Vanskilafólk og skilafólk.

Undarlegasta sem ég hef lent í gerðist hér um daginn.
Við gamla settið stóðum frammi fyrir því að lenda í vandræðum
með að lifa eða að borga af okkar lánum, svo ég snéri mér til
okkar banka og bað um frystingu á tveimur lánum, þannig að við
mundum bara borga vextina í nokkra mánuði.
Þjónustufulltrúi minn sem er í alla staði yndisleg,
sagðist ætla að kanna það, nú svarið var að eiginlega væri þetta
bara gert fyrir vanskilafólk og þar sem við hefðum aldrei verið það
þá væri erfitt að hjálpa okkur.
Sem sagt við hefðum þurft að fara í þriggja mán vanskil til að fá hjálp.
Ég bað þá þessa vinkonu mína að segja þeim sem öllu réðu að
þeir gætu þá bara troðið þessu upp í, þið vitið.

Nú við fengum þessu framgengt, þannig að við erum að fá um 30.000
á mánuði til að lifa fyrir, í nokkra mánuði höfum við bara haft minna en
ekki neitt og ef ég ætti ekki svona yndislega fjölskyldu þá veit ég
eiginlega ekki hvernig þetta hefði farið.

Enn svona til gamans skal ég segja ykkur að ef þið farið í vanskil með
bílalánið, þá er ykkur ekki hjálpað með það, bara að láta ykkur vita.

Gremjulegast við þetta er að við höfum aldrei fengið þessi lán,
Þetta eru eigi peningar sem við fengum til eyðslu.
Þau eru vegna vanskila sumra við Gísla og þurfti hann á sínum tíma að
taka lán til að hreinsa upp skítinn eftir aðra.
Engin getur tekið á sig par millur bara sí svona.

Ég er núna fyrst að borga af gömlu láni sem ég fór með út úr mínum skilnaði,
1993 var samið um það í fyrra og líður mér vel með það.

Vextir og hækkanir í greiðsluþjónustunni hafa hækkað um 45.000
engin þolir það, sem er á þurfalingalaununum hjá ríkinu.

Mátti til að segja ykkur frá þessu, en ég er bara góð og létt í skapi
þýðir ekkert annað nenni eigi að vera að ergja mig á þessu, því
það er fólk sem er miklu ver statt en ég.
Ég á þó mitt heimili, ást og kærleika, engin getur tekið það frá mér.

Ef þið þurfið aðstoð farið þá strax í að leysa það.

Guð geymi ykkur öll.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ég á þó mitt heimili, ást og kærleika, engin getur tekið það frá mér.


 Hrædd um að margir eigi eftir að lifa á því næstu mánuði.

En hafðu það gott Milla mín.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.

Anna Guðný , 4.11.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já það eru víst margir sem verða að anda djúpt þessa dagana.  Knús til þín og þinna Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 08:11

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já stelpur mínar anda djúpt og inn með gleðina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 08:25

4 Smámynd: Líney

knús  inní nýjan dag,hafðu það gott Milla  mín

Líney, 4.11.2008 kl. 08:30

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar jákvæðni og bjartsýni gefur okkur tóninn.
Varð að segja frá þessu með vanskilafólk mér fannst það svo skondið að er maður ætlar að fyrirbyggja að maður fari í vanskil þá, já ég bara varð undrandi.
Knús í daginn

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 08:48

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knúsilíus knús frá mér til þín einstaka yndislega vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.11.2008 kl. 09:12

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef einmitt verið að hugsa um hvað það er gott að vera of þung, ég hef þá af einhverju að taka núna í niðurskurðinum, greiðsluþjónustan okkar hækkaði um 30.þús þessi mánmót. ferlegt.  Kærleikskveðja norður til ykkar elskan

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 09:37

8 identicon

Hvenær ætli við sauðsvartur almúginn getum fært skuldir okkar yfir á eignarhaldsfélag sem við vorum að stofna í dag eða gær svo ekki verði  gengið á eigur okkar ef við lendum í vanskilum. Ég er alveg hætt að skilja hvernig hægt er að haga sér í sukki og svínarí á bak við tjöldin og engan grunar neitt misjafnt. Héldum að allt væri svo fínt og flott. 

Við getum að minnst kosti verið viss um að það tekur engin af okkur ást og kærleikann Milla mín.

Knús til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:54

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég held einmitt ad fólk hafi notad mikid tessa tjónustu bankanna ad frista lánin.

Fadmlag til tín inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 4.11.2008 kl. 09:55

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já griðslubyrði okkar allra er að hækka gríðarlega....knús til þín

Hólmdís Hjartardóttir, 4.11.2008 kl. 10:20

11 Smámynd: Brynja skordal

Knús inn í daginn Milla mín elskuleg

Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 11:09

12 Smámynd: Hulla Dan

Voðalega finnst mér það undarleg hugsun að geta ekki hjálpað fólki nema það sé komið í vanskil. Hvað er eiginlega að fólki???
Hélt einmitt að væri betra að hjálpa fólki áður en allt færi í vaskinn hjá því.!!

