Fyrir svefninn

Jæja eins og ég tjáði ykkur í dag þá fæ ég eigi að vera í minni
eigin tölvu er þær, englarnir mínir eru vaknaðar og það gerðu
þær klukkan þrjú, þá fengu þær sérmorgunmat, hádegismat og
eftirmisdagskaffi, sá matur sem varð fyrir valinu, var að sjálfsögðu
buff-afgangar síðan í gær.
Nú afi fór síðan með þær fram í  Lauga um fimmleitið.
Neró fékk að koma með.

Hann kom tilbaka með matinn sem Dóra var búin að kaupa til jólanna,
og látið ekki líða yfir ykkur, straujuð og fín rúmfötin sem þær ætla að nota
hér um jólin, vilja hafa sitt eigið, en það er sko bara 9/11, svo er verið að
tala um mig þó ég sé búin að öllu um miðjan.

Nú að því að ég elda ætíð fyrir 10 mans þá var afgangur í kvöldmat fyrir
okkur Gísla, enda bara ágætt því ég er orðin þreytt eftir daginn.
bakaði matarbrauð í dag og kryddbrauð til að gefa þeim með sér heim
þeim finnst það svo gott.

Það eru oft snjallar vísur í bændablaðinu,
og hér koma nokkrar.

                     Heppni.
Einhvern tíman á dögum holóttu veganna lenti bíllinn
hjá Bjarna Jónsyni úrsmið á Akureyri,
svo harkalega ofan í holu að konan hentist upp í bílþakið
og fékk gat á höfuðið.
Þá orti Bjarni:

            Aftur í bílnum Ólöf sat,
            ólmur hossast jeppinn,
            á hana er komið annað gat,
            alltaf er Bjarni heppinn.

                 Ljótur poki.

            Bjarni orti þessa líka.   

            Lífið er eins og ljótur poki
            sem lafir á snúru í norðanroki.
            Svo fyllist pokinn og fýkur tuskan
            og fer einhvern andskotann út í
                                               buskann!

Góða nótt og munið ljósin
  HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

skemmtilegar vísur....þá síðustu lærði ég ung.  Góða nótt.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Vilborg Auðuns

Góða nótt og sofðu rótt í alla nótt og gyð geymi þig og þína....

Kærleiksknús

Vibba

ps: búinn að kveikja á kertum úti í glugga

Vilborg Auðuns, 9.11.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Vá dugnaðarforkar, góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.11.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljós til þín....og góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín dugnaðarforkur. Þú ert svo frábær  Takk fyrir ljósið og kærleikan sem þú sendir mér

Erna, 9.11.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Alltaf kemur þú með gullmola inn í nóttina ,knús Milla mínÓla málari

Ólöf Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:23

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 10.11.2008 kl. 01:04

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 06:10

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Hólmdís mín enda eru þær gamlar þessar vísur eftir hann Bjarna.

Vibba mín þú ert svo mikil dúlladugleg og sterk.

Takk elsku Auður mín, myndarskapurinn skapast af því að mér finnast þessi brauð mín betri en önnur brauð.


Ef ég þekki þig rétt þá er myndarskapurinn á þínum bæ eigi síðri

Sigrún mín ljós til þín til baka

Elska þig Erna mín þú ert bara yndisleg

Dóttir mín góð voru þið ekki með svínakótelettur í kvöldmat?
Og svo er annað brauðið búið , á nú bara ekki til orð yfir græðgina,
nú skil ég það er svo gott brauðið mitt

Óla mín ertu orðin málari ruglan mín hvað ertu að mála

Solla mín sendi þér ljós

Jóhanna mín sendi þér ósk um að þú sért farin af
borða af bestu list

Knús í daginn ykkar

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband