Fyrir svefninn

Við fórum að sjálfsögðu í allar búðir bæjarins, og eigi svo fáar
eru þær. Versluðum í matinn í kaskó, komum við í Esar, þar er
allt svo yndislega jólalegt með öllum fallegu skrautmununum.
fórum síðan í kynlega kvisti þar höndlaði ég mér eina karöflu,
Hand made á 300 krónur, fannst það of lítið svo ég borgaði
bara 500, það er eigi of mikið fyrir þennan glæsilega nytjamarkað.
Fórum svo í apótekið, þaðan í Töff föt, þá var nú kominn tími til
að fara heim og útbúa pitzzuna sem að vanda var ólýsanlega
góð. kaffi og Mosart-kúlur á eftir.

Þreyta var komin í ljósin mín, litla ljósið spurði ömmu sína
hvort hún mundi eigi sakna hennar á meðan hún væri í
kaupmannahöfn, jú það mun ég gera ljósið mitt sagði ég,
þá tók hún um hálsinn á ömmu og sagði ég mun sakna þín líka
amma mín.
Þau koma svo í bítið í fyrramálið til að kveðja.

Við ætlum svo á morgun englarnir, Dóra mín og ég að fara á
fjölþjóðadag sem haldin verður hér á morgun, og þær mæðgur
fara ekki heim fyrr en á sunnudaginn.

Og nú ætla ég að bjóða dömunum mínum að yfirtaka tölvuna
því amma er að hugsa um að fara upp í rúm og byrja á bók
númer eitt af fjórum sem þær voru að lána mér.
Bókin heitir Twilight eftir Stephenie Meyer og eru þetta víst
afar flottar bækur, það kemur í ljós.

                         Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur og góða helgi elsku Milla mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:26

2 identicon

...Það er ekkert betra eftir góðan dag að setjast niður og fá sér kaffi og Mosartkúlur... Svolítið jólalegt líka. Góða helgi.

Hindin (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er Apótekið enn á sama stað, við hliðina á Pétri ljósmyndara? knús í norðrið ljúfa

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða helgi.  Það verður hvergi jólalegra en á Húsavík

Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Auðsjáanlega skemmtilegur dagur hjá þér og líka skemmtilegur dagur framundan. Það er um að gera að koma sér í jólaskap sem fyrst í því ástandi sem hefur verið hjá okkur. Ég ætla að skreyta fyrr en vanalega fyrir þessi jól. Venjulega byrja ég að skreyta 1. desember en ætla jafnvel að byrja á morgun. Það kostar mig ekki neitt ég þarf ekki að kaupa neitt skraut, á nóg til. Við erum byrjuð að spila jólalög í vinnunni hjá mér bara til að gera tilveruna bærilegri. Ég held það verði "Tiger" jól hjá okkur núna þ.e. kaupi jólagjafirnar í Tiger þar kostar flest kr. 200-400 og það er bara fínt. Jólin eru svo miklu meira en gjafir. Samveran með fjölskyldunni, skreytingarnar og þá aðallega ljósin, góður matur. Hve betra gæti það verið. Ég er komin langt út fyrir efnið og með langa ritgerð. Sorry

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Líney

Góða nótt

Líney, 14.11.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín, hér á mínum slóðum er farið að skreyta mikið og það er bara allt í lagi. En mikið held ég samt að margir kvíði jólanna. Knús á alla í Kærleikskoti Neró líka

Erna, 15.11.2008 kl. 00:36

9 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig Milla mín

Helga skjol, 15.11.2008 kl. 08:07

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn kæra Milla.Hér á tessum bæ er verid ad skreyta tví ég legg í hann á tridjudagsmorgunn til íslands.Tá er allt tilbúid er ég  kem heim aftur rett fyrir jól.Heimalögud Pizza er tad besta.Borda tær alls ekki hérna í dk. nema heimalagadar.

Kærleikskvedja til tín og tinna.

Gudrún Hauksdótttir, 15.11.2008 kl. 10:18

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér sýnist nú á öllu að við séum komnar í jólaskap, já hvergi verður jólalegra en á Húsavík Hólmdís mín og Ásdís Apótekið er við hliðina á Pétri ljósmyndara.

Bara að segja ykkur að ég er eigi avvellta og mun aldrei verða

Sóley mín höldum bara Tiger jól.

Erna mín takk fyrir að kalla heimilið mitt kærleikskot.

Nafna mín í danaveldi líst vel á það að þú sért að skreyta.

Ljós og kærleik til ykkar allra inn í góða helgi.
Milla og c/o

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.