Fyrir svefninn.
1.11.2008 | 20:08
Bæjarbragur í Reykjavík.
1808 fyrir 200 hundruðum árum var bæjarbragurinn svona.
það hafði sýnst mörgum mönnum, að heldur mætti þykja
misráðið ... að konungsféhirzlurnar og allt annað skyldi
saman komið í Reykjavík, þar sem bær var varnalaus og
opinn sem mest mátti verða fyrir hverjum víkingi, sem
fyrstur kom að landinu, hversu vanmáttugur sem var og
þar með var þar engin fyrirhyggja höfð um annað en
fédrátt og skart; voru allir bæjarmenn kramarar, og
þernur þeirra og þjónar hugsuðu ei um annað en skart
og móða:
konur höfðu gullhringa marga hver, og keppt var um hvað
eina sem til yfirlætis horfði, samkvæmi jafnan og dansar og
drykkjur, og eftir þessu vandist alþýðan, er þar var um kring,
og jókst þar mikið iðnarleysi, en allt það er horfði til harðgjörvi,
eða réttra karlmennsku og hugrekkis, var þar sem fjarlægast.
Árbækur Espólíns.
Úr Öldinni okkar 1808, í Ágúst
Enskt Víkingaskip rænir fjárhirzlu landsins
Skyndilega og öllum að óvörum kom seint í síðastliðnum mánuði
enskt víkingaskip inn til Hafnafjarðar.
Foringi skipsins krafði landfógeta um konungsfjárhirzluna,
neyddist landfógeti til að láta af hendi jarðarbókarsjóðinn með
öllu, sem í var.
hafa víkingar þessir framið ýmis fleiri rán og spellvirki.
Í sjóðnum voru 37 þúsund dalir.
Ýmislegt fleira er hægt að lesa um hvað gerðist fyrir 200 árum
það stendur í Öldinni og merkilegt hvað sumir líkir hlutir endurtaka
sig. hvernig væri nú að fara að eiga sjálfan sig.
Smá gott eftir hana Ósk Þorkelsdóttir.
Árni Mathiesen fékk á sig dóm fyrir
ærumeiðandi ummæli um Magnús
Hafsteinsson.
Þú skalt orðin ómyrk deyða
á honum sá dómur skall.
Magnúsi svo máttu greiða
í miska hundraðþúsundkall.
Árni má sín útgjöld bera.
Aurinn reynist Magga vís.
En þessi æra virðist vera
á virkilega góðum prís.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt
Líney, 1.11.2008 kl. 20:23
já Bretarnir hafa áður ráðist á okkur
Góða nótt
Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 20:46
Takk fyrir skilaboð. Ætla að gera það sem ég get.
Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:57
Góð saga og kvæði Góða nótt Milla mín Rugludósiní fjöleignarhúsinu í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:43
Milla mín kvitt fyrir nóttina.
Kærleiks kveðja inn í nóttina
egvania, 1.11.2008 kl. 23:55
Hún á Afmæli í dag hún á Afmæli hún Milla hún á Afmæli í dag Til hamingju með daginn milla mín og vonandi verður þinn dagur góður og ljúfur knús og góða nótt Milla Afmælis stelpa
Brynja skordal, 2.11.2008 kl. 00:28
Til hamgju með afmæliuð Milla mín. Eigðu góðan dag á morgun.
Anna Guðný , 2.11.2008 kl. 00:34
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún milla
hún á afmæli í dag
Rugludósin í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 00:52
Til hamingju með afmælið kæra Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 2.11.2008 kl. 01:06
Til hamingju með afmælið elsku dúllan mín. Borðaðu góða köku og allt það. Knús til þín.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.11.2008 kl. 01:40
Til hamíngju með afmælið elsku Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 08:41
Innilega til hamingju með daginn elsku Milla mín
Helga skjol, 2.11.2008 kl. 08:46
Hjartanlega til hamingju med daginn kæra Milla..
megir tú eiga gódann dag med tínu fólki og borda allt sem tig listir...Tad má nú svona spari.
Afmæliskvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 2.11.2008 kl. 08:49
Takk takk takk og þúsund sinnum takk, ég mun örugglega eiga góðan dag í dag það er verst að Dóra mín er að vinna og stelpurnar á fullu að læra, en ég mun halda matarboð seinna fyrir alla.
Já þú talar um Tertu Dúna mín, ég fékk mér nefnilega eplapay í gær með þeyttum rjóma, en svo veit ég að það verður góður eftirmatur í kvöld.
En skjóðurnar mínar eigið allar góðan dag í dag sjálfar og njótið þess sem hægt er að njóta, það er sko ýmislegt.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.