Fyrir svefninn.
4.11.2008 | 18:53
Er orðin svolítið syfjuð og þreytt, er frekar slæm, en var samt í
vinnunni minni í dag.
Það var æðislegt að sjá salinn lifna við í jólaföndrinu, þær voru
að gera snjókalla, piparkökufjölskyldu þetta tvennt er unnið úr
kántrý filti og æðislega sætt.
Sumar voru að gera frauðhjörtu setja á þau flauel og skreyta
með pallíettum og kúlum að vild, aðrar voru að sauma í plast
jólahjörtu og en aðrar að mála á gler.
það var virkilega gaman hjá okkur og bara allir komnir í stuð
fyrir jólin.
Við fengum okkur heimalagaða súpu með laukbrauði áðan,
borðuðum frekar snemma, ég var orðin mjög svöng.
Er bara að hugsa um að fara snemma í rúmið.
Fer í þjálfun í fyrramálið.
Heimsókn úr Öræfum.
Þú komst úr Íslenskum hversdagsleik,
og hvernig sem á því stendur,
þú kveiktir ljós á þeim lampakveik,
sem löngu var orðin brenndur.
Og nú sit ég hljóður og hugsa um það,
sem hendir á sumarkvöldum,
að útþráin leiðir oss heim í hlað
eftir hlakkandi dans á öldum.
Svo mundu, þótt bak við hinn blikkandi sæ
öll blóm virðast ljúflega anga,
að hamingjan býr í þeim hugljúfa blæ,
sem heima strauk þér um vanga.
Bjarni M. Gíslason.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt elsku Milla. Ég fer til barnanna minna í Lemvig í fyrramálið.
Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:00
Góða nótt mín kæra Milla Skólinn góður í dagVar voða stillt fyrsta daginnKnús ruglan þín í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:08
Mikið rosalega eruð þið duglegar. Ég elska að föndra en er eitthvað svo andlaus þessa daganaþ Guð veri með þér
Unnur R. H., 4.11.2008 kl. 20:09
Góða nótt
ps. hvað er kántrý filt?
Líney, 4.11.2008 kl. 20:35
Svo gaman að föndra fyrir jólin en ég fer nú örugglega ekki snemma í bólið mitt því ég ætla að fylgjast með sjónvarpinu og kosningavöku frá henni Ameríku vona að minn maður vinni þetta En góða nótt Milla mín og þú vaknir hress í fyrramálið Elskuleg
Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 21:12
Knús inn í svefninn.
Marta smarta, 4.11.2008 kl. 21:15
Góða nótt Milla min, vonandi vaknar þú úthvíld í fyrramálið
Erna, 4.11.2008 kl. 21:25
Elsku Milla, vona að þú sofir vel. Gaman að heyra af föndrinu. Skilaðu kveðja til allra sem þekkja mig, flestir muna örugglega eftir mömmu, henni Sollu á símanum. Knús og GN
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 22:46
Góða nótt
Hólmdís Hjartardóttir, 4.11.2008 kl. 23:26
Gaman væri að fá sjá myndir af föndrinu.
Heidi Strand, 4.11.2008 kl. 23:33
Knús og kossar til Húsavíkur.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 4.11.2008 kl. 23:58
Tad re svo róadi ad vera í jólaföndri...Vonandi ertu betri kæra Milla ´mín í dag.
Knús inn í daginn tinn.
Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 07:00
Góðan daginn stelpur mínar. sko það er nú bara upp og niður hvernig ég er dag frá degi, núna var ég að koma úr þjálfun og ekki má ég enn fara í tækin síðan ég kom að sunnan.
Föndrið í gær var bara yndislegt því það var svo gaman hjá konunum.
Kántrý fílt er þykkra en venjulegt og er meira notað í fígúrur og föt á þær eins í aplikeringar og bara svo margt, ef þú ferð í föndurbúð þá getur þú séð muninn á venjulegu fílti og kántrý.
Það er bara æðislegt að vinna með það.
Takk kæru mínar fyrir góðar kveðjur og eigið góðan dag í dag.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.