Fyrir svefninn

Í morgunn er ég fór í þjálfun þá var grenjandi rigning, svo
Gísli minn keyrði mig, því stundum er erfitt að fá bílastæði
upp við húsið, er hann kom að sækja mig var komin slydda,
nú er heim var komið fórum við að sneiða niður brauðið sem
ég bakaði í gær, Nei! nei, ekki í höndunum heldur í brauð-
hvífnum, og gengum frá því í frystiskápinn.
Það er bara yndislegt að eiga nóg af brauði.

Fór aðeins að vinna um 2 leitið og er Gísli minn sótti mig kl 4
þá voru tvær heima, Ljósálfurinn og litla ljósið, mamma þeirra
var að vinna og pabbi þurfti að skreppa aðeins í vinnu.
Fljótlega kom Milla mín til að fara með Ljósálfinn í fimleika,
en við höfðum það bara fínnt hér á meðan.
Litla ljósið mitt var orðin svöng og henni langaði í brauð með
mysing og kavíar, sko saman, hef nú aldrei skilið þann smekkinn,
afi og Neró sofnuðu í sínum sófa, en við fórum að horfa á Garðabrúðu.
Bara gleði og kærleikur á þessum bæ, allir ætíð í góðu skapi.

Áfram færi ég ykkur smá úr Bændablaðinu.

                Fífl og dóni

Geir H Haarde sagði við upplýsingafulltrúa að Helgi Seljan
fréttamaður væri algjört fífl og dóni og heyrðist það vel
í sjónvarpinu, þótt svo hafi eflaust ekki átt að vera.
Þá orti Kristján Bersi:

             Í viðtölum elginn vaða kann,
             veldur samt engu tjóni.
             En ég er alveg eins og hann,
             ,,algert fífl og dóni".

            Engin grætur auðkýfing

Jón Ingvar Jónsson orti þessa bráðsmellnu vísu
sem þarfnast eigi skýringar:

            Meðan okkar þjóðar þing
            þarf að halda á lausnum
            engin grætur auðkýfing
            einan sér á hausnum.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín og kveðja til Húsavíkur

Erna, 10.11.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt og takk fyrir þetta

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 20:10

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt og sofðu vel.

Helga Magnúsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða nótt, ekki veitir af.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góðar vísur. -  Góða nótt og dreymi þig fallega.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og knús.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 10.11.2008 kl. 21:23

7 Smámynd: Líney

nætínæt

Líney, 10.11.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Takk fyrir góða vísur, góða nótt og dreymi þig fallega.

Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:20

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:22

10 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góða nótt mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:23

11 Smámynd: Brynja skordal

Flottur dagur að baki hjá þér Milla mín knús inn í nóttina ljúfust

Brynja skordal, 10.11.2008 kl. 22:57

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Flott að vanda Ruglan í Kef

Ólöf Karlsdóttir, 10.11.2008 kl. 23:15

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.

Hér er suddaveður en ekki mjög hvasst að ég held, en að horfa svona yfir bæinn þá er þetta svona í dag.
Heyrði í moksturstækjunum áðan svo það hlýtur að hafa snjóað í nótt.

Eigið góðan dag í dag
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband