Fyrir svefninn.

Sáuð þið fréttirnar um jákvæðnina og gleðihjörtun á Akureyri,
yndisleg frétt, og mættu fleiri bæir taka sér þetta til fyrirmyndar.

Búið að vera nóg að gera í dag, fór í þjálfun í morgun, heim að stússast
fengum okkur grænmetis-omelettu í hádeginu, síðan um tvö fór ég að
gá að henni Gunnu sem sér um kynlega kvisti því hjá henni var viðbót
af fötum sem áttu að fara í hjálpræðisherinn á Akureyri.
kom heim og skellti lit í hárið á mér, maður verður nú að vera sætur er maður
er að fara í gangráðaeftirlit og svo er það svo jákvætt.
Á meðan hann var að virka fengum við okkur kaffisopa, Gunna kom með
fötin fengum okkur kaffi saman og hlátur, Gunna sagði brandara, hún er
svo góð í þeim að öðru eins hef ég eigi kynnst, enda að vestan.
Gísli minn fór að ná í Ljósálfinn í fimleika og síðan borðuðum við hjá
Millu og Ingimar, að vanda gott, Mexíkó matur.

Á morgun erum við svo gamla settið að fara til Akureyrar bæ jákvæðni
og gleði.
Förum með fötin í herinn síðan upp á sjúkrahús, versla smá,
fáum okkur kaffi og síðan í Lauga að sjá englana mína þar.
Svo það verður eigi minna að gera á morgun, en allt sem ég er að gera
er bara svo skemmtilegt að það fleytir manni yfir allt.

                   Sólargull.

          Röðull steypir ljóssins sjóði
          yfir fjöll vatn og sand,
          glitrar skært í morgunljóma
          okkar grýtta ættarland.

          Jörðin vaknar undrum slegin,
          allt af vetrardvala rís,
          mosahraunið litum bregður
          eins og suðræn paradís.

         Moldin grípur fegins hendi
         þetta skýra sólargull.
         snauður bóndi gerist ríkur
         þegar hlaða hans er full.

                     Helgi Sæmundsson.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir að gerast bloggvinur minn. Ég hef oft lesið bloggin þín því þau eru svo notaleg og róandi fyrir svefninn. Skyldulesning. Eins gott að allir séu ekki alltaf að blogga um efnahagsmálin (eins og ég) það þarf að hlú að þessu góða og það sem gefur okkur gildi í lífinu og það gerir þú með sóma.

Kveðja

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já ég tók sko eftir þessum ljósum mjög flott fleiri mættu taka upp þennan sið Kveðja og knús á þig ruglan mín Ruglan þín í vestur

Ólöf Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan dag á morgun og gangi þér Milla mín góða nótt Elskuleg

Brynja skordal, 5.11.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sólveig mín þú bloggar bara um það sem þú villt, en passaðu bara að eyða ekki allri orkunni í það.
Ég tók þá ákvörðun að vera með eins litla neikvæðni og ég get, en stundum hvessir að norðri, en það er bara allt í lagi.
Knús til þín Milla.

He he he Dóra mín látalætin í þér auðvitað hlakkar þú til að sjá okkur, því þú elskar okkur öll skjóðan mín
Þín Mamma.knúsaðu englana mína.

Óla mín satt er það að við mættum taka upp meiri jákvæðni.
Knús til þín ruglan mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís, góða ferð "inneftir" eins og við sögðum heima þegar farið var til Akureyrar.  Bið að heilsa á Herinn.  Góða nótt mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða ferð inn eftir

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 23:18

8 Smámynd: Ásgerður

Góða ferð í kaupstaðinn á morgun

Knús á þig, mín kæra

Ásgerður , 6.11.2008 kl. 03:09

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn lúfurnar mínar.
Sé ykkur í kvöld er heim kem.
Ljós og bjartsýni í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband