Fyrir svefninn.

Jæja góður dagur á enda runnin. Fórum á eyrina í dag,
byrjuðum á því að fara upp á dýraspítala til að kaupa hundafóður.
Þar sáum við einn af þessum stóru köttum sem geta orðið 16 kg
þessi var æðislegur, litirnir stórkostlegir og svo eru þetta bara
keli dýr, aldrei nein læti í þeim.
Vorum orðin svöng að því loknu, höfðum eigi mikinn tíma svo við
skelltum okkur inn á olis, fengum okkur take a way coffy og einhverja
brauðbáta, æðislegir., síðan með fötin í herinn og svo upp á spítala
ég inn á hlaupum orðin of sein, en það slapp til.
Allt kom afar vel út betur en síðast, ætli ég geti ekki þakkað breytta
lífsstílnum það ekki að hann taki frá mér fjandans fæðingargallann,
en hann bætir heilsuna sko lífsstíllinn.
Hjartalæknirinn minn var mjög ánægður með mig.
Ég var náttúrlega í skýjunum yfir þessu hrósi sem ég fjékk, sko
maður ætti nú eigi að fá hrós fyrir að halda í sér lífi, það ætti nú
að vera sjálfsagður hlutur.

Fórum síðan í Bónus að versla í bakaríið við brúnna í kaffi.
Og það er allt svo friðsælt á Eyrinni hjörtu út um allt og maður fyllist
gleði við að horfa á þau.

Brunuðum svo Austur í Lauga til að hitta englana mína það.
fengum sko kaffi hjá Kristjáni kokk og nýbakaðar gamaldags lummur,
ekkert er nú hægt að fá það betra, spjölluðum heil lengi fórum svo upp
til þeirra og stoppuðum þar dágóða stund.
Núa sit ég hér eins og ég hafi orðið undir valtara, úrvinda eftir daginn.
En hann var æðislegur að vanda.

                             Við Landsteina

                    Hve undurhægt vaggar bátur þinn
                    við landsteina eigin bernsku.
                    I mjúkum silkispegli,
                    bak við langa ævi,
                    horfist þú í augu við litla stelpu,
                    slegið hár hverfist  í leik smárra fiska,
                    í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum
                    inn í laufgrænan skóg.

                                                             Jón úr Vor.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart                                   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góða ntt Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Erna

Það er naumast yfirferð á þér kona....og ekkert innlit í norðurgötuna

Frábært að þú fékkst góða skoðun Milla mín  Sjáumst bara seinna.

Góða nótt og knús í nóttina

Erna, 6.11.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þú talar um fallegan kött og næst kom að þið hefðuð verið orðin svöng, ég beið eftir að lesa um að þú hefðir borðað köttinn en nei hann slapp.   Gott að heilsan er betri. Knús.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 6.11.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Brynja skordal

mikið er gott að þú fékkst hrós og góða útkomu úr skoðun milla mín  hefði alveg viljað fá að sjá þessa kisu  Svo hefur þetta verið bara hin besta ferð og æðislegt að koma við hjá dúllunum ykkar á Laugum hafðu ljúfa nóttina Elskuleg

Brynja skordal, 6.11.2008 kl. 22:21

5 identicon

Það hefur verið mikið að gera hjá þér gott að þú fékkst hrós frá doktornum. Svo heimsóttir þú Jóa Bón og hefur líklega bent honum á hvað þú varst að skrifa um soninn í morgun. Finnst nú eins og þú hafir ekki farið réttum megin framúr í morgun, en það er nú bara mín skoðun.  Ég hélt líka að þú hefðir tekið köttinn með þér heim, en nei, nei ekkert meira sagt hvað varð um köttinn. Mikið öfund ég þig að fá gamaldags lummur, umm þær eru svo góða og síðan að heimsækja snúllurnar ég er alveg hissa á því hvað þú hefur komist yfir að gera á einum degi. Varstu örugglega á löglegum hraða?

Góða nótt og dreymi þig góða drauma.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góða nótt Milla mín...gott að læknirinn var ánægður með þig

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Hva léstu klóna þig í leiðinni Þú fórst svo hratt yfir Hélt að þú heðir tekið köttinn með þér heim 

Stórt knús á þig ruglan mín á húsa 

Ruglan í vestur 

Ólöf Karlsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:04

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:42

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskurnar mínar góðan daginn. Já þetta var alveg frábær dagur og vitið þið að byrja á að fara upp á dýraspítala er bara yndislegt, allir eru svo glaðir sem eiga dýr og það er spjallað og skipst á upplýsingum og dýralæknarnir og þeirra starfsfólk er bara frábært.

Sko engin tími til að koma við elsku Erna mín, er annars Bjössi nokkuð farinn, maður þorir nú ekki

Mundi nú eigi leggja mér kött til munns, eða hvað veit maður

Þessi risa köttur var bara flottur, sko JÓNÍNA fór eigi vitlausum megin út úr rúminu í gærmorgun, hitti ekki Jóhannes svo ég gat nú eigi sagt honum hvað hann ætti yndislegan son.
var í einhverju bana stuði í gær og er það bara enn, búin að ákveða að taka bara trúðaháttinn á þetta allt.

Lummurnar voru æði löðrandi í smjörlíki með miklum sikri eins og hjá mömmu í gamla dagaeins gott að maður gerir aldrei svona
gúmmilade.


HVAÐ ER LÖGLEGUR HRAÐI?

Já það er nú með þennan gangráð það þarf nú að skipta um batterí
innan þriggja ára það fer eftir notkun, gleymdi að spyrja í hverju sú notkun fælist, skildi það vera áreynslu notkun


Sko já fékk grænan miða og dokksi sagði að ég væri bara dugleg miðað við aldur og fyrri störf.

Ruglurnar ykkar hvernig dettur ykkur í hug að ég hefði farið að stela aumingja kisa, og það frá eigandanum sem var karlmaður hefði nú lítið í hann að gera.


Ljós og gleði í daginn ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband