Yfirgangur og reiði.
10.11.2008 | 07:10
Sporðdreki:
Þú þarft ekki að hlusta á þá sem sýna þér yfirgang.
Reyndu að sættu þig við það sem þú færð ekki breytt
og njóta svo lífsins.
Já það er nú akkúrat það sem ég geri, á mjög auðvelt með að
þurrka það fólk út úr mínu lífi sem sýnir mér yfirgang og vanvirðingu.
Hver hefur svo sem rétt til þess, hvort það er ég eða einhver annar.
Mér finnst þannig fólk vísast fyndið með meiru,
en snerti það mitt fólk og mína vini getur það tekið svolítinn tíma á
stundum að fá fólk til að skilja það siðleysi sem það við hefur.
REIÐIN.
Já það er þetta með reiðina. Ég spurði fyrir nokkrum vikum að mig
minnir, í könnun, hvort fólk vildi lifa í reiði? 80,6% sögðu nei
6,5% sögðu já og 12,9% sögðu bæði og.
Sem segir okkur að flestir vilja eigi lifa í reiði, skiljanlega það er hundfúlt
að vera ætíð reiður.
Ef maður er reiður þá er maður svipljótur, fasljótur, ósanngjarn svo ég tali
nú eigi um leiðinlegur fram úr hófi fram.
Ég er búin að komast að því að reiðin skapast af fljóthugsun, maður leifir eigi
skynseminni að komast að fyrst til að hugsa til enda hvað sé best að gera,
þið skuluð nú eigi halda að ég viti ekki af eigin raun hvað þetta er erfitt,
en prófið, það léttir lífið.
Við bætum ekkert með reiðinni, hún skapar bara glundroða.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Athugasemdir
Ég líka elsku Dóra mín og gleymdu ekki að segja Kristjáni kokk það sem ég sagði.
Ljós og kærleik til allra í eldhúsinu
Er svo hjartanlega sammála þér Auður mín, ég segi ætíð látum vera með mig en börnin mín og vini nei þá get ég alveg orðið vita vitlaus, en eins og þú sekir þá fer orkan.
Best er að láta í sér heyrast án þess að eyða orkunni.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 07:55
Reiðin er nú einn möguleiki mannshugans. En slæmt er að festast þar, þá hefur maður misst stjórn. Ég þekki vel þegar það snöggfýkur í mig en ég þekki ekki að dvelja í reiði bara alls ekki.
Til er í dæminu að þessi mögulegi gerningur mannshugans hefur viskast út, börnum í meðvirkum fjölskyldum eru kennd svo ótrúlega mörg vanráð og þar á meðal að kannast ekki og hafa ekki orð yfir tilfinningar sínar. Blessi þig inn í daginn ljúfust.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 08:12
Reiði er eðlileg tilfinning........og margir eru reðir núna. Kannski tekst að virkja reiðina tl góðra hluta.
kveðja
Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 08:42
Löngum erum við sammála Langbrókin mín, eigi er gott að festast í reiðinni og misjafnt er menningar og tjáningaruppeldi barna.
Vona ég að engin móðgist þó ég taki svona til orða, en þetta er því miður staðreind hjá afar mörgum fjölskyldum.
Ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 11:08
Já reiði er eðlileg tilfinning, og gott væri ef hægt væri að nota hana til góðra hluta í staðin fyrir eins og svo margir, til hluta sem er öllum til vansa eins og ofbeldi að ýmsum toga.
Ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 11:10
Reiðin er hluti af manni en best er þegar hægt er að geyma hana í bakherbergjum. Kærleikskveðja norður og hafðu það gott elsku Milla mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 11:44
Mílla mín, reiði er leiðinlegur fylgjifiskur. Góður pistill hjá þér eins og altaf.
Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 12:13
Reiðin er eðlilegur hlutur en svo er það okkar að hafa hemil á henni. Nota góðan kodda til að öskra í og málið er dautt Er svipuð og austangola, snöggfýkur í mig eins og góðum ítala sæmir og svo nenni ég þessu ekki lengur.
Yndislegt þegar stafsetningavillur eða innsláttavillur verða að hlátursefni hjá mér eins og hér að ofan ( Hólmdís)
M, 10.11.2008 kl. 12:35
Ásdís mín best er að losa sig við reiðina ekki að hemja hana og gott ráð er , sem Emmið kemur með að öskra í koddann málið dautt.
Nú er sko leiðindaveður hjá okkur slyddu-skítur hlammast um allt skil þetta bara ekki.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 12:41
Knús til þín Stína mín, eins og ég hef ætíð sagt þá er best að losa sig við hana sem fyrst.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 12:42
Svo leiðis er ég einnig, snöggreiðist og svo svona yfirleitt búið, en sporðdrekar hafa löngum verið langræknir ef þeir reiðast fyrir alvöru.
Já Emmið mitt svona gerist innslátturinn í flýtinum
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 12:44
Á þessa spá líka, spordrekakonan. Ég hef þroskast mikið á mínum lífsferli. Var afskaplega reiður unglingur, og átti stundum erfitt með að hafa stjórn á skapi mínu.
Ég er að vísu með svakalega sterka réttlætiskennd og get reiðst óskaplega þegar brotið er á lítlilmagnanum, eins og nú síðast í barnaþorpuni ABC þar sem ræningjar rupla. En ég verð líka döpur, að það sé svona mikil illska í heiminum.
Knús inn í daginn.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 12:47
að sjálfsögðu á að standa þarna barnaþorpinu ekki barnaþorpuni. Það eru fleiri sem slá inn vitlaust í dag M
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 12:50
Þetta er alveg hárrétt hjá þér með reiðina, ekki er gott að rækta hana því á endanum springur maður bara. miklu betra að losa við hana. Flott hjá þér
Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:08
Sammála þér Jóhanna mín. Ég reiðist frekar yfir svona óréttlæti hendur en því sem snertir mig.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 14:55
Guðborg mín það er rétt eigi skalt þú rækta reiðina heldur frekar kærleikann.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 14:57
Ég er nú bara sko Fiskur :) en já reiðin getur stjórnað manni, oft óvarlega. Sammála þér, maður á bara að þurrka fólk út úr lífi sínu sem ekki getur skylið mann á einn eða neinn hátt, það hefur alltaf rétt fyrir sér................en það er oft erfitt
Knús á þig mín kæra
Erna Friðriksdóttir, 10.11.2008 kl. 15:35
Mín ljúfa og káta Millan ....
Ég er sammála þér - reiðin gerir okkur ljótari en allt það ljóta! Það er ekki gott að búa í reiði eða lifa í reiði - frekar myndi ég margfallt óska mér hamingju og bross en reiðisvips og leiðinda. Enda er ég aldrei reiður ... alltaf kátur og bjartsýnn eiginlega ... og alltaf brosandi!
Knús á þig skottið mitt og hafðu það yndislegt í vikunni framundan!
Tiger, 10.11.2008 kl. 16:25
Ég ljónynjan er frekar skapgóð sko en er svo sem ekki skaplaus heldur ef ég reiðist þá reyni ég að koma því frá mér hið snarasta svo er það búið ekki gott að sitja uppi með endalausa reiði sem hægt er að koma frá sér er reyndar frekar fljót að fyrirgefa ef það er hægt alltaf gott að geta talað um hlutina svo allir séu sáttir og þykja vænt um hvort annað hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 10.11.2008 kl. 16:27
Erna mín sonur minn er líka fiskur, og getur nú fokið í hann svo um munar.
Réttlætiskenndin og fullkomnunaráráttan alveg að fara með hann.
Og það er ennþá erfiðara þegar allir vita allt betur en aðrir
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 16:49
Tiger míó míó, auðvitað ert þú aldrei í fýlu, enda eigi hægt fyrir ljúfling eins og þig.
Ljós og kærleik í vikuna þína.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 16:53
Brynja mín ljúfa kona, þú ert ljón og þau eru nú ætíð skemmtileg að sjá,
nema kannski ef einhver reitir þau til reiði.
Gott að þú ert fljót að hreynsa út, það er það besta.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 16:59
Nú er ég reið, eru allir sporðdrekar hérna hjá þér Milla elsku frænkan mín? Nei grín, ég er öll í jafnvægi (enda vog) nema þegar vondir hlutir gerast á hlut saklausa fólksins...ofbeldi á öllum sviðum, setur mig úr jafnvægi. Og nú seinast seinagangur ráðamanna þjóðarinnar. Ég vil ekki reiðina því þá fær maður hrukkur á ennið. kveðja
Eva Benjamínsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:46
Já elsku frænka við verðum nú að passa að fá ekki hrukkur rins og þær komi nú ekki samt.
Ljós og gleði til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2008 kl. 19:00
Helga skjol, 10.11.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.