HUGLEIÐINGAR DAGSINS.
3.11.2008 | 07:37
Það skildi þó aldrei vera að maður gæti fengið sér á
brunaútsölu, Sumarhús eitt glæsilegt, nóg er framboðið.
Æ Æ ég gleymdi að ég á eigi pening, ekkert frekar en megin
þorri þjóðarinnar, en hvað með það við eigum kærleikann,
hann getur engin tekið af okkur.
Menn segja að það dragi úr líkum á álveri á Bakka við Húsavík.
Eftir ákvörðun Alcoa um að fresta rannsókn sem fyrirhuguð var
upp á tvo miljarða, á Þeystareykjum.
Aldrei hef ég nú verið svartsýn á þetta álver, eða bara yfirhöfuð,
en tel núna að það muni eigi rísa um langa hríð eða aldrei.
Sútumst eigi yfir því, þeir ráðamenn sem eru ráðnir til að hlú að
atvinnuuppbyggingu í landinu svona vítt og breytt hljóta að vera
með plan B. þá er bara að hrinda henni í framkvæmd.
Getur það átt sér stað að engin svona nefnd sé til, sem á að sjá um
að allir landsmenn hafi jafnan rétt til búsetu þar sem þeir kjósa að búa
og atvinnan sé nægileg á þeim stað, jú það hlýtur að vera, svo margar
eru jú silkihúfurnar að einhverjar hljóta að hafa átt að sinna slíku.
Og eitt verð ég að láta út úr mér, það þýðir ekkert fyrir ráðamenn að
segja að þeir hafi nú eigi búist við þessari kreppu, ef þeir segja það
eru þeir að ljúga.
Alcoa bíður starfsmönnum sínum upp á sálfræði hjálp í ljósi þess
ástands sem hefur skapast í landinu.
Það er nú bara flott hjá þeim.
Skildi ekki ríkið bjóða sínu fólki upp á það sama?
Hugið að því að meira að segja náttúran veit að henni ber að hjálpa
til og þar reið rjúpan okkar fallega yndislega og góða á vaðið og er
farin að fjölga sér betur en á horfðist.
Ég man þá tíð er maður átti rjúpur á jólum, áramótum og páskum,
svo maður tali nú ekki um gæsina sem var á borðum allt árið.
Kannski þeir auki kvótann svo sjómennirnir geti fær björg í bú.
það þarf nefnilega að veiða fisk til að hann aukist,
er það ekki annars?
Hreindýri bjargað úr gjótu það er bara yndislegt,
en í ofninn hefði ég viljað hafa það.
Eigið góðan dag
Milla
Athugasemdir
Gódann daginn Milla mín.Ad auka kvótann hver á tá ad eiga hann??Tad væri óskandi en ekki ad hann færi í einkaeigu.Tad voru stór mistök á sínum tíma tegar framsóknarmenn færdu mönnum miljónir á silfurfati á medan hinir horfdu á.Grei hreindyrid...Hefdi alveg viljad tad í ofninn hjá mér líka.Á svo ansi gott heimalagad kirsuberja og títuberjahlaup.
Fadmlag til tín inn i gódann mánudag.
Gudrún Hauksdótttir, 3.11.2008 kl. 07:49
Já það voru mistök það vitum við og mikil spilling var þar á ferð.
Við eigum kvótann, það má nafna mín halda dagsræðu um það, en ég var bara að taka svona til orða, eru það ekki okkar siðlausu ráðamenn sem ennþá ráða í þessum málum.
Knús til þín ljúfust.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 08:01
Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:14
Þarf maður að eiga pening? Við tökum bara lán Milla. Enda skilst mér að verðið hafi húrrað niður um ein 50%. Við rúllum þessum upp
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:37
Við fáum bústaðina gefins á næsta ári, ég er viss um það, annars hefur mig aldrei langað í bústað, dugar að fara í stöku heimsóknir í þess háttar búsetu. Annað væri hreinlega að flytja bara alveg út í sveit, það er fýsilegur kostur. Kær kveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 10:41
Ía mín knús
Milla.
Já það er annars ekki málið auðvitað tökum við bara lán þau geta varla versnað úr þessu.
Knús á þig Langbrókin mín
Milla.
Kjósa mundi ég sveitina frekar en bústað hef aldrei verið hrifin af að dúsa á sama stað alla tíð.
