Fyrir svefninn.

Er við komum til Millu og Ingimars í kvöld, var frekar hljótt
inni engin sem kom og sagði amma afi, en allt í einu upphófst
afmælissöngurinn til ömmu sinnar og mikil gleði var er þær, ljósin
mín, föðmuðu ömmu og afa hann átti nefnilega afmæli í okt. svo
þetta var líka matarboð fyrir hann.
Síðan fengum við pakka mikinn og í honum voru æðisleg jólakerti,
jólaservéttur allt frá Sía. shammpó, hárnæring og gel í hárið og fullt
af tapenade,pestó, tahini og öðrum gormet vörum.
Einn sælgætispoki var í pokanum, en það voru Bingó kúlur
uppáhaldið hans Gísla míns.

Nú það þarf ekki að taka það fram að maturinn var æðislegur,
svínalundir,
sætar kartöflur og venjulegar, settar saman í ofn með osti á
gljáð grænmeti og rjómaostasósa.
Bara æðislega gott, á eftir fengum við ostaköku og kaffi.

 

                    Kveldljóð.

            Ó, þú sólsetursglóð,
            þú ert ljúfasta ljóð
            og þitt lag er hinn blíðfagri andi.
            þegar kvöldsólin skín
            finnst mér koma til mín
            líkt og kveðja frá ókunnu landi.
            Mér finnst hugsjónabál
            kasta bjarma um sál
            gegnum bylgur þíns dýrðlega roða.
            Ég geng draumum á hönd
            inn í leiðslunar lönd
            þar sem ljóðdísir gleði mér boða.

                                    Jón Trausti.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góða nótt afmælisbarn

Erna, 2.11.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 2.11.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Sofðu rótt í alla nótt Milla mín Knús á þig

Ólöf Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Líney

Góða  nótt

Líney, 2.11.2008 kl. 23:00

6 identicon

Til hamingju með afmælið Milla mín, ég rétt náði  að skrifa það inn fyrir klukkan tólf.

Sofðu vel.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Brynja skordal

Æðislegur dagur Milla mín Flott að fá svona kræsingar og flottar gjafir og mikið af knúsi yndislegt bara hafðu góða nótt ljúfust

Brynja skordal, 2.11.2008 kl. 23:09

8 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Æðislegt að dagurinn var svona góður, Þrösturinn minn á afmæli á morgun, þá nær hann mér.

Gópa nótt

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.11.2008 kl. 23:14

9 identicon

Æ, yndislegt að þú skyldir eiga svona yndislegan afmælisdag (eða réttara sagt, þið bæði, til hamingju með afmæli Gísla í október!)

Góða nótt, Milla mín og kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:20

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með daginn elsku bestasta-besta Millan mín

Risastórt knús á þig, mín kæra!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:26

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að þið/þú áttir góðan afmælisdag Milla mín.  Góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:55

12 Smámynd: Anna Guðný

Dreymi þig vel afmælisbarn

Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 02:33

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þið eruð bara yndislegar og góðan daginn skjóðurnar mínar, eigi sé ég neitt út enn þá svo veit eigi neitt um veðrið, en það skiptir engu, það er veðrið inn í okkur sem skiptir máli.

Má til að segja ykkur einn. Litla ljósið mitt er hún var nú búin að syngja fyrir ömmu ásamt stóru systu, nú með tilheyrandi knúsi þá stoð hún kokreist fyrir framan mig og sagði:
" Jæja amma mín nú ert þú orðin 66 ára"

Svo mér datt í hug að kalla þetta bara sexí árið mitt,
er það ekki bara snjallt?

Kærleik og hlýju til ykkar allra
MillaGuys.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.