Fyrir svefninn.

Fór til læknisins í morgun og var hann bara ánægður og ég líka
Því ég hafði lést um 1 kg en var búin að þyngjast fyrir sunnan
eins og ég talaði um hér um daginn, allt undir kontóról.

Um Hálf þrjú hringdi Milla mín og sagði að það væri ein lítil á leiðinni,
er hún kom var hún með skúffuköku 3 bita og ætlaði að halda veislu
fyrir ömmu og afa sem hún og gerði.
Síðan var horft á mynd. Um 4 leitið þurfti ég að fara með föt sem
Dóra mín var að gefa í kynlega kvisti, litla ljósið kom með og
fékk náttúrlega ís í sjoppunni. Síðan fór hún að hjálpa til í búðinni
á meðan amma fékk sér kaffi og keypti eitt st. hvíta gólfhillu,
vantaði svo í svefnherbergið, hún kostaði 1000 kr.

Nú er við komum heim fór ég að elda matinn og borðuðum við síðan
Fisk, kartöflur og grænmeti, gufusoðið.
Ingimar kom að sækja litla ljósið um átta leitið við fengum okkur kaffi
saman, Milla var nefnilega að útbúa veislu fyrir kunningjakonu sína.

Einstaklega góður dagur það er ævilega er þau eru í heimsókn
þessir englar mínir.

                 BROS

      Við erum alltaf að brosa
      að brosa
      með sjálfum okkur.

      Skáldið brosti
      með sjálfu sér
      þegar það las
      ljóðið sitt.

      Málarinn brosti
      með sjálfum sér
      þegar hann horfði á
      myndina sína.

      Konan brosti
      með sjálfum sér
      þegar hún hlaut
      hæsta vinninginn.

      Hvers vegna brosum
      við ekki
      með hvort öðru?
              Jenna Jensdóttir.

                                     Góða nótt
.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Gaman að líta við á síðuna þína, gaman að lesa hjá þér, hafðu það sem allra best, Emma sefur í sófanum. Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín, og sofðu vel.

Helga Magnúsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk kæra vinkona mín þú ert bara flott.knús Milla.

Knús til Emmu og þín Gleymmerei mín
Milla

Sömuleiðis Helga mín.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Erna

En hvað hún hefur verið mikið krútt litla ömmustelpan þin, að halda þér veislu. Alveg yndislegt að lesa þetta og ég sé hana fyrir mér koma stolt með skúffukökuna til ömmu. Ég brosi með þér Milla mín og býð þér góða nótt

Erna, 30.10.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Brynja skordal

Krútt sú litla að koma með kökusneið handa ykkur með kaffinu bragðast örugglega miklu betur frá svona sætum skottum og gott að allt gekk vel hjá doksa og 1 kg er bara í góða átt hafðu góða nótt Milla mín Elskuleg

Brynja skordal, 30.10.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Var bara veisla og alles ,það er veisla hjá mér núna unglingurin er komin heim og búin að tengja fyrir ömmu Hann hló mikið af mér er með sjónvarp og alles núna Og ég er kát Rugludósin í fjöleignarhúsinu í vesturbænumKnús á þig Milla mín

Ólöf Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín ég veit að þú brosir með mér, litla ljósið mitt sem bara Dóra á er hún er nálægt og stelpurnar. hún er fædd búkona og engin þarf að efast um að hún geti allt sjálf, það er þessi aldur sko.Hún er bara yndisleg eins og þau eru öll.

Knús til þín
Milla.

Já Lady Vallý ég laumaði nú bara minni til Gísla er nú eigi mikið fyrir skúffukökur eða brúnar köku svona yfirleitt.
Hvað er hún að rugla með afmæli þessi rugla þarna á Laugum?
Knús Milla.

Knús í daginn þinn Ía mín
Milla


Brynja mín hún er sko krútt litla ljósið mitt og hún nýtur þess í botn.
Knús í daginn þinn
Milla.


Knús í þinn dag Sigrún mín
Milla

Hvaða afmæli, þú ert nú meiri villingurinn þú veist að ég vill ekkert láta tala um afmæli.
Knús til þín ljúfan mín
Mamma.

Hvaða veisla Óla ég er ekki sko búin að eiga afmæli, þið eruð nú meiru dósirnar sem ég er með í félagi eða er þetta ekki annars félag.
gott að unglingurinn er búin að tengja þin, er það ekki það sem við þurfum er við eldumst, allavega er ég komin með gangráð.

Knús til þín Ruglan þín
Húsavíkur-ruglan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband