fólkið mitt næsta þriðjudag.
Er farin í sjæningu maður verður nú að vera fínn í þjálfuninni
maður er alltaf að hitta sæta stráka.
Knús í daginn
Athugasemdir
Góðan dag milla mín maður verður bara svangur að lesa bloggið þitt svona snemma morguns væri alveg til í ný bakað brauð núna aðeins snjóað hér á skaganum í nótt eða svona föl yfir hafðu ljúfan dag Elskuleg
Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 07:05
Daginn já það verður ekki þverfótað fyrir fallegum peyjum á öllum aldri.Hér snjóar svolítið en er hálf svona slyddukennt eins og oft á suðulandi.Er sjálf að tygja mig í vinnuna og alltaf er þetta gamla vandamál í hverju verð ég í dag. Ég valdi fallegar gallabuxur með flottum svörtum jakka og með þessu ber ég perlufesti. Helvíti bara skverleg kerling! Blessi þig inn í daginn.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:27
Góðan daginn Milla mín. Þetta hljómar girnilega, Karry chutny og Chilli papriku hlaup, eigðu góðan dag ljúfan mín
Kristín Gunnarsdóttir, 22.10.2008 kl. 07:54
Góðan dag, mér varð að ósk með að fá snjó reyndar ekki mikið en þó allt í áttina,eigðu góðan dag
Líney, 22.10.2008 kl. 08:15
mmmmmmmmm væri sko til í uppskrift af chilli papriku hlaupinu
Dísa Dóra, 22.10.2008 kl. 08:52
þú gætir kannski skellt inn uppskrift?
Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 09:17
Góðan og blessaðan daginn vinkona. Það á greinilega engin að vera svangur á þínu heimili, myndarlega húsmóðir. Ég tek undir uppskriftarbeiðnir og þá sérstaklega af hlaupinu. Ég nenni ekki að baka brauð. Hafðu það gott í dag og alla daga Milla mín.... heyrumst
Erna, 22.10.2008 kl. 09:35
Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 09:58
Hlýjar kveðjur inn í góðan dag Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:26
Gódann daginn Milla mín. ummm all tetta chutny sem verdur á bodstólum hjá tér..
Vid pistilinn hér ad nedan ...Voda er mikil synd tegar fólk fer ad hnýtast í hvort annad í vina hópi...Tá er betra ad vera laus.
KNús
Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 10:38
Takk fyrir hlýjar kveðjur stelpur mínar og fjandi held nei veit ég að þú ert flott í dag og að vanda Hallgerður mín.
Knús Milla.
Brynja mín brauðið verður tilbúið kl 16.00 í dag svo ef þú leggur strax af stað ættir þú að ná því, svo verð ég með krydd-grænmetissúpu í kvöldmatinn. Knús Milla
Set inn uppskrift Stína mín
Knús Milla.
Líney er virkilega byrjað að snjóa á ykkur þarna í Sandgerði
ótrúlegt kannski þið fáið annan eins vetur og síðasta.
Knús Milla.
Dísa Dóra mín þú færð uppskrift bara í dag ekki seinna vænna ertu ekki skrifuð 13 nóv?
Knús Milla
Elsku Erna mín set inn uppskriftir á eftir og hafðu það ævilega gott
Knús Milla.
Hólmdís mín þú færð uppskriftir
Knús Milla.
Sigrún mín Knús Milla
Hlýjar kveðjur Ía mín
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 10:41
Nafna mín í Danaveldi hún var engin bloggvinkona mín og aldrei augum hana litið og hún ekki mig þannig að ég var ekki að hnýtast við hana hún gerði mér þetta í einkaskilaboðum við mína vini og sagðist meira að segja er ég hringdi í hana hafa rægt mig við þig, bara svo þú vitir það, þetta er ekkert stórt mál hjá mér nema bara að hún var að ónáða mína vini með þessum lygum og ég er bara ekki að skilja þetta, ætlaði heldur aldrei að tala um þetta en hún stoppaði ekki svo ég varð að opna þetta mál því miður.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 10:49
Tad er leidinlegt ad vera dregin inn í eitthvert atferli sem madur hefur ekki tekid tátt í.
Takk fyrir ad láta mig vita Milla mín.
Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 11:12
Ah nammi namm kæmi ekki seinna en strax ef ég gæti takk fyrir gott boð Milla mín kemst ekki einu sinni vestur á ísafjörð á morgun eins ég ætlaði veður spá allt of slæm en fer bara seinna.. verði ykkur að Góðu með dýrindis málsverð
Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 11:13
Væri alveg til í kaffibolla og kex með chutney hlaupi hjá þér, þú ert bara svo langt í burtu
Styð þig heilshugar í þessu leiðindarmáli þarna í gær og finnst þú sterkari manneskja að hringja í hana. Og ennþá fallegra að biðja fyrir henni, því svona fólk á bágt með sig
M, 22.10.2008 kl. 11:33
Ég veit ekki einu sinni um hvað málið er þannig að ég held bara áfram að kvitta hjá öllum þeim sem ég er von að kvitta hjá og finnst gaman að kíkja til
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:37
Brynja mín þú kemur bara í sumar það er nú sjaldgæft ef ég á ekki brauð í frystiskápnum og allskonar sultur og Chutny í krúsum í búrinu.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 12:08
Takk fyrir Emmið mitt þú kemur bara seinna í kaffi.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 12:09
Guðborg mín auðvitað gerir þú það engin ástæða til annarrs.
