Fyrir svefninn
11.11.2008 | 20:53
Jóhannes heitinn Kjarval hitti kunnan athafna- og peninga mann
á götu og bað hann að lána sér 100 krónur.
Hinn taldi Jóhannes ekki með traustustu skuldurum og sagðist
því miður ekki eiga neinn pening.
Nokkru seinna hittust þeir aftur í fjölmennu samkvæmi, Jóhannes
vatt sér að manninum, rétti honum 100 krónu seðil og sagðist
ætla að borga honum.
Vinurinn varð vandræðalegur og sagðist aldrei hafa lánað honum.
" Nei ég veit það," svaraði Jóhannes, "en þú vildir gera það.
þú bara gast það ekki."
Tveir fermingardrengir, ræddu um "Faðir vorið," og merkingu þess
og fannst öðrum það óþarfi að hafa daglega,
gef oss í dag vort daglegt brauð, vikulega væri nóg.
Hinn var nú ekki á sama máli, því hann taldi það nú best nýbakað.
Brosmilda nótt.
Allt mitt hugarfár
það er til einskis,
en ég felli tár
um brosmilda nótt.
Máninn skein,
á okkar algleymi,
er við mættumst fyrst,
í fjörusandinum,
á brosmildri nótt.
Þú blómstraðir
við eignuðumst Perlu
sem að minnti mig
á brosmilda nótt.
Ég elskaði
þína englaásjónu
með gyltan geislabaug
sem að minnti mig
á brosmilda nótt.
Ljós þitt slokknaði,
í drunga vetrar,
og þú hvarfst á braut,
á silfruðum öldunum
sem að bera þig heim.
Allt mitt hugarfár
það er til einskis,
en ég felli tár
vegna minninga
um brosmilda nótt.
Gísli Þór Gunnarsson.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt.
Helga Magnúsdóttir, 11.11.2008 kl. 20:55
Góð saga af listamanninum.
Sorglegt hvernig það var farið með eigur hans eftir hans dag.
Góða nótt Milla mín.
Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 21:07
Góðar sögur fyrir svefnin Góða nóttina Milla mín Elskuleg
Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 21:15
Takk fyrir mig og góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:52
Góða nótt Milla mín ,flott að venju Knús á ykkur Óla
Ólöf Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:28
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 23:28
Góð saga
Hafðu það gott ljúfan og kíktu að bloggið mitt eftir að þú vaknar.
Anna Guðný , 12.11.2008 kl. 00:44
Góðan daginn skjóðurnar mínar og eigið góðan dag í dag sem alla daga
Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.