Fyrir svefninn.

Góður dagur á enda, næstum runninn, í morgun fórum við gamla
settið á ról í Apótekið og svona ýmislegt.

Er heim komum fengum við okkur te og brauð, þá hringdi Dóra og
bað Gísla minn að sækja sig fram í Lauga, hann fór strax af stað.

Er þau komu til baka fórum við mæðgur á búðarráp, Dóra þurfti
að versla ýmislegt eins og gerist og gengur með þetta sveitafólk.
fórum svo að sækja litla ljósið kl 2 hún var afar glöð að sjá Dóru
frænku sína sækja sig, hún kom svo með okkur í nokkrar búðir
síðan heim, fengum okkur kaffi og brauð, Milla mín kom og það var
spjallað að vanda.
Gísli ók síðan Dóru heim um fjögur leitið. Milla fór með ljósálfinn
í fimleika og litla ljósið varð eftir hjá ömmu sinni og var hún að horfa á
þyrnirós.

Á morgun stendur til að byrja að jólaföndra í vinnunni minni,
hlakka til þess.

                    Draumalandið.

              Ó leif mér þig að leiða
              til landsins fjalla heiða
              með sælu sumrin löng.
              Þar angar blómabreiða
              við blíðan fuglasöng.

              þar aðeins yndi fann ég.
              Þar aðeins við mig kann ég.
              Þar batt mig trigða band,
              því þar er allt sem ann ég
              þar er mitt draumaland.

                                          Jón Trausti.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Knús á þig Milla mín

Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hummm... Draumalandið það er nú það elsku Milla mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Tiger

 Ljúfa og kæra Millan mín. Gott að heyra að það er alltaf nóg að gera hjá þér, góður samgangur á milli fjölskyldumeðlima er alltaf gott og blessað. Ég er að fara að byrja á Jólakortum og smá svona dúlleríi sjálfur, enda er ég mikill jólasveinn og nýt þess í botn að gera eitt og annað sjálfur fyrir jólin. Jólaföndur á vinnustað er alltaf skemmtilegt ...

Knús inn í nóttina þína skottið mitt og hafðu það ætíð sem ljúfast og best!

Tiger, 3.11.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla mín og gangi þér vel að föndrast á morgun

Erna, 3.11.2008 kl. 21:43

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Jóla hvað?. Góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.11.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hafðu það sem allra best, gaman hjá þér.

Góða nótt og sofðu vel, megi morgundagurinn verða þér skemmtilegur.

Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ætlar þú að föndra jólakortGóða nótt milla mínÓla rugla í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:30

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:45

9 Smámynd: Helga skjol

Góðan daginn mín kæra

Helga skjol, 4.11.2008 kl. 06:54

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, gangi þér vel í föndrinu

Kristín Gunnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 07:40

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn. Ég ætla ekki að búa til jólakort á svo mikið síðan í fyrra að ég verð að nota þau, það er nefnilega alltaf verið að selja fyrir hitt og þetta og ég keypti yfir mig í fyrra, nú segi ég bara nei takk.

Hann Tiger er eini gæinn inni á minni síðu núna og hann er jólastrákur,
enda gull af manni það vitum við allar heyr fyrir þér Tiger níó míó.

Knús til ykkar allra inn í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.