Knús inn í daginn í dag

Hulla Dan, 4.11.2008 kl. 11:20

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég held að við mundum fara stutt á fitunni Ásdís mín
Greiðsluþjónustan hjá okkur hækkaði um 45.000 síðan í júní
Knús til þín

Milla.

Linda mín sömuleiðis til þín
Milla

Hólmdís mín það sem maður hafði til að lifa af er horfið.
Knús Milla

Sömuleiðis Dóra mín vona að þú sért búin að hala þig upp úr baðinu.
Knús Mamma

Brynja mín knús til þín.
Milla

Það verður nú aldrei Jónína mín, en við eigum það sem við eigum
og eins og ég segi og hef ætíð sagt þá á ég alveg yndislega fjölskyldu.
Knús
Milla

Nafna mín í Danaveldi fólk verður að leita eftir frystingu
annars fer allt til fjandans, en oft missir fólk kjarkinn og gerir hlutina of seint.
Knús

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 11:26

14 Smámynd: Erna

Knús og kærleikur í safnið þitt frá mér, elsku Milla mín. Eigðu góðan dag við föndur og skemmtilegheit.

Erna, 4.11.2008 kl. 11:33

15 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Maður er bara að farinn að loka augunum um mánaðarmót, ég get svo svarið fyrir það, ég fékk frystingu á erlenda láninu á húsinu okkar í 4 mánuði þannig að þá nær maður kanski að greiða niður yfirdrátt sem að maður er búinn að lifa á síðustu mánuði til að getað borgað reikningana  það þarf eitthvað mikið að fara að gerast í þessu blessaða þjóðfélagi ef að allt á ekki að fara enn meira til fjandans. kanski ætlar ríkisstjórnin að afskrifa skuldirnar okkar eins og hjá þessum yfirmönnum þarna í Kaupþing . argggggggg

Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.11.2008 kl. 12:29

16 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín ég var í búmönnum og það var gott á meðan við vorum tvö,en þar sem ég er orðin ein varð ég að minka greiðslubyrði ,keypti íbúðina var búin að kaupa bílinn áður þar sem ég  fara í Reykjavík á hverjum degi En verðum við að vera komin í vanskil til að fá hjálp eða( frystingu).En nú skil ég af hverju vantar lögmenn Ég er að biðja um hjálp fæ hana þá kannski ekki Þeir um það En knús á þig Milla mín skólinn var fínn er ánægð og kát og reið og glöð og bara allt .Óla rugla í vesturb

Ólöf Karlsdóttir, 4.11.2008 kl. 13:31

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig Milla mín og takk fyrir að segja okkur þetta ég er ekki´á vanskilalista ekki enn

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.11.2008 kl. 15:42

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ótrúleg tregða í þessu siðspillta bankakerfi.  Ef heilbrigðiskerfið sinnti bara þeim, sem væru við dauðans dyr........

Gamli málshátturinn: að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann á svo sannarlega við nú um stundir.

Kveðja til Húsavíkur

Sigrún Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 15:42

19 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Milla mín, eins dauði er annars brauð

Kristín Gunnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 15:52

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús Til þín Erna mín

Guðborg mín það er ekki gott að lifa við svona kvíða.


Óla mín það er kannski ekki eins í öllum bönkum

nei ekki ég heldur Katla mín

Sigrún mín það yrðu þá margir fljótlega dauðvona

Stína mín en hvað gera þeir við allt brauðið?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 16:37

21 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Baráttukveðjur til þín Milla !!!!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.11.2008 kl. 17:50

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Lilja mín gaman að heyra í þér og hvernig hafið þið það þú og þínir.
Kærleik til þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 17:54

23 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já mig langar að segja svo ótal margt, hvar skal byrja, hmmm eða á maður bara að þegja ?    Nei ekki alveg.

Mér finst þvílík siðblinda hér í gangi í þessu þjóðafélagi, það á að fella niður helst skuldir  hjá þeim sem mestu milljarðana eiga, bara henda þeim í bréfatætara  en það má ekki gera við aðra? sem ekki hafa braskað með pening þjóðarinnar, nei þeir skulu borga og mikla vexti því það vantar pening upp í skuldir milljarðamæringana sem þurfa ekkert að borga.

Einnig finst mér þetta fólk okkar á Alþingi ekki vera að vinna forgangsefni í réttri röð eða hraða þeim, það er malað daginn út og daginn inn og ekkert gerist ??     Við fáum ekki skýringar á einu né neinu á hreinni Íslensku,  allt meira og minna loðið.

Við ættum að fara að ráðum mannsins í fréttunum í kvöld og bara að hætta að borga öll lán........ hvað gerðist þá?

Hætt, bara smá útrás Milla mín, vona að þú sofir vel í nótt   

Erna Friðriksdóttir, 4.11.2008 kl. 20:46

24 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Það eiga margir um sárt að binda þessar vikurnar.það sem er svo sárt að mikið af þessu fólki er ungt barnafólk,og fótunum er alveg kippt undan þeim.

Greiðsluþjónustan hækkar og hækkar hjá öllum,ástandið er ekkert sérlega gott í þjóðfélaginu þessar vikurnar.

Gangi þér allt í hagin ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 4.11.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband