Fyrir svefninn
12.11.2008 | 21:37
Einar Magnússon fyrrum kennari og rektor við
menntaskólann í Reykjavík gerði mikið í því að fá nemendur
sína til að tala hátt og skýrt í stað þess að muldra í barminn.
Einhverju sinni var Einar að spyrja nemanda út úr í dönsku.
Sá tuldraði eitthvert svar, svo að Einar greindi ekki orðin.
Einar sagði þá, að þó sér væri margt til listannalagt,
þá kynni hann ekki að lesa af vörum.
Sverrir Hólmarsson, sem var nemandi í þessum bekk,
orti þá í orðastað Einars.
Flest er mér til lista lagt,
að lesa dönsku og vinna úr svörum,
en um mig verður ekki sagt
að ég kunni að lesa af vörum.
Nemendur skrifuðu vísuna upp á töflu fyrir næsta dönskutíma.
Einar, sem var mikill andstæðingur allrar nýlistar, las vísuna
og sagði síðan, að sá, sem hefði sannað að hann gæti ort
svona, hefði heimild til að yrkja atómljóð.
Fyrir allmörgum árum varð mikill úlfaþytur út af grein sem
birtist í vikunni um greinar bókmenntafræðinga um
atómskáldskap tveggja ungra blaðamanna, og gerðu
þeir lítið úr þeirra skáldskap.
Þá orti einn húmoristinn:
Dæmi sig hinn dóma strangi
dárann mesta í glópa flokki.
Alltaf hefði Mera Mangi
munninn þekkt á skeiði og brokki.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt og sofðu rótt Milla mín Elskuleg
Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 22:06
Knús í nóttina Milla mín og dreymi þig vel og fallega í nótt.
Hafðu það sem allra best.
Kv Gleymmerei og Emma, sem sefur.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 12.11.2008 kl. 22:08
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:18
Góða nótt, alltaf góð bogg en ég er ap sofna við tölvuna. Knús.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 12.11.2008 kl. 23:20
Ólöf Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:21
Góðan daginn skjóðurnar mínar og ljós og kærleik í flottan dag.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.