Þetta er nú bara skemmtilegt.
6.11.2008 | 07:38
Get nú eigi orða bundist því þetta er bara flott.
Sko þessi flotti strákur kemur einhvernvegin ætíð aftan að
ráðamönnum, allir halda að nú sé hann loksins að fara á hausinn
þessi skaðvaldur í útrásinni, svo bara er hann allt í einu búin að kaupa
fullt af mikilvægum fyrirtækjum hér á landi, og ráðamenn snúast í hringi
og undra sig á því hvað hafi verið að gerast.
það sem gerðist var að Jón Ásgeir aðaleigandi Rauðsólar sem nú heitir
Ný sýn hf. hefur keypt 365 og ýmislegt annað og ráðamenn froðufella
yfir því að það sé verið að rétta einum manni allan auglýsingamarkaðinn
í landinu, þetta verði nú að stoppa, eins og einhver komst að orði.
Ég spyr nú bara hefði þá ekki átt að stoppa einhverja aðra fyrst,
og láta menn sem hafa leikið sér með landið okkar að sinni vild
bera ábyrgð?
Það hvarfar að mér sú hugsun að ef einhver í þeirra röðum hefði
keypt þetta allt hvort það hefði eigi bara verið kallað eðlilegt eins
og málin stæðu í dag, það væri jú verið að halda uppi atvinnu fyrir
fólkið á þessum stöðum, sem væri þarft verk, en að því að það var
götustrákurinn, Jón Ásgeir þá hentaði það eigi.
Þú ert bara flottur strákur Jón Ásgeir og er mér bara alveg sama
hvort þú hefur brotið einhvern tíman af þér í einhverju, þá bara
gerum við það öll einhvern tímann á lífsleiðinni.
Ath. Útrás er nauðsynleg annars stöðnum við inni í okkar kæra landi.
Ath. Til að afla peninga þarf að fjárfesta.
Ath, Hvernig fór eigum við vonandi eftir að fá skýringu á.
En vill einhver svara í einlægni: " Veit einhver sannleikann í því,
hvort hann hefur gert það?"
Heyr heyr fyrir þér flotti strákur.
Er að fara til Akureyrar í dag og klakka til að lesa viðbrögð ykkar
er heim kem
Eigið svo góðan dag í dag.
Milla.
Tilbúinn til að fara niður fyrir 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sömuleiðis Dóra mín
Auður mín er þetta ekki yndislegt?
Knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2008 kl. 08:06
Tad er margt sem madur ekki skilur í henni veröld..En tad er alltaf ljós einhversstadar.
Góda ferd til Akureyrar snúllan tín.
Fadmlag frá mér
Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 08:11
Ég er miður mín að lesa þetta held þú ættir að skoða betur hver hirti sjóðina úr Glitni, vona að þú lesir þér betur til. Er það svona sem þú vilt láta stjórna íslandi
Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:23
Upp með Jón Ásgeir hann þorir að standa uppi í hárinu á þeimEr að fara í skólan knús á þig rugla mín Ruglan þín
Ólöf Karlsdóttir, 6.11.2008 kl. 08:28
Góðan daginn Milla mín, ég er þer svo hjartanlega sammála. Góða ferð og skemtun á Akureyri
Kristín Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:11
Það kann að vera rétt að hann sé sniðugur en þá sem "mobster". Hann hefur ekki sýnt framá að hann hafi "cash" , er þetta ekki bara enn einn STERLING leikurinn ? Auðvitað vill hann selja hlut í ónýtu fyrirtæki það er hans háttur svo kemur pabbi bara og sóapr yfir.
Hafðu það sem best kona góð.
Ragnar Borgþórs, 6.11.2008 kl. 09:19
Mikið er ég sammála þér, orðinn leiður á að lesa skítkast um Jón Ásgeir. Maðurinn hefur gert margt gott fyrir Ísland, og alltaf stendur hann beinn í baki sama hvað bjátrar á! Skella honum bara í seðlabankann, hehe, það myndi allavega ekki gera illt verra ;) hehe.
Helgi (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:43
Ljúfar kveðjur inn í góðan dag og láttu þér líða vel elsku vinkona
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:51
Vá þvílík meðvirkni. Það er einmitt út af þessu viðhorfi þínu að svona hlutir gátu gerst á Íslandi. Veistu að á þessum tímum þurfum við ekkert að halda með einum né neinum. Þó þér sé illa við ríkisstjórnina þarftu ekkert endilega að klappa fyrir Jóni Ásgeiri.
Heiðrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:04
Heil og sæl.
Það merkilega við pistil þinn er að oflofið. Ég segi nú eins og Óli í Dagvaktinni; „Ertu í blindrafélaginu eða hvað ?"
Guttormur Björn Þórarinsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:16
Sammála Milla mín hafðu það gott.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2008 kl. 10:42
Ég er ekki alveg að skilja þetta til fulls.En ef þetta gerir gagn þá er það bara gott mál.
Solla Guðjóns, 6.11.2008 kl. 11:45
Ég held þeir séu allir að spila Mattador ennþá, sama hvort það eru stjórnarherrar eða útrásarvíkingar.
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem þeir standa!
Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:20
Ég er sammála þér, Milla. Ef Baugsfeðgar hefðu verið látnir í friði með sitt væri ástandið ekki eins og það er.
Helga Magnúsdóttir, 6.11.2008 kl. 18:59
Já nafna mín í Danaveldi, held að þú skiljir alveg hvað ég var að gera svona í gleðivímu morgunsins. Knús Milla.
Guðrún mín hver svo sem þú ert þá finnst mér nú leitt að þú sért miður þín, það er ég ekki , tilgagnslaust.
Landinu er stjórnað svona eins og þú túlkar bloggið mitt.
Takk fyrir fiðrildið Linda mín, ég mun geyma það í hjarta mér.
Já Heiðrún stundum er gott að vera meðvirkur það er að segja ef maður hefur einhvern til að vera meðvirkur með.
Ég kaus nú þessa óstjórn yfir mig og hefði aldrei gert ef mig hefði órað fyrir ósköpunum en mátti svo sem búast við þessu.
Sagan endurtekur sig ætíð., og ég stend við það að hann er bara flottur.
Kveðja Milla
Guttormur frekar smekklaus ertu nú, heldur þú að þeim líði betur
sem eru þar. horfi aldrei á dagvaktina finnst hún frekar þunn og niðurlægjandi fyrir karlmanninn.
Kveðja Milla.
Knús til þín katla mín
Solla mín þurfum við nokkuð að skilja þetta allt við fáum hvort sem er aldrei að vita sannleikann,
Knús Milla
Já það er svo skemmtilegt, annars fannst mér slönguspilið betra.
Burtu með spillinguna Sigrún mín.
Knús Milla.
Er nú bara á því allavega er mikil spilling í þessu öllu saman.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2008 kl. 19:43
Ruglan mín gleymdi bara ykkur þarna nokkrum, það er svona að vera orðin þreyttur eftir ferðina.
Knús rugludósin mín
Ruglan á Húsavík.
Stína mín knús til þín
Milla
Já maður góður, Ragnar Borgþórs, telur þú að pabbi komi og sópi og kyssi á báttið.
Kveðja Milla.
Helgi setjum hann bara sem einræðisherra yfir Íslandi,
væri það ekki flott
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.