ALLT ER ÞETTA FRÁ SAMA GRUNNI.

Hafið þið tekið eftir! er börn eru í  leikskóla, skóla, starfi eða
bara við leik/skemmtun.
Ef maður skoðar hópinn þá er ávalt einhver sem reynir að ná
sem mestri athyglinni.
Það er gert á mismunandi hátt og ólíkar eru uppskerurnar,
bara eins og börn/fólk er mörg.

Tökum börnin t.d. þau eru að leik eitt er það sem ber mest á,
eitthvað kemur upp , þá er þessu barni sem er með mestu
athygli-vöntunina tekið fyrir, af hverju? Jú það heyrðist mest í því,
hlýtur að vera að það barn sé sökudólgurinn.
Eins er með barnið sem fer einförum, engin vill leika við, það er
svo auðvelt að kenna því barni um eitthvað sem annar sterkari
gerði.

Þeir sem eiga að taka á þessum málum gera það eigi því það
er fundin sökudólgur.
Auðveldasta leiðin.


Hvað skildu verða margir núna í ár sem þurfa athygli, bara vegna
svo margra hluta sem þau skilja ekki.

Ölum börnin okkar upp í því að vera góð við alla
og að það sé í lagi að vera öðruvísi.

Það heldur nefnilega áfram þetta með athyglissýkina,
því hún hættir eigi fyrr en þú færð hlýu og skemmtileg heit
frá þeim sem eru í kringum þig.
Ef fólk fær hana ekki þá getur það orðið veikt og gerir hina ýmsu
hluti sem mundu eigi gerast ef fólk hefði fengið kærleik í sálartetrið sitt.

Það er verið að tala um að allir eigi að vera á varðbergi yfir þeim sem
jafnvel eiga erfitt, og hjálpa, gerum það þá, því þetta kemur allt frá
sama grunni einmammaleikanum sem byrjar er maður lítill er.

Ég hvet alla til að gefa af sér við fólk, talið jafnvel við þá sem ykkur
finnst þurfa þess umfram allt brosið og segið góðan daginn.
það gefur ykkur jafn mikið og þeim.

Eigið góðan dag kæru vinir
Milla
.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Mikil er viska þín í dag, Milla min.

Alveg sammála þér

Hafðu það gott í dag ljúfan

Anna Guðný , 12.11.2008 kl. 07:42

2 identicon

Æji þú ert frábær. Takk fyrir mig. Það er nú einu sinni þannig að þó maður viti eitt og annað þá gleymir maður því. Þá er ekki ónýtt að lesa þig kæri vinur. ( kann ekki að senda ljós,sendi fallega hugsun til þín)..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Svo rett Milla minog góðan daginn

Kristín Gunnarsdóttir, 12.11.2008 kl. 09:29

4 identicon

Mikill sannleikur sem þú mælir þarna, elsku Milla mín!

Kærleiksknús í daginn

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:34

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín viskan býr í okkur öllum við þurfum bara að huga að henni

Dóra mín hvernig á maður að geta gleymt þessum prins.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Langbrókin mín kæra það er einmitt það að við gleymum, en ekki gleymum við að gefa smáfuglunum korn á veturna, nei það er að því að þeir eru sýnilegir okkur alla daga.

Hitt er eigi svo sýnilegt vegna þess að fólk gleymir.

Svo kannt þú alveg að gefa ljós, þú gerir það í hvert skipti sem þú birtist  hvort sem er í kommenti eða á bloggi þínu.
Ljós og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:05

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn til þín og knús Stína mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:06

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna mín í eyjum, já sannleikur er þetta og svo margt, margt fleira,
ég vildi að allir mundu koma fram eins og vera ber, en svo er það spurningin hvað er eins og vera ber? ég veit svo sem bara það sem hjarta mitt býður mér að gera.
Ljós og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:10

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð pistill Millla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:14

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður ætlaði ég að segja.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:15

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góð hugleyðing....og eigðu góðan dag.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 10:27

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg sammála þér, ekki spurning. Knús norður 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 12:03

13 Smámynd: Brynja skordal

Flott færsla svo satt og rétt Milla mín munum að vera góð við hvort annað hvar sem við erum og hvernig sem við erum sendi þér knús og hlýju Elskuleg

Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 13:19

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þessar hugleiðingar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.11.2008 kl. 15:25

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar allra og það veit ég að þið eruð sammála mér.

ljós og kærleik sendi ég út um allt
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 15:40

16 Smámynd: Heidi Strand

Falleg færsla hjá þér Milla.

Heidi Strand, 12.11.2008 kl. 17:43

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljúft hjá þér að venju.  Eini staðurinn, sem ég get gleymt stað, stund og ástandi þessa dagana er í vinnunni minni, því þar er raunveruleikinn ekki til umræðu

Sigrún Jónsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:20

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er sama hjá mér, í minni vinnu er eigi talað um ástand þjóðarinnar,
heldur ekki hér heima fyrir nema á stundum.
Knús til ykkar beggja Heidi og Sigrún
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband