Hugleiðingar á þriðjudagsmorgni.
11.11.2008 | 07:44
Þar sem ég fyrir nokkru síðan tók þá ákvörðun að eiða eigi
minni orku í að blogga um kreppu eða annað slíkt þá reyni
ég að gera það ekki, en á stundum er afar erfitt að finna
jákvæðar fréttir, og þó, kannski neikvæðar sem enda jákvæðar.
*************************
Þjófur sem iðraðist gjörða sinna, Frábær frétt, sendi eigendum
verslunar einnar í Bristol á Englandi afsökunarbréf og í því voru
100 pund, sagðist hann hafa stolið frá þeim sígarettum árið
2001. Ja hérna batnandi mönnum er best að lifa.
***************************
Ársgamalt barn í umsjá barnaverndarnefndar, það er sorglegt
að foreldrar skulu eigi hugsa um barnið sitt betur enn
skemmtanalífið. Vona að allt fari á besta veg.
***************************
Skotar saka Íslendinga um ofveiði á Makríl, ja svei skítalikt,
þetta er náttúrlega ekki satt, en ef er þá verðum við nú að
bjarga okkur.
þeim ferst að tala.
****************************
Nú máttu bara skammast þín Bjarni Harðarson að gera Valgerði
þennan ljóta grikk.
Var hún ein um gjörninginn? Held eigi.
*****************************
Ég var að tala um reiðina í gær, sannast hefur að reiðin er skaðleg.
maður nokkur var reiður og braut rúðu á skemmtistað og hlaut
það mikla áverka að það þurfti að flytja hann til læknis, þar á
eftir fékk hann að dúsa fangageymslu lögreglunnar yfir nótt.
*****************************
Gleðifrétt af Skaganum þar fékk maður hjartaáfall úti á golfvelli
vinir mannsins hringdu 112 og þeir voru snöggir að bregðast við
ásamt sjúkraflutningamanni sem þeir tóku upp á leiðinni.
Hjartastuðtæki var í bílnum og björguðu þeir manninum.
Yndislegt er að þessi maður og hans fjölskylda skuli geta verið
saman um jólin.
Og til hamingju strákar með þessa björgun, það eru svona atvik
sem gefa starfinu gildi.
***************************
Jæja svo er ég að fara að vinna í dag og það verður bara
skemmtilegt að vanda.
Litla ljósið mitt mun svo koma í pössun kl 4 því það er
bekkjarskemmtun hjá Ljósálfinum.
Heyrumst í kvöld og eigið góðan dag í dag.
Milla
Athugasemdir
Daginn, já það er erfitt að komast hjá því að ræða þetta neikvæða en um að gera að lágmarka það, ástaðið fer ekkert það er þarna og við vanmáttug.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 08:07
Já Langbrókin mín við gerum nefnilega engum gagn með því að vera að eiða orkunni okkar í reiði og neikvæðni.
Svo eru börnin farin að spyrja, amma hvað meinar þú með þessu og eða hinu. Já og maður verður bara kjaftstopp við 9 ára gamalt barn.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2008 kl. 08:20
Sömuleiðis elsku dúllan mín.
Ljós og gleði inn í þinn dag
Mamma.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2008 kl. 10:38
Já maður er í dálítið sveiflukenndu ástandi þessa dagana en ég held að ég sé alltaf að sjá meira og meira spaugilegu hliðarnar á þessu máli. Þetta minnir eitthvað á einhvern tíma i sögunni en þar sem ég er ekki nógu vel að mér í sögunni þá sé ég fyrir mér hlutina það er að segja glamúr þeirra sem halda að þeir séu ríkir og síðan reiði þeirra sem halda að þeir séu fátækir, ég kem því ekki fyrir mig hvaða tímabil í sögunni þetta er eða hvort þetta er einhver saga sem ég hef lesið svo sem eftir H.C Andersen, en ég veit að þessi saga hefur nú endurtekið sig hjá okkur Íslendingum kannski voru sömu leikarar í leikritinu þá, hver veit.
Knús til þín Milla mín og megir þú eiga sólríkan dag.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:53
Góðan daginn. Sem betur fer er ýmislegt að gleðjast yfir líka.
Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2008 kl. 11:49
Það er best að horfa á björtu hliðarnar, það reynist mér best, láta hlutina ekki pirra sig og beita þá reiði sinni án þess að berja næsta mann.
Það eru góðar fréttir inn á milli og oft gott að sjá það broslega í hlutunum, það gerum við Emma allavega.
Notalegt hundaknús frá Emmu og mér.
kær kveðja Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 11.11.2008 kl. 11:52
Innlitskvitt og kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 14:15
Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 16:18
Innlitskvitt mín kæra
Hilsen fra Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 11.11.2008 kl. 16:28
síðbúin kveðja um góðan dag
Daggardropinn, 11.11.2008 kl. 17:01
Það er gott að fá tilbreyting frá Kreppublogginu.
Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 17:25
Um að gera að festast ekki í svartagallsrausinu.
Helga Magnúsdóttir, 11.11.2008 kl. 18:39
Gæti verið Jónína mín, og eigi hafa þeir lært mikið af að hafa tekið þátt í fyrra leikritinu svo mikið vitum við.
Löngum hefur þessi staða komið upp með mislöngu millibili, alla leið aftur í aldir.
Já ég átti sólríkan dag í hjartanu mínu með mínum konum sem eru komnar í jólastuð, það er reyndar einn karlmaður sem föndrar með okkur.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2008 kl. 19:19
Já Hólmdís mín lífið væri nú frekar snautt ef við gætum eigi glaðst líka.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2008 kl. 19:20
Knús til þín og Emmu frá okkur Neró og mér
Knús til þín Ásdís mín
Brynja mín hafðu það ætíð sem best
knús
Milla.
Nafna mín knús til þín
Milla.
Daggardropinn minn takk fyrir að láta heyra í þér.
Ljós og gleði til þín
Milla.
Heidi mín auðvitað verðum við að minka þetta krepputal.
Knús Milla.
Rétt hjá þér Helga mín reynum að vera svolítið bjartsýn.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2008 kl. 19:27
Nenni ekki að vera að kreppubloggi Lífið er of stutt fyrir þaðNjótum þess að vera tilknús á Húsavíkina...
Líney, 11.11.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.