Fyrir svefninn

Hugsið ykkur! hef eigi farið út úr húsi í dag. Svaf til sex í morgun,
fékk mér ab mjólk og meðulin mín, upp í rúm aftur og svaf til níu.
geri ég nú betur, þetta er sko ekki mín deild eins og allir vita nú.
Er ég vaknaði dandalaðist ég í tölvunni þar til ég hafði list á te og
brauði fékk mér það og síðan í sjæningu, allir vita orðið hvað það er.
Sko rúsínan í pylsuendanum kemur hérW00tfór að strauja.
Ég er nefnilega ein af þeim sem strauja bara er allt er orðið fullt af
óstraujuðu og núna voru allir dúkar og allar tauservétturnar mínar
í strau körfunni + koddaver svona punti þið vitið og bara ýmislegt,
Allt var tekið og steinkað og sorterað eftir gerð síðan var byrjað að
strauja tók mér annað slagið smá hvíld, fékk mér kaffi og síma-mal,
ekki síma-poka heldur síma-mal og stóð það yfir svona smástund.

Kláraði ekki á eftir smá jóladútl, ætla að klára það fyrir helgi.
Ég er nefnilega þannig að ef ég byrja á einhverju þá verð ég að klára
það í samhengi, þó það taki marga marga daga.

Englarnir mínir sem voru úti í Köpen hringdu í mig frá flugvellinum,
voru að versla svona eitthvað smá í fríhöfninni úti áður en lagt var
af stað heim. þau koma samt ekki hingað fyrr en á sunnudaginn.
Hlakka ég mikið til, búin að sakna þeirra mikið.

Ein góð eftir hana Ósk hún er sko hin amman við eigum
ljósálfinn og litla ljósið saman.

                    Möguleg eftirmæli.

               Af minningum um þig er ég rík
               aldrei þeir fjársjóðir tæmast.
               Amma mín þú varst engum lík
               það var unun að heyra þig klæmast.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dugnaðarforkur.....góða nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís mín þú bara veist ekki hvað ég er dugleg

JÁ hún Óda mín er bara flott. við hlökkum líka til að sjá ykkur.
Knúsí knúsMamma,amma.afi og Neró prinsinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Vá dugnaður, kanski ég komi í heimsókn með nokkra dúka sem þarf að strauja, knús og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 20.11.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Líney

strau knús  í kotið þitt og góða nótt

Líney, 20.11.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk elskan mín fyrir mig og góða nóttina

Heiða Þórðar, 20.11.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín

Erna, 20.11.2008 kl. 23:58

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar í dag erum við rauð það snjóar hjá mér.
Takk allar fyrir innlitið og eigið góðan dag þó þið strauið ekki neitt.
Ljós og kærleik
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband