Fyrir svefninn
13.11.2008 | 20:28
Kaupmaður í Reykjavík fór til lögfræðings og lét hann gera
erfðaskrá sína, Hann tók fram, að líkið skyldi brennt,
" Og hvað með öskuna?" spurði lögfræðingurinn.
" Sendu hana til skattstofunnar. Þá hafa þeir fengið allt,"
svaraði kaupmaðurinn.
***********************
"Mér þykir það leitt, Óli minn, að ég verð að hafna þínu góða
boði," sagði ung stúlka við dansherra sinn eftir dansleik.
" Síðast er ég þáði boð um að koma með þér heim, var
ég níu mánuði að ná mér."
***********************
Gvendur stofnauki, sem margir Reykvíkingar kannast við,
var kunnur Bakkusarþræll en þekktur fyrir orðheppni sína.
Nokkru eftir þorskastríð Íslendinga og Breta út af 12 mílna
landhelginni, en í því stríði hafði Hermann Jónsson
ráðherra bannað varðskipsmönnum að skjóta á breska
togara, var Gvendur viðstaddur landsleik Íslendinga og
Englendinga í knattspyrnu. Leikar stóðu 6-0 fyrir enska líðið
og var orðið örvænt um að Íslendingar mundu skora.
Þá hrópaði Gvendur:
" þið þurfið ekki að taka það svona hátíðlega strákar,
þó hermann hafi bannað að skjóta."
Góða nótt
Athugasemdir
Góða nótt Millan mín

Ég myndi vilja mæta á hittinginn hjá ykkur, ef ég væri ekki að frumsýna leikrit kringum þessa dagsetningu!! Og ef ég væri á leiðinni á Akureyri á þessum tíma. En eins og ég segi, ég kem einhverntíman og þegar ég kem ætla ég að láta ykkur á Akureyri og nágrenni vita og gá hvort það geti ekki verið svona hittingur...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.11.2008 kl. 20:38
Huld S. Ringsted, 13.11.2008 kl. 21:14
Gott að fá smá brandara fyrir svefninn
Góða nótt Milla mín 
Guðborg Eyjólfsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:06
Alltaf góð Milla mín
Hrakfallabálkurinn
Ólöf Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:25
Gaman að fá að brosa fyrir svefninn.
Góða nótt
Anna Guðný , 13.11.2008 kl. 23:08
Sigrún Jónsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:45
Góða nótt og sofðu rótt.
Knúsíknús kv Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 14.11.2008 kl. 00:05
Góðan nótt elsku Milla mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 00:06
nætínæt
Líney, 14.11.2008 kl. 00:49
Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 01:21
Góðan daginn Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 14.11.2008 kl. 08:06
Gódann daginn Milla mín.
Gódir brandararnir hehe.kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 14.11.2008 kl. 08:25
Rósin mín það er engin spurning, er þú kemur þá verður hittingur og hann all skemmtilegur.

Knús til þín
Milla
góðan daginn allar skjóðurnar mínar í dag erum við regnboginn því það er að koma helgi, og er ég var yngri þá var ávalt haldið í heyðri þeim sið að hafa það betra um helgar en á öðrum dögum.
Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.