Knús til þín er ekki annars búsældarlegt í þínu búri eftir alla sulltugerðina.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 12:11
Það var bara sjálfsagt nafna mín og ég sendi þér friðarljós til að horfa á er þú vaknar á morgnanna.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 12:13
Takk fyrir tad mín kæra
Tad verdur tekid vel á móti tví.
Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 12:22
Snjórinn er nánast farin burt með sólinni...
Líney, 22.10.2008 kl. 12:28
:) Hjá mér er allt fullt af sultu enginn skortur á henni næstu mánuðina hahah, en það er líka það eina sem ég get treyst á að skorti ekki
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.10.2008 kl. 12:28
Elsku Milla!
Mikið rosalega finnst mér þetta leiðinlegt mál.
Heldurðu að þessi kona hafi svo ekki óskað eftir bloggvináttu við mig, sem ég þáði með þökkum, alltaf gaman að eignast nýja vini. En svo sá ég á blogginu hennar, að það var hún sem hafði staðið að þessari rógsherferð að þér og var eitthvað að reyna að biðjast afsökunar út af því.
Mér finnst bara, að maður geti ekkert verið að rægja einhvern út um allar trissur og ætla svo að koma fram og biðjast afsökunar á öllu saman og segjast vera maður að meiri fyrir vikið.
Mín fyrsta hugsun var, að þessa manneskju langaði mig ekki að eiga fyrir bloggvin og ætlaði að fara að hugsa mér til hreyfings, að fjarlægja hana af mínum bloggvinalista, en þá var hún búin að fjarlægja sjálfa sig út af blogginu. Bara gott mál!
Ég met vináttu okkar, Milla mín, mjög mikils og þið bloggvinkonurnar sem ég á eruð yndislegar. Þess vegna vil ég ekki hafa svona rógburðarjúffertur í nálægð við mig.
En ég tek samt undir með þér; að biðja Guð um að vera með henni Helgu!
Knús á þig, kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:29
Það er eins og vant er þarna fyrir sunnan,Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 12:51
Já elskan nú er bara að fara að gera allt sjálfur og ég veit að þú getur það Guðborg mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 12:52
Þakka þér hjartanlega nafna mín fyrir stuðninginn, ég tel hana vera veika og að það þurfi að biðja fyrir henni og er ég með ljós fyrir hana í dag, kannski er ég svona græn en ég taldi ekki svona fólk vera til,
allavega ekki svona slæmt því aldrei hafði hún kommentað til mín eða ég til hennar eftir að hún hætti þar áður.
Nei þú sorar ekki út fólk og segir svo bara fyrirgefðu og svo á bara allt að vera gott, er ég hringdi í hana bauð ég henni að biðja alla þá sem hún hafði abbast upp á fyrirgefningar, en hún bað bara mig ég fór inn á bloggið hennar og bauð henni aftur að réttlæta það sem hún gerði, en þá lokaði hún blogginu hefur ekki höndlað þetta.
Kærleik til þín nafna mín og mér finnst undurvænt um þig og margar aðra bloggvini mína og hugnast best að hafa frið.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 13:01
Rosalegt leiðindamál er þetta Milla mín. Ég hef verið bloggvinur hennar og síðast þegar hún hætti og byrjaði aftur þá runnu á mig tvær grímur en ég samþykti hana aftur. Hún hefur sem betur fer aldrei talað um einn eða neinn á mínu svæði svo ég kom eiginlega alveg af fjöllum þegar ég las bloggið hennar í gær en að þetta hefði með þig að gera datt mér aldrei í hug.
Segi eins og þú hún hlýtur að vera veik blessuð manneskjan og best að senda henni ljós frá okkur.
Takk fyrir þínar góðu færslur og hlýhug.
Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 19:16
Ég kem nú alveg af fjöllum með þessi samskipti hennar enda hef æeg ekki verip mikip æa ferpinni á blogginuÉn ég er forvitin að eðlisfari svo ég ætlaði að kíkja á síðuna hennar áðan en hún er horfin allavega af mínum lysta.....
Persónuleg finnst mér allt í lagi að skiptast á skoðunum og maður þarf ekkert alltaf að vera sammála því við höfum jú oft mjög ólík sjónarmið.
En ég fytirlít rógburð hvaðan sem hann kemur.
Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 21:06
Takk fyrir stelpur mínar já þetta var leyðindamál og verst að hún hafði aldrei nein afskipti af mér eða ég af henni , skil ekki svona, en hún er bara eitthvað veik og hef ég beðið fyrir henni.
Knús til ykkar Ía mín og Solla.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.