Knús Ásdís mín
Milla
Kærleik til þín Auður mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 11:11
Þetta hlýtur að reddast
Vona að þú eigir góðan dag Milla mín
Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 11:35
Ég hef oft verið að pæla í þessu með kvótann og þessar háu raddir um að þjóðin eigi kvótann og allt það. Fólkið í landinu o.s.frv. En það sem ég hef aldrei skilið er hvernig þetta fólk vill nýta hann. Á það þá að vera % hlutfall? Allir fái smá. Hvað gerist svo þegar hann skerðist? Ef þú átt eitthvað, þá hlýturðu að mega selja það. 95% af þjóðinni myndi selja sinn hlut strax og þá værum við í sömu málum. Enginn útgerðarmaður myndi nenna að eyða lengri tíma í að leiga sér kvóta af einstaklingum heldur en það tekur að veiða fiskinn. Er þetta þá bara spurning um pening? Endilega lof mér að heyra.
Annars hafðu það ljúft í dag
Anna Guðný , 3.11.2008 kl. 12:00
Missti að mestu leiti af viðtalinu við Björk á fimmtudagskvöldið hún hlýtur að hafa verið að tala um eitthvað sem er hugsað fyrir ykkur norðan heiða eða var hún bara að minnast á atvinnugreinar fyrir höfuðborgina.
Knús inn í daginn elskuleg og takk fyrir afmælisóskirnar
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:25
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:21
Það hafa bara fáir efni á að fara á útsölur Og svo vona ég að við förum að eignast kvótannKnús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:33
Auðvitað stöndum við þetta af okkur eins og ævilega Hulla mín
knús Milla.
Anna Guðný mín það er talað um að þjóðin eigi kvótann þá er eigi verið að meina að ég og þú eigum eitthvað smá heldur að kvótanum sé skipt niður á byggðarlögin í landinu og fylgi þeim, ekki að það sé hægt að selja bát með kvóta út úr bænum, það er það sem hefur gerst og þess vegna er nú allt eins og það er í þessum málum, annars er ég eigi sérfræðingur í að útskýra þetta með kvótann og auglýsi ég eftir einhverjum sem getur útskírt þetta betur.
Og auðvitað er þetta spurning um peninga.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 17:01
Knús til þín Linda mín
Milla
Ég horfði heldur ekki á Bjarkar-viðtalið, en heyrði því fleygt að hún hefði minnst á að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum færu að vinna fyrir þeim í sprotafyrirtækjum sel það eigi dýrara en ég keypti það.
Knús
Milla.
Óla mín við höfum ekkert á útsölur að gera okkur vantar ekki neitt.
Knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 17:08
Mikið vildi ég hafa hreindýrið í ofninum..... við hefðum kannski geta skipt því á milli okkar ?? og hakkbollur úr hreindýrakjöti namm.....
Ætli maður geti ekki núna fengið leigða sumabústaði á slikk hjá bönkunum.
Yndislegt að lesa bloggið þitt það er svo heimilislegt.....
Knús Vibba
Vilborg Auðuns, 3.11.2008 kl. 18:51
Gott innlegg á góðum degi... Loksins búin að koma eldhúsinu í það horf sem ég vil hafa það svo nú er hægt að fara að hugsa um eitthvað annað til tilbreytingar...:=) Góða nótt
Hindin (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:15
Villibráð, nammi namm, það er það besta sem til er, hreindýrið í ofninn, skil þig vel, nammi namm, Hreindýr er það besta sem til er.
Hafðu það villibráðargott í kvöld og nótt.
Kærleiksknús í nóttina.
Kv Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 3.11.2008 kl. 19:39
Vibba mín hreindýrakjöt hvernig sem það er eldað er bara gott,
ég kaupi bollur af kjötvinnslu hér í bæ, þær eru litlar og sætar passa í allt svo er þetta kjöt fitulaust nema það er ætíð sett svolítil nautafita í bollurnar til að þær séu ekki eins og hrat. kaupi einnig hakk og bý sjálf til allskonar rétti úr því.
Gaman að þú skulir gleðjast yfir blogginu mínu Takk.
Knús til þín og farðu vel með þig.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 19:41
Hindin mín ertu búin að setja inn myndir ég mun kíkja
Knús til þín Milla.
Ég held að flestum Íslendingum finnist villibráðin góð.
Knús á þín Gleymmerei mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 19:44
Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.