Hugleiðingar mínar.

Konur hafa í auknu mæli hringt í Kvenathvarfið í Reykjavík,
vegna ofbeldis af hálfu eiginmanna og sambýlismanna.
Tengja þær það við álag vegna efnahagsþrenginga.
Þær eru að búa sig undir aukna aðsókn í athvarfið það
gerist ætíð við þannig aðstæður.

Það er þá líklegast í augum og huga þessara manna bara
sjálfsagt að lemja konur sínar og jafnvel börn fyrir
efnahagsástandið.
Sem sagt þeim að kenna.

Lagið væri kannski að smala þessum fjölskyldum niður á Austurvöll
leifa þeim að komast upp með það þar að lemja og svívirða konu
og börn fyrir framan Alþingi, þá mundu kannski ráðamenn þjóðarinnar
sjá hvað það er vita vitlaust að axla eigi ábyrgð og bara kenna
öðrum um vandamálin.

Nei það mundu þessir menn aldrei samþykkja því þeir gera þennan
viðbjóð í felum, engin má fá að vita að þeir fremji þann glæp að
lúskra á konum sínum.

Sko þeir eru nú annars svo góðir menn.
þetta er fræg setning.


Það er sami feluleikurinn í ráðamönnum þessa lands.
Engin má vita neitt, okkur kemur þetta víst ekkert við.

Hvorutveggja jafn mikil lítilsvirðing.



Stjórn IMF mun fjalla um landið okkar Ísland 5 nóv.

Fróðlegt verður að vita í hvaða dilkaflokk við verðum dregin,
það hlýtur að verða góður flokkur þar sem við erum fremstir í öllu
meira að segja í því að verða fyrst hinna vestrænu þjóða til að þyggja
aðstoð hjá IMF. VÁ! Hvað þurfum við eiginlega mikinn pening til að bjarga
þessum mönnum út úr soranum og hvað verðum við lengi að borga þetta allt.

Það hlýtur að vara í tuga ára með tilliti til þess að allir eru að missa vinnuna
vegna aðgerðaleysis og seinagangs.
Ekki kemur mikið í ríkiskassann ef fólk hefur eigi vinnu.

Annað sem er eigi gott, tel ég að um landflótta verði að ræða
það lifir ekki af loftinu þó hreint sé.

Bara aðeins ein gleðileg frétt, eru þær sjálfsagt margar fleiri,
en stórglæsilega stóðu þeir sig Ólimpíu-farar í matargerð
tvö gull og eitt silfur.
Til hamingju öll í landsliðinu.

Svo er það auðvitað jákvætt hvað margir eru bara í Pollýönnuleik
þessa daganna.


Verið góð við hvort annað kæru landsmenn.
Knús Milla
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já skelfingin er vída kæra MIlla....

Kvennaathvarfid er heimili tví midur margra kvenna en samt gott fyrir tær ad geta leitad tangad.

Tad er líka gott ad sjá tad jákvæda eins og tú telur upp svo voru stelpurnar okkar í fótbolta ad vinna leik vid íra....Gott hjá teim.

Kannski fáum vid vinstrisstjórn næst ..tad er líka jákvætt.

fadmlag til tín frá sólini í Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.10.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Millan mín við vinnufélagarnir erum að hugsa um hvert best sé að flytja

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 08:58

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 31.10.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Já hverjum öðrum eiga þeir að kenna um, konan er nærtækust þegar ílt er í efni

Kristín Gunnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 11:07

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn mínar kæru.

Auður mín kærleik til þín.
Milla

Rétt hjá þér nafna mín, Vinstri stjórn, ég veit bara ekkert hvað er best í dag. 'Akveð það þá. já ég horfði á stelpurnar þær voru æðislegar,mætti sýna oftar frá kvennaboltanum.
Knús
Milla.

Hólmdís ég held að ég verði bara á Húsavíkinni enda orðin of lúin til að fara í stórframkvæmdir.
Knús
Milla

Huld mín knús
Milla.

Silla mín vonum það besta.
Knús
Milla

Sko stelpa hefurðu gaman að þessu, já þú hefur það.
en veistu hvað ég verð gömul?
I love you mamma.

Stína mín við þekkjum það nú svo vel, þetta með ofbeldið.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

weekend_662605.gif

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 12:28

8 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Það er ótrulega margir sem nota ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt. Hafðu það gott.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 13:06

9 identicon

Það er víst bara þannig Milla mín að reiðin brýst út í ofbeldi og það er allt logandi í reiði og heift það er mörgu þung orð látin falla þessa dagana og svo eru það þeir sem láta reiðina bitna á sínum nánustu. Frekar dapurt þetta allt saman en það koma betri tímar að þessu loknu hef ég trú á þegar allt baktjaldamakkið verður komið upp á yfirborðið og við getum farið að byggja upp að nýju.

Knús til þín og mikið getum við farið að hlakka til þess að eiga afmæli, við stelpurnar.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:13

10 Smámynd: Dísa Dóra

Það er mér einnig áhyggjuefni að ofbeldið mun hafa áhrif til frambúðar því miður eins og ég fjalla um á mínu bloggi.

Vissulega er hægt að segja að sú framkoma sem ríkisstjórnin sýnir okkur almennum borgar sé ofbeldi á sinn hátt en sem betur fer er nú samt ekki hægt að líkja því alveg saman við makaofbeldi.  Samt verð ég nú að segja að þetta er áhugaverð hugleiðing hjá þér.

Dísa Dóra, 31.10.2008 kl. 15:22

11 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já og svo þora þær ekki að kæra ,það er það versta ,hann er ekki alltaf svona vondur hef heyrt þetta .Hef ekki lent í svona en á tvær vinkonur sem lentu í svona Sem betur fer búa þær ekki við þetta lengurKærleiksknús rugludósin í fjöleignahúsinu í vesturbænumKomin með mína tölvu

Ólöf Karlsdóttir, 31.10.2008 kl. 16:21

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 31.10.2008 kl. 16:58

13 Smámynd: Líney

Líney, 31.10.2008 kl. 17:06

14 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er sorglegt og er eins og þjóðfélagið í hnotskurn.

Heidi Strand, 31.10.2008 kl. 18:11

15 identicon

Eigðu góða og ljúfa helgi... Kveðjur úr eyjunni fögru í suðri

Hindin (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 18:55

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Anna Ragna mín.
Knús Milla

Já Dúna mín þeir eru margir.
Knús
Milla

Auðvitað kemur að því að við fáum betri tíð og sól í haga.

Já er þér ekki farið að hlakka til, hún Dóra mín er svo mikil dúlla,
búin að auglýsa þetta um allt. Ert þú ekki 5?
Knús Milla.

Takk fyrir Dísa Dóra mín hugleiðingin er ætíð þörf, við verðum að minna á að þetta er bara ekki í boði.
Knús
Milla.

Óla mín gott að vinkonur þínar eru lausar úr ánauðinni.
En ég mun nú tala við þig á bloggi á eftir.
Ertu ekki orðin hrædd?
Knús
Milla

Sigrún mín knús
Milla

Knús til þín Líney mín
Milla

Sorglegt er það, en ofbeldið hefur ætíð viðgengist þó þjóðfélagið hafi staðið betur.
Knús Milla

Hindin mín takk fyrir innlitið og góða helgi